Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2018 19:19 Bragginn í Nauthólsvík. Vísir/Vilhelm Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. Hann segir að reynt verði að komast til botns í því hvers vegna framkvæmdinni var leyft að fara jafnmikið fram úr hófi og raunin varð. Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar hefur seturétt á fundum borgarráðs. Fyrst var fjallað um braggamálið á fundum ráðsins í ágúst og var þá beðið um nánari útlistun á kostnaði við framkvæmdina, sem fór hundruð milljóna fram úr áætlun. Síðast var greint frá því að gróðursetning höfundarvarinna stráa við braggann hafi kostað um eina milljón króna. Hallur var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Inntur eftir því hvernig málið geti farið svo langt fram úr áætlunum án þess að nokkur hafi staldrað við á leiðinni sagði Hallur að endurskoðunin felist einmitt í því að varpa ljósi á það. „Nú er verkefnið auðvitað að finna út úr því, það er hluti af skoðuninni sem er framundan að finna út hvernig þetta gerist.“Tillögu Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um óháða rannsókn utanaðkomandi aðila á framkvæmdum við bragga í Nauthólsvík, var hafnað á atkvæðagreiðslu á borgarstjórnarfundi.Vísir/VilhelmBorið hefur á því að borgarfulltrúar, einkum úr minnihlutanum, kalli eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að sinna endurskoðuninni. Hallur segir innri endurskoðun borgarinnar einmitt sérhæfða til að framkvæma endurskoðunina. „Ég segi það að innri endurskoðun er stofnun sem er uppsett innan stjórnkerfisins einmitt til að taka á svona málum. Hún er með þá stjórnsýslulegu stöðu innan borgarinnar að vera óháð, heyrir beint undir borgarráð, og hefur sjálf sínar heimildir til að ákvarða umfang úttekta og hvaða verkefni hún tekur til skoðunar á hverjum tíma. Og auk þess getur borgarráð vísað til okkar sérstökum beiðnum um að skoða einhver tiltekin atriði.“ Aðspurður sagði Hallur að erfitt sé að meta hversu langan tíma innri endurskoðunin muni taka. „Ekki á þessu stigi. Ég sé nú fyrir mér að þetta verði töluvert að umfangi, þetta er flókið verkefni, það er samspil við þriðja aðila og það þarf að fara ofan í saumana á því og svo er umgjörðin um Nauthólsveg þannig að einhver aðkoma minjaverndar er í þessu þannig að það þarf að skoða ýmsa fleti.“ Braggamálið Tengdar fréttir Rúmar 100 milljónir fóru í braggann í Nauthólsvík án útboðs Mikið hefur verið fjallað um braggaframkvæmdina sem fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Kostnaður við hann endaði í 404 milljónum. 26. september 2018 09:00 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 „Höfundarréttarvarin“ strá við braggann kostuðu 757 þúsund krónur Forseti borgarstjórnar segir augljóst að þar sé farið illa með skattfé borgarbúa. 9. október 2018 21:12 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. Hann segir að reynt verði að komast til botns í því hvers vegna framkvæmdinni var leyft að fara jafnmikið fram úr hófi og raunin varð. Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar hefur seturétt á fundum borgarráðs. Fyrst var fjallað um braggamálið á fundum ráðsins í ágúst og var þá beðið um nánari útlistun á kostnaði við framkvæmdina, sem fór hundruð milljóna fram úr áætlun. Síðast var greint frá því að gróðursetning höfundarvarinna stráa við braggann hafi kostað um eina milljón króna. Hallur var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Inntur eftir því hvernig málið geti farið svo langt fram úr áætlunum án þess að nokkur hafi staldrað við á leiðinni sagði Hallur að endurskoðunin felist einmitt í því að varpa ljósi á það. „Nú er verkefnið auðvitað að finna út úr því, það er hluti af skoðuninni sem er framundan að finna út hvernig þetta gerist.“Tillögu Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um óháða rannsókn utanaðkomandi aðila á framkvæmdum við bragga í Nauthólsvík, var hafnað á atkvæðagreiðslu á borgarstjórnarfundi.Vísir/VilhelmBorið hefur á því að borgarfulltrúar, einkum úr minnihlutanum, kalli eftir því að utanaðkomandi aðilar verði fengnir til að sinna endurskoðuninni. Hallur segir innri endurskoðun borgarinnar einmitt sérhæfða til að framkvæma endurskoðunina. „Ég segi það að innri endurskoðun er stofnun sem er uppsett innan stjórnkerfisins einmitt til að taka á svona málum. Hún er með þá stjórnsýslulegu stöðu innan borgarinnar að vera óháð, heyrir beint undir borgarráð, og hefur sjálf sínar heimildir til að ákvarða umfang úttekta og hvaða verkefni hún tekur til skoðunar á hverjum tíma. Og auk þess getur borgarráð vísað til okkar sérstökum beiðnum um að skoða einhver tiltekin atriði.“ Aðspurður sagði Hallur að erfitt sé að meta hversu langan tíma innri endurskoðunin muni taka. „Ekki á þessu stigi. Ég sé nú fyrir mér að þetta verði töluvert að umfangi, þetta er flókið verkefni, það er samspil við þriðja aðila og það þarf að fara ofan í saumana á því og svo er umgjörðin um Nauthólsveg þannig að einhver aðkoma minjaverndar er í þessu þannig að það þarf að skoða ýmsa fleti.“
Braggamálið Tengdar fréttir Rúmar 100 milljónir fóru í braggann í Nauthólsvík án útboðs Mikið hefur verið fjallað um braggaframkvæmdina sem fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Kostnaður við hann endaði í 404 milljónum. 26. september 2018 09:00 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 „Höfundarréttarvarin“ strá við braggann kostuðu 757 þúsund krónur Forseti borgarstjórnar segir augljóst að þar sé farið illa með skattfé borgarbúa. 9. október 2018 21:12 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Rúmar 100 milljónir fóru í braggann í Nauthólsvík án útboðs Mikið hefur verið fjallað um braggaframkvæmdina sem fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Kostnaður við hann endaði í 404 milljónum. 26. september 2018 09:00
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58
„Höfundarréttarvarin“ strá við braggann kostuðu 757 þúsund krónur Forseti borgarstjórnar segir augljóst að þar sé farið illa með skattfé borgarbúa. 9. október 2018 21:12