Tindátaleikur Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. október 2018 11:00 Íslendingar búa við einstakar aðstæður. Við búum á einangraðri eyju í miðju Atlantshafi, langt er í næstu lönd og við höfum ekki hefð fyrir því að senda unga fólkið okkar í stríð. Við gætum nýtt þær einstöku aðstæður til að verða öðrum samfélögum fyrirmynd í friðarmálum, hafna því að taka þátt í nokkru hernaðarbrölti og verða viti friðsamlegra samskipta í heimi þar sem rökkur virðist vera að bresta á í ýmsum milliríkjasamskiptum. Því miður erum við aðilar að hernaðarbandalaginu Nató og nú hefur sú staðreynd kallað yfir okkur heræfingar. Hóp tindáta sem munu fara um náttúru Íslands á æfingum við að verða betri hermenn. Betri í að drepa annað fólk. Heræfingar eiga ekki heima á Íslandi almennt, landi sem af og til stærir sig af herleysi. Heræfingar eiga hins vegar alls ekki heima í íslenskri náttúru, viðkvæm sem hún er og æ ásetnari af fjölda gesta sem sækja landið heim í friðsamlegum tilgangi. Um helgina munu fara fram heræfingar í Þjórsárdal. Mörg hundruð hermenn munu fara þar um og æfa sig. Mikið hefur verið gert úr því að þetta sé nú varla æfing, eiginlega bara sveitaferð fyrir hermennina. Bússubúðir (bootcamp) sem séu ósköp saklausar. En það er ekkert saklaust við heri. Herir eru gangandi mengunarslys, fyrir utan allt annað slæmt sem þeim fylgir, og það er óásættanlegt að þeim sé vísað á svæði eins og Þjórsárdal. Mikil uppræktun hefur átt sér þar stað, enda veitir ekki af þar sem Hekla hefur reglulega dreift ösku og vikri yfir stór landsvæði. Svo rammt hefur að því kveðið að byggðin lagðist í eyði árið 1104 og hefur aldrei náð sér á sama strik síðan. Hundruð hermanna að þramma þar um í hóp er ekki það sem náttúran þarf á að halda. Hermenn í tindátaleik að ímynda sér að bak við næstu blöðku liggi óvinur í leyni, að við Rauðukamba sé Rússa að finna, það þurfi að ná Stöng á sitt vald eða jafnvel verja leiðina að Háafossi. Það hlýtur að vera skýlaus krafa að hermennirnir fari ekki um viðkvæm svæði, stundi engan utanvegaakstur og haldi sig á göngustígum. Og ef svo verður gert, þá má velta því fyrir sér hvað þeir eru að gera á þessu svæði, hvaða þjálfun er í því fólgin og hvort þeir ættu ekki bara að halda sig heima hjá sér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar búa við einstakar aðstæður. Við búum á einangraðri eyju í miðju Atlantshafi, langt er í næstu lönd og við höfum ekki hefð fyrir því að senda unga fólkið okkar í stríð. Við gætum nýtt þær einstöku aðstæður til að verða öðrum samfélögum fyrirmynd í friðarmálum, hafna því að taka þátt í nokkru hernaðarbrölti og verða viti friðsamlegra samskipta í heimi þar sem rökkur virðist vera að bresta á í ýmsum milliríkjasamskiptum. Því miður erum við aðilar að hernaðarbandalaginu Nató og nú hefur sú staðreynd kallað yfir okkur heræfingar. Hóp tindáta sem munu fara um náttúru Íslands á æfingum við að verða betri hermenn. Betri í að drepa annað fólk. Heræfingar eiga ekki heima á Íslandi almennt, landi sem af og til stærir sig af herleysi. Heræfingar eiga hins vegar alls ekki heima í íslenskri náttúru, viðkvæm sem hún er og æ ásetnari af fjölda gesta sem sækja landið heim í friðsamlegum tilgangi. Um helgina munu fara fram heræfingar í Þjórsárdal. Mörg hundruð hermenn munu fara þar um og æfa sig. Mikið hefur verið gert úr því að þetta sé nú varla æfing, eiginlega bara sveitaferð fyrir hermennina. Bússubúðir (bootcamp) sem séu ósköp saklausar. En það er ekkert saklaust við heri. Herir eru gangandi mengunarslys, fyrir utan allt annað slæmt sem þeim fylgir, og það er óásættanlegt að þeim sé vísað á svæði eins og Þjórsárdal. Mikil uppræktun hefur átt sér þar stað, enda veitir ekki af þar sem Hekla hefur reglulega dreift ösku og vikri yfir stór landsvæði. Svo rammt hefur að því kveðið að byggðin lagðist í eyði árið 1104 og hefur aldrei náð sér á sama strik síðan. Hundruð hermanna að þramma þar um í hóp er ekki það sem náttúran þarf á að halda. Hermenn í tindátaleik að ímynda sér að bak við næstu blöðku liggi óvinur í leyni, að við Rauðukamba sé Rússa að finna, það þurfi að ná Stöng á sitt vald eða jafnvel verja leiðina að Háafossi. Það hlýtur að vera skýlaus krafa að hermennirnir fari ekki um viðkvæm svæði, stundi engan utanvegaakstur og haldi sig á göngustígum. Og ef svo verður gert, þá má velta því fyrir sér hvað þeir eru að gera á þessu svæði, hvaða þjálfun er í því fólgin og hvort þeir ættu ekki bara að halda sig heima hjá sér?
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar