Áratugur breytinga: Íslendingar og umhverfismál Ólafur Elínarson skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Umhverfis- og loftslagsmál eru ein af stærstu áskorunum jarðarbúa og því mikilvægt að fylgjast með stöðu mála og þróun á Íslandi. Á síðastliðnum áratug hefur orðið mikil breyting á viðhorfum Íslendinga hvað varðar áhuga á umhverfismálum og upplifun af loftslagsbreytingum. Nú hafa til dæmis um 36% Íslendinga mikinn áhuga á umhverfismálum miðað við 25% Íslendinga fyrir 10 árum og hópurinn sem hafði lítinn eða engan áhuga hefur næstum helmingast úr tæplega 20% í um það bil 12%. Þegar þessi þróun er skoðuð frekar má sjá að það eru ákveðnir hópar sem hafa meiri áhuga en aðrir. Til dæmis hafa konur meiri áhuga en karlar, foreldrar frekar en barnlausir og íbúar í Reykjavík frekar en íbúar utan höfuðborgarsvæðisins. Þá er áhugavert að það eru frekar 18-24 ára og 65 ára og eldri sem segjast hafa mikinn áhuga á umhverfismálum. En er þessi aukni áhugi að skila sér í breytingu á hegðun?Árið 2010 var spurt til hvaða ráðstafana þátttakendur hefðu gripið til að vernda umhverfið og sögðust 27% hafa minnkað notkun einkabíls eða notað almenningssamgöngur meira. Árið 2017 var aftur spurt svipaðrar spurningar um hvað þátttakendur hefðu gert til að draga úr áhrifum á loftslagið. Hlutfallið sem hafði minnkað notkun einkabílsins var nú 26% og því virðist vera sem lítið hafi breyst varðandi einkabílinn á þessum 7 árum. Það lýsir því þó kannski ágætlega hve mikið umhverfið hefur breyst á þessum árum að ekki var spurt um rafmagns- og metanbíla í könnuninni 2010 en í könnuninni 2017 sögðust 8% hafa hafa skipt yfir í tvinnbíl, rafmagnsbíl, eða metanbíl og 7% til viðbótar hætt að nota einkabílinn og nota frekar almenningssamgöngur, hjóla eða fara fótgangandi. Í könnuninni nú sagði aftur á móti tæpur helmingur Íslendinga að þeir gætu hugsað sér að kaupa rafmagnsbíl og 7% metanbíl næst þegar þeir kaupa bíl. Það er í góðum takti við markmið stjórnvalda að 40% bílaflotans verði rafknúin árið 2030 en hlutfall endurnýjanlegrar orku í vegasamgöngum er nú um 7,7% og fer vaxandi. Til að kanna betur upplifun og viðhorf Íslendinga til umhverfis- og loftslagsmála framkvæmdi Gallup viðamikla könnun veturinn 2017. Þá sögðust 60% Íslendinga hafa áhyggjur af afleiðingum loftslagsbreytinga á þá sjálfa og fjölskyldur þeirra og ögn lægra hlutfall taldi að Ísland gerði of lítið til að aðlagast loftslagsbreytingum.Enn fremur kom í ljós að 44% höfðu talið sig upplifa afleiðingar loftslagsbreytinga í sínu sveitarfélagi og atriðin sem voru oftast nefnd voru hærra hitastig og minni snjór. Þegar svipuð spurning var lögð fyrir árið 2007 kom í ljós að 32% töldu að hækkandi hitastig jarðar hefði þegar haft alvarleg áhrif á á því svæði sem svarendur bjuggu á. Má því segja að mun fleiri þátttakendur nefni að þeir finni fyrir áhrifum loftslagsbreytinga en fyrir um áratug. Í sömu könnun Gallup frá 2017 sagðist rúmlega helmingur svarenda hugsa mikið um hvað þeir gætu gert til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Í framhaldinu voru þeir spurðir hvað, ef eitthvað, þeir hefðu gert síðasta árið til þess að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Flestir þátttakendur eða 82% sögðust hafa flokkað sorp, en það hlutfall var 69% árið 2010 og virðast fleiri því vera að flokka nú en fyrir sjö árum. Um 70% sögðust hafa minnkað plastnotkun síðasta árið og 44% höfðu keypt umhverfisvænar vörur til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Aðeins 2% höfðu hætt eða dregið úr kjötneyslu og 9% sögðust hafa dregið úr fjölda flugferða. Það má því merkja að það hafa orðið breytingar á bæði viðhorfum og hegðun Íslendinga samkvæmt þessum niðurstöðum. Það er aukinn áhugi á umhverfismálum og upplifun Íslendinga af afleiðingum loftslagsbreytinga er að aukast. Gallup mun áfram kanna viðhorf og hegðun Íslendinga hvað þetta varðar og birta nýjar niðurstöður snemma á næsta ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Umhverfis- og loftslagsmál eru ein af stærstu áskorunum jarðarbúa og því mikilvægt að fylgjast með stöðu mála og þróun á Íslandi. Á síðastliðnum áratug hefur orðið mikil breyting á viðhorfum Íslendinga hvað varðar áhuga á umhverfismálum og upplifun af loftslagsbreytingum. Nú hafa til dæmis um 36% Íslendinga mikinn áhuga á umhverfismálum miðað við 25% Íslendinga fyrir 10 árum og hópurinn sem hafði lítinn eða engan áhuga hefur næstum helmingast úr tæplega 20% í um það bil 12%. Þegar þessi þróun er skoðuð frekar má sjá að það eru ákveðnir hópar sem hafa meiri áhuga en aðrir. Til dæmis hafa konur meiri áhuga en karlar, foreldrar frekar en barnlausir og íbúar í Reykjavík frekar en íbúar utan höfuðborgarsvæðisins. Þá er áhugavert að það eru frekar 18-24 ára og 65 ára og eldri sem segjast hafa mikinn áhuga á umhverfismálum. En er þessi aukni áhugi að skila sér í breytingu á hegðun?Árið 2010 var spurt til hvaða ráðstafana þátttakendur hefðu gripið til að vernda umhverfið og sögðust 27% hafa minnkað notkun einkabíls eða notað almenningssamgöngur meira. Árið 2017 var aftur spurt svipaðrar spurningar um hvað þátttakendur hefðu gert til að draga úr áhrifum á loftslagið. Hlutfallið sem hafði minnkað notkun einkabílsins var nú 26% og því virðist vera sem lítið hafi breyst varðandi einkabílinn á þessum 7 árum. Það lýsir því þó kannski ágætlega hve mikið umhverfið hefur breyst á þessum árum að ekki var spurt um rafmagns- og metanbíla í könnuninni 2010 en í könnuninni 2017 sögðust 8% hafa hafa skipt yfir í tvinnbíl, rafmagnsbíl, eða metanbíl og 7% til viðbótar hætt að nota einkabílinn og nota frekar almenningssamgöngur, hjóla eða fara fótgangandi. Í könnuninni nú sagði aftur á móti tæpur helmingur Íslendinga að þeir gætu hugsað sér að kaupa rafmagnsbíl og 7% metanbíl næst þegar þeir kaupa bíl. Það er í góðum takti við markmið stjórnvalda að 40% bílaflotans verði rafknúin árið 2030 en hlutfall endurnýjanlegrar orku í vegasamgöngum er nú um 7,7% og fer vaxandi. Til að kanna betur upplifun og viðhorf Íslendinga til umhverfis- og loftslagsmála framkvæmdi Gallup viðamikla könnun veturinn 2017. Þá sögðust 60% Íslendinga hafa áhyggjur af afleiðingum loftslagsbreytinga á þá sjálfa og fjölskyldur þeirra og ögn lægra hlutfall taldi að Ísland gerði of lítið til að aðlagast loftslagsbreytingum.Enn fremur kom í ljós að 44% höfðu talið sig upplifa afleiðingar loftslagsbreytinga í sínu sveitarfélagi og atriðin sem voru oftast nefnd voru hærra hitastig og minni snjór. Þegar svipuð spurning var lögð fyrir árið 2007 kom í ljós að 32% töldu að hækkandi hitastig jarðar hefði þegar haft alvarleg áhrif á á því svæði sem svarendur bjuggu á. Má því segja að mun fleiri þátttakendur nefni að þeir finni fyrir áhrifum loftslagsbreytinga en fyrir um áratug. Í sömu könnun Gallup frá 2017 sagðist rúmlega helmingur svarenda hugsa mikið um hvað þeir gætu gert til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Í framhaldinu voru þeir spurðir hvað, ef eitthvað, þeir hefðu gert síðasta árið til þess að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Flestir þátttakendur eða 82% sögðust hafa flokkað sorp, en það hlutfall var 69% árið 2010 og virðast fleiri því vera að flokka nú en fyrir sjö árum. Um 70% sögðust hafa minnkað plastnotkun síðasta árið og 44% höfðu keypt umhverfisvænar vörur til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið. Aðeins 2% höfðu hætt eða dregið úr kjötneyslu og 9% sögðust hafa dregið úr fjölda flugferða. Það má því merkja að það hafa orðið breytingar á bæði viðhorfum og hegðun Íslendinga samkvæmt þessum niðurstöðum. Það er aukinn áhugi á umhverfismálum og upplifun Íslendinga af afleiðingum loftslagsbreytinga er að aukast. Gallup mun áfram kanna viðhorf og hegðun Íslendinga hvað þetta varðar og birta nýjar niðurstöður snemma á næsta ári.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar