600 milljónir á mánuði Agnar Tómas Möller skrifar 28. desember 2018 08:00 Í viðtalsþættinum „Sprengisandi“ í nóvember síðastliðnum lét Már Guðmundsson seðlabankastjóri þau orð falla að hann teldi að ef samið yrði um hóflegar kauphækkanir í komandi kjarasamningum, „gætu vextir á Íslandi einungis farið á eina leið sem væri niður“. Ummæli seðlabankastjóra ætti ekki að túlka sem persónulegt loforð hans um að lækka vexti hagi aðilar vinnumarkaðarins sér skikkanlega, heldur lýsa þau einfaldlega efnahagslegri stöðu íslenska hagkerfisins, að því gefnu að kjarasamningum verði háttað hér með svipuðum hætti og í nágrannalöndum okkar. Þótt annað mætti lesa úr þeim barlóm sem oft yfirgnæfir umræðuna á Íslandi, er landið í efnahagslegu tilliti stórt útgildi í alþjóðlegum samanburði. Meginútflutningsatvinnuvegir þjóðarinnar byggjast á hreinni orku, prótíni og náttúrufegurð og virðist fátt benda til annars en að eftirspurn eftir útflutningi okkar fari vaxandi, jafnvel þótt hægja muni á heimsbúskapnum. Á sama tíma skulda ríkissjóður, fyrirtæki og heimili lítið í alþjóðlegum samanburði, og viðskiptaafgangur hefur verið og mun að líkindum áfram verða ríflegur. Þjóðarbúið á meiri eignir erlendis en skuldir og hátt í fimmtung tekna flestra launþega rennur í dag inn í lífeyrissjóðskerfið. Sett í samhengi við stöðu hagkerfisins þarf sú þróun sem hefur átt sér stað á verðtryggðum lánskjörum ríkissjóðs undanfarin ár ekki að koma á óvart en frá 2016 hafa langtímavextir verðtryggðra ríkisbréfa meira en helmingast, úr rúmlega 3% í innan við 1,5%. Þótt þeir vextir séu enn nokkuð hærri en flestra annarra vestrænna ríkja, endurspeglar lækkun langtímavaxta allt í senn hátt sparnaðarstig, lágt skuldastig og væntingar um að vöxtur hagkerfisins verði mun hóflegri horft fram á veginn en á undanförnum árum. Þrátt fyrir þessar hagfelldu aðstæður hefur mikið umrót verið á innlendum fjármálamörkuðum á þessu ári og einkum seinustu mánuði. Þrír þættir hafa knúið umrótið áfram: Áhyggjur af kjarasamningum, áhyggjur af rekstri flugfélagsins WOW og áhyggjur sem kviknuðu í sumar um að ferðamönnum til landsins gæti verið byrjað að fækka. Birtingarmyndin hefur verið talsverð lækkun á gengi krónunnar á síðari hluta ársins sem og hækkun langtíma verðbólguálags á skuldabréfamarkaði, sem kemur fram í hækkun langtímanafnvaxta, bæði í óverðtryggðum lánskjörum ríkissjóðs og ekki síður í hækkun fastra óverðtryggðra húsnæðisvaxta heimila. Á árinu hafa fastir óverðtryggðir íbúðalánavextir hækkað hátt í 1% að jafnaði og eru í dag á bilinu 6,8% til 7,4% sem er ótrúlega hátt í árferði sem ætti að gefa tilefni til mun lægri vaxta. Þrátt fyrir þessa háu vexti hefur orðið sprenging undanfarna mánuði í bæði veitingu nýrra óverðtryggðra íbúðalána sem og uppgreiðslu verðtryggðra lána hjá innlendum lánastofnunum. Um sannkallaða „U-beygju“ er að ræða; á fyrstu mánuðum ársins voru ný íbúðalán nær öll verðtryggð en nú á seinustu mánuðum ársins eru nær öll ný lán óverðtryggð með föstum vöxtum. Heimilin virðast því í auknum mæli óttast vaxandi verðbólgu. Hvað veldur þessum áhyggjum nú? Áhyggjur af örlögum WOW air hafa snarminnkað síðustu vikur og vöxtur virðist áfram vera í komum, og einkum eyðslu, erlendra ferðamanna. Þegar rykið hefur nú sest þá blasir við að áhyggjur af verðbólgu og krónunni beinast allar að niðurstöðu kjarasamninga sem fram undan eru. Markaðurinn sem og heimilin eru óttaslegin yfir herskáum yfirlýsingum verkalýðshreyfingarinnar sem virðast í grunninn hafna helstu grundvallarlögmálum hagfræðinnar og engin leið að sjá annað í spilunum en verðbólgu og gengisfall verði kröfugerðir þeirra samþykktar. Þótt engir kjarasamningar hafi verið undirritaðir enn, er herkostnaðurinn af stríðsyfirlýsingum verkalýðsforystunnar byrjaður að telja. Miðað við að ný óverðtryggð íbúðalán séu að jafnaði til þriggja ára, er aukinn kostnaður þeirra heimila sem tóku óverðtryggð íbúðalán í nóvembermánuði síðastliðnum 600 milljónir króna vegna hækkunar vaxta á árinu, eða rúmlega 7 milljarðar króna á ársgrundvelli. Fyrir 40 milljóna króna jafngreiðslulán til 25 ára, er mánaðarleg greiðslubyrði slíks láns 26 þúsund krónum hærri á mánuði nú en í byrjun árs. Á endanum eru það heimilin sem borga fyrir óábyrga kjarasamninga. Ljóst er að mestu kjarabætur almennings eru að niðurstaða kjarasamninga muni stuðla að lægri vöxtum og lægri verðbólgu. Vonandi næst sátt