Veitingamaður Braggans ósáttur við „óábyrga umræðu stjórnmálamanna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2019 19:28 Bragginn er afar umdeildur. Vísir/Vilhelm Daði Agnarsson veitingamaður á Bragganum í Nauthólsvík gagnrýnir „óvægna umræðu“ minnihlutans í borgarstjórn um Braggann. Hann segir orðræðu ákveðinna borgarfulltrúa hafa m.a. gert það að verkum að starfsfólk Braggans þurfi sífellt að afsaka vinnustað sinn. Framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík og aðrar byggingar í grennd við hann fóru um 350 milljónir fram úr áætlun borgarinnar, eins og frægt er orðið. Borgarfulltrúar minnihlutans í borgarstjórn hafa verið afar harðorðir í garð meirihlutans vegna framúrkeyrslunnar og nú síðast lögðu fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins til að málinu verði vísað til héraðssaksóknara.Afsakar ekki bruðlið Daði tjáir sig um málið í Facebook-færslu sem hann birti í dag. Hann segist sjálfur hafa „óbeit á bruðli“ og tekur sérstaklega fram að hann hyggist ekki afsaka framúrkeyrsluna við framkvæmd Braggans. Hins vegar vilji hann nefna nokkra hluti í tengslum við málið sem hann telur hafa verið hlunnfarna í umræðunni. „Ég er ekki að afsaka framkvæmd, kostnað eða skipulag Reykjavíkurborgar í þessu máli. Þvert á móti finnst mér að umræðan ætti að snúast um rétta hluti, hluti sem kosnir fulltrúar hafa á undanförnum mánuðum afbakað og skælt og sér í lagi Vigdís Hauksdóttir.“ Í því samhengi bendir Daði á að Bragginn sé aðeins eitt hús af þremur ásamt lóðum. „Þetta eru því Bragginn, frumkvöðlasetur, náðhús og tengibyggingar ásamt lóðum sem málið snýst um, ekki “bara” einhver braggi. Ég býð hverjum sem hefur áhuga á að koma og skoða húsin og lóðirnar til að gera það. Sjá hversu viðamikið þetta verkefni er,“ skrifar Daði. Starfsmenn neyðast til að svara fyrir „óábyrga umræðu stjórnmálamanna“ Þá segir hann áðurnefnda Vigdísi borgarfulltrúa Miðflokksins, Eyþór Arnalds borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og aðra í minnihlutanum halda á lofti „óábyrgri umræðu“, til að mynda með því að lýsa Bragganum sem „kofaskrifli“. Orðræða minnihlutans geri það jafnframt að verkum að starfsfólk Braggans þurfi sífellt að afsaka vinnustað sinn. „Þetta er fólk sem þarf að svara fyrir mistök annara, svara fyrir óábyrga umræðu stjórnmálamanna og reyna að útskýra að hvorki þau né þeir aðilar sem koma að rekstri Braggans Bar & Bistró hafa ekkert með þann kostnað, framkvæmdir eða annað sem misfórst í byggingu húsana að gera.“Færslu Daða má nálgast í heild hér að neðan. Borgarstjórn Braggamálið Veitingastaðir Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35 Minnist þess ekki að framúrkeyrslumálum hafi verið vísað til héraðssaksóknara Hátt í tíu nýleg dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi farið fram úr áætlunum við framkvæmdir. Borgarstjóri segir framúrkeyrsluna vegna framkvæmda við Braggans í Nauthólsvík hins vegar frávik. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er undrandi á tillögu um að vísa málinu til héraðssaksóknara. 13. janúar 2019 19:00 Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknara Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara. 10. janúar 2019 15:21 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Daði Agnarsson veitingamaður á Bragganum í Nauthólsvík gagnrýnir „óvægna umræðu“ minnihlutans í borgarstjórn um Braggann. Hann segir orðræðu ákveðinna borgarfulltrúa hafa m.a. gert það að verkum að starfsfólk Braggans þurfi sífellt að afsaka vinnustað sinn. Framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík og aðrar byggingar í grennd við hann fóru um 350 milljónir fram úr áætlun borgarinnar, eins og frægt er orðið. Borgarfulltrúar minnihlutans í borgarstjórn hafa verið afar harðorðir í garð meirihlutans vegna framúrkeyrslunnar og nú síðast lögðu fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins til að málinu verði vísað til héraðssaksóknara.Afsakar ekki bruðlið Daði tjáir sig um málið í Facebook-færslu sem hann birti í dag. Hann segist sjálfur hafa „óbeit á bruðli“ og tekur sérstaklega fram að hann hyggist ekki afsaka framúrkeyrsluna við framkvæmd Braggans. Hins vegar vilji hann nefna nokkra hluti í tengslum við málið sem hann telur hafa verið hlunnfarna í umræðunni. „Ég er ekki að afsaka framkvæmd, kostnað eða skipulag Reykjavíkurborgar í þessu máli. Þvert á móti finnst mér að umræðan ætti að snúast um rétta hluti, hluti sem kosnir fulltrúar hafa á undanförnum mánuðum afbakað og skælt og sér í lagi Vigdís Hauksdóttir.“ Í því samhengi bendir Daði á að Bragginn sé aðeins eitt hús af þremur ásamt lóðum. „Þetta eru því Bragginn, frumkvöðlasetur, náðhús og tengibyggingar ásamt lóðum sem málið snýst um, ekki “bara” einhver braggi. Ég býð hverjum sem hefur áhuga á að koma og skoða húsin og lóðirnar til að gera það. Sjá hversu viðamikið þetta verkefni er,“ skrifar Daði. Starfsmenn neyðast til að svara fyrir „óábyrga umræðu stjórnmálamanna“ Þá segir hann áðurnefnda Vigdísi borgarfulltrúa Miðflokksins, Eyþór Arnalds borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og aðra í minnihlutanum halda á lofti „óábyrgri umræðu“, til að mynda með því að lýsa Bragganum sem „kofaskrifli“. Orðræða minnihlutans geri það jafnframt að verkum að starfsfólk Braggans þurfi sífellt að afsaka vinnustað sinn. „Þetta er fólk sem þarf að svara fyrir mistök annara, svara fyrir óábyrga umræðu stjórnmálamanna og reyna að útskýra að hvorki þau né þeir aðilar sem koma að rekstri Braggans Bar & Bistró hafa ekkert með þann kostnað, framkvæmdir eða annað sem misfórst í byggingu húsana að gera.“Færslu Daða má nálgast í heild hér að neðan.
Borgarstjórn Braggamálið Veitingastaðir Tengdar fréttir Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35 Minnist þess ekki að framúrkeyrslumálum hafi verið vísað til héraðssaksóknara Hátt í tíu nýleg dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi farið fram úr áætlunum við framkvæmdir. Borgarstjóri segir framúrkeyrsluna vegna framkvæmda við Braggans í Nauthólsvík hins vegar frávik. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er undrandi á tillögu um að vísa málinu til héraðssaksóknara. 13. janúar 2019 19:00 Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknara Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara. 10. janúar 2019 15:21 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35
Minnist þess ekki að framúrkeyrslumálum hafi verið vísað til héraðssaksóknara Hátt í tíu nýleg dæmi eru um að Reykjavíkurborg hafi farið fram úr áætlunum við framkvæmdir. Borgarstjóri segir framúrkeyrsluna vegna framkvæmda við Braggans í Nauthólsvík hins vegar frávik. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga er undrandi á tillögu um að vísa málinu til héraðssaksóknara. 13. janúar 2019 19:00
Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknara Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara. 10. janúar 2019 15:21