Vigdís segir Pírata bera mikla ábyrgð Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 14. október 2018 16:17 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins vill fá óháðan aðila til þess að gera úttekt á endurgerð Braggans. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir segir það ekki hægt að rannsaka sjálfan sig og stendur við þá skoðun sína að fá óháðan aðila til þess að rannsaka braggamálið. Oddviti Pírata í borgarstjórn, Dóra Björt Guðjónsdóttir, sagði í gær að Vigdís hefði afvegaleitt umræðuna um braggamálið. Dóra ítrekaði það í samtali við fréttastofu í gær að innri endurskoðun sé óháður aðili og fylgi stöðlum um óháðar stofnanir og innri endurskoðanir. Innri endurskoðun borgarinnar hefur verið falið að ráðast í heildarúttekt á endurgerð Braggans. „Það er ekki hægt að rannsaka sjálfa sig og þetta fólk sem er að fara að skoða þetta braggamál situr hringinn í kringum borðið niðri í ráðhúsi þannig að ég stend við þá skoðun mína sem ég setti fram upphaflega og mína tillögu að fá óháðan aðila til þess að rannsaka allt málið. Það er nú alltaf að koma betur og betur í ljós, fleiri kantar á þessu máli sem eru svo óeðlilegir. Það sér allur almenningur það að það er ekkert annað hægt að gera en að fara með þetta í óháða rannsókn. Þó að það sé verið að þráast við og hafna því. Eins og ég segi Píratar bera mikla ábyrgð í þessu, þeir sátu í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili og höfðu alveg fullt af tækifærum til þess að upplýsa um málið hefðu þeir viljað,“ segir Vigdís Hauksdóttir.Sjá einnig: Segir Vigdísi hafa afvegaleitt umræðunaSpurð út í það hvort að Vigdís teldi það líklegt að málið yrði á endanum rannsakað af óháðum aðila taldi hún að það myndi ekki gerast fyrr en þessi meirihluti myndi fara frá. Hún segir Pírata vera að bregðast sínum kjósendum í þessu máli. „Ég hugsa að það verði ekki fyrr en meirihlutinn springi að það muni fara fram óháð rannsókn. Það verður líklega ekki fyrr, fyrst þau þráast öll við þetta þau sem að sitja í núverandi meirihluta. Þannig að það verður ekki nema að þessi meirihluti springi og fari frá að það verði hægt að koma þessu í óháða rannsókn. Sérstaklega af því að Píratar taka svona á málinu, flokkurinn sem berst fyrir gegnsæi og allt upp á borðið. Nú höfðu þau tækifæri til þess að sýna stefnu flokksins. Þau eru algjörlega að bregðast Reykvíkingum og sínum kjósendum. Þau bregðast algjörlega í þessu máli,“ segir Vigdís. Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Lítið eftir en allt stopp í bragga "Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. 13. október 2018 08:30 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir segir það ekki hægt að rannsaka sjálfan sig og stendur við þá skoðun sína að fá óháðan aðila til þess að rannsaka braggamálið. Oddviti Pírata í borgarstjórn, Dóra Björt Guðjónsdóttir, sagði í gær að Vigdís hefði afvegaleitt umræðuna um braggamálið. Dóra ítrekaði það í samtali við fréttastofu í gær að innri endurskoðun sé óháður aðili og fylgi stöðlum um óháðar stofnanir og innri endurskoðanir. Innri endurskoðun borgarinnar hefur verið falið að ráðast í heildarúttekt á endurgerð Braggans. „Það er ekki hægt að rannsaka sjálfa sig og þetta fólk sem er að fara að skoða þetta braggamál situr hringinn í kringum borðið niðri í ráðhúsi þannig að ég stend við þá skoðun mína sem ég setti fram upphaflega og mína tillögu að fá óháðan aðila til þess að rannsaka allt málið. Það er nú alltaf að koma betur og betur í ljós, fleiri kantar á þessu máli sem eru svo óeðlilegir. Það sér allur almenningur það að það er ekkert annað hægt að gera en að fara með þetta í óháða rannsókn. Þó að það sé verið að þráast við og hafna því. Eins og ég segi Píratar bera mikla ábyrgð í þessu, þeir sátu í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili og höfðu alveg fullt af tækifærum til þess að upplýsa um málið hefðu þeir viljað,“ segir Vigdís Hauksdóttir.Sjá einnig: Segir Vigdísi hafa afvegaleitt umræðunaSpurð út í það hvort að Vigdís teldi það líklegt að málið yrði á endanum rannsakað af óháðum aðila taldi hún að það myndi ekki gerast fyrr en þessi meirihluti myndi fara frá. Hún segir Pírata vera að bregðast sínum kjósendum í þessu máli. „Ég hugsa að það verði ekki fyrr en meirihlutinn springi að það muni fara fram óháð rannsókn. Það verður líklega ekki fyrr, fyrst þau þráast öll við þetta þau sem að sitja í núverandi meirihluta. Þannig að það verður ekki nema að þessi meirihluti springi og fari frá að það verði hægt að koma þessu í óháða rannsókn. Sérstaklega af því að Píratar taka svona á málinu, flokkurinn sem berst fyrir gegnsæi og allt upp á borðið. Nú höfðu þau tækifæri til þess að sýna stefnu flokksins. Þau eru algjörlega að bregðast Reykvíkingum og sínum kjósendum. Þau bregðast algjörlega í þessu máli,“ segir Vigdís.
Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Lítið eftir en allt stopp í bragga "Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. 13. október 2018 08:30 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33
Lítið eftir en allt stopp í bragga "Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. 13. október 2018 08:30
Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58