um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Í viðtalsþættinum „Sprengisandi“ í nóvember síðastliðnum lét Már Guðmundsson seðlabankastjóri þau orð falla að hann teldi að ef samið yrði um hóflegar kauphækkanir í komandi kjarasamningum, „gætu vextir á Íslandi einungis farið á eina leið sem væri niður“. Ummæli seðlabankastjóra ætti ekki að túlka sem persónulegt loforð hans um að lækka vexti hagi aðilar vinnumarkaðarins sér skikkanlega, heldur lýsa þau einfaldlega efnahagslegri stöðu íslenska hagkerfisins, að því gefnu að kjarasamningum verði háttað hér með svipuðum hætti og í nágrannalöndum okkar. Þótt annað mætti lesa úr þeim barlóm sem oft yfirgnæfir umræðuna á Íslandi, er landið í efnahagslegu tilliti stórt útgildi í alþjóðlegum samanburði. Meginútflutningsatvinnuvegir þjóðarinnar byggjast á hreinni orku, prótíni og náttúrufegurð og virðist fátt benda til annars en að eftirspurn eftir útflutningi okkar fari vaxandi, jafnvel þótt hægja muni á heimsbúskapnum. Á sama tíma skulda ríkissjóður, fyrirtæki og heimili lítið í alþjóðlegum samanburði, og viðskiptaafgangur hefur verið og mun að líkindum áfram verða ríflegur. Þjóðarbúið á meiri eignir erlendis en skuldir og hátt í fimmtung tekna flestra launþega rennur í dag inn í lífeyrissjóðskerfið. Sett í samhengi við stöðu hagkerfisins þarf sú þróun sem hefur átt sér stað á verðtryggðum lánskjörum ríkissjóðs undanfarin ár ekki að koma á óvart en frá 2016 hafa langtímavextir verðtryggðra ríkisbréfa meira en helmingast, úr rúmlega 3% í innan við 1,5%. Þótt þeir vextir séu enn nokkuð hærri en flestra annarra vestrænna ríkja, endurspeglar lækkun langtímavaxta allt í senn hátt sparnaðarstig, lágt skuldastig og væntingar um að vöxtur hagkerfisins verði mun hóflegri horft fram á veginn en á undanförnum árum. Þrátt fyrir þessar hagfelldu aðstæður hefur mikið umrót verið á innlendum fjármálamörkuðum á þessu ári og einkum seinustu mánuði. Þrír þættir hafa knúið umrótið áfram: Áhyggjur af kjarasamningum, áhyggjur af rekstri flugfélagsins WOW og áhyggjur sem kviknuðu í sumar um að ferðamönnum til landsins gæti verið byrjað að fækka. Birtingarmyndin hefur verið talsverð lækkun á gengi krónunnar á síðari hluta ársins sem og hækkun langtíma verðbólguálags á skuldabréfamarkaði, sem kemur fram í hækkun langtímanafnvaxta, bæði í óverðtryggðum lánskjörum ríkissjóðs og ekki síður í hækkun fastra óverðtryggðra húsnæðisvaxta heimila. Á árinu hafa fastir óverðtryggðir íbúðalánavextir hækkað hátt í 1% að jafnaði og eru í dag á bilinu 6,8% til 7,4% sem er ótrúlega hátt í árferði sem ætti að gefa tilefni til mun lægri vaxta. Þrátt fyrir þessa háu vexti hefur orðið sprenging undanfarna mánuði í bæði veitingu nýrra óverðtryggðra íbúðalána sem og uppgreiðslu verðtryggðra lána hjá innlendum lánastofnunum. Um sannkallaða „U-beygju“ er að ræða; á fyrstu mánuðum ársins voru ný íbúðalán nær öll verðtryggð en nú á seinustu mánuðum ársins eru nær öll ný lán óverðtryggð með föstum vöxtum. Heimilin virðast því í auknum mæli óttast vaxandi verðbólgu. Hvað veldur þessum áhyggjum nú? Áhyggjur af örlögum WOW air hafa snarminnkað síðustu vikur og vöxtur virðist áfram vera í komum, og einkum eyðslu, erlendra ferðamanna. Þegar rykið hefur nú sest þá blasir við að áhyggjur af verðbólgu og krónunni beinast allar að niðurstöðu kjarasamninga sem fram undan eru. Markaðurinn sem og heimilin eru óttaslegin yfir herskáum yfirlýsingum verkalýðshreyfingarinnar sem virðast í grunninn hafna helstu grundvallarlögmálum hagfræðinnar og engin leið að sjá annað í spilunum en verðbólgu og gengisfall verði kröfugerðir þeirra samþykktar. Þótt engir kjarasamningar hafi verið undirritaðir enn, er herkostnaðurinn af stríðsyfirlýsingum verkalýðsforystunnar byrjaður að telja. Miðað við að ný óverðtryggð íbúðalán séu að jafnaði til þriggja ára, er aukinn kostnaður þeirra heimila sem tóku óverðtryggð íbúðalán í nóvembermánuði síðastliðnum 600 milljónir króna vegna hækkunar vaxta á árinu, eða rúmlega 7 milljarðar króna á ársgrundvelli. Fyrir 40 milljóna króna jafngreiðslulán til 25 ára, er mánaðarleg greiðslubyrði slíks láns 26 þúsund krónum hærri á mánuði nú en í byrjun árs. Á endanum eru það heimilin sem borga fyrir óábyrga kjarasamninga. Ljóst er að mestu kjarabætur almennings eru að niðurstaða kjarasamninga muni stuðla að lægri vöxtum og lægri verðbólgu. Vonandi næst sátt um það.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar