Ritskoðunarkrafa og margvísleg viðbrögð við henni Gísli Gunnarsson skrifar 24. janúar 2019 07:30 Í Fréttablaðinu 17. janúar sl. birtist grein eftir Láru Magnúsardóttur sem bar heitið „Um gildar ástæður gyðingaofsókna og Vísindavef Háskóla Íslands“. Þar var til umræðu grein sem ég skrifaði fyrir Vísindavef Háskóla Íslands 2001, eða fyrir tæpum 18 árum. Heiti Vísindavefsgreinarinnar var: „Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar“ Tilefni þess að grein þessi er til umræðu var beiðni bandarísks háskólakennara um að hún yrði fjarlægð af Vísindavefnum. Beiðnin mun hafa borist seint í desember sl. og ítrekuð nú í janúar. Í öll þessi ár frá birtingu greinarinnar í maí 2001 hefur slík beiðni aldrei borist fyrr. Í ljós kom og að sú sem beiðnina kom með, vildi ekki að ég sæi hana eða rökin fyrir því að hún yrði fjarlægð, sbr. bréf hennar til fjölmiðla íslenskra 11. janúar sl. en þar mótmælti hún að ritstjórn vefsins hafði sýnt mér, höfundinum, beiðnina um að greinin yrði fjarlægð. Ritstjórnin taldi hins vegar skyldu sína að segja mér frá þessari sérstöku beiðni og gerði það með tölvupósti 9. janúar sl. Hins vegar sá ég engin rök fyrir því að greinin yrði fjarlægð á þessu stigi málsins enda voru þau sögð vera trúnaðarmál. Mér brá því að sjá beiðnina. Ég skýrði því frá henni samdægurs með færslu á síðu minni á „facebook“. Þessi færsla vakti mjög mikla athygli, rúmlega 200 manns lýstu skoðun sinni á henni, nær allir fordæmdu á einn veg eða annan þessa beiðni um ritskoðun. Á netinu skýrðu fjölmiðlar frá beiðninni. Þegar hér var komið var ekki lengur fært að þegja um rökin fyrir beiðninni og las ég þau um kvöldið 11. janúar. Ég sá strax að auðvelt yrði að endurskoða greinina til að mæta helstu efnisatriðum í beiðni kröfuhafa og sendi ég viðkomandi tölvupóst þar sem ég skýrði frá fyrirhugaðri efnisendurskoðun. Raunar er fátt eðlilegra en að endurskoða of stuttar 18 ára gamlar greinar! Daginn eftir, 12. janúar, barst mér í tölvupósti svar þar sem viðkomandi háskólakennari vestanhafs lýsti sig ánægðan með þennan framgangsmáta. Ég hóf þá endurritunina sem lauk 14. janúar og sem birtist á Vísindavefnum að morgni 15. janúar. Endurritunin fólst einkum í tvennu. Ég fjarlægði nokkur orð í fyrsta hluta greinarinnar sem auðveldlega mátti misskilja og setti önnur í staðinn, orð sem ekki gátu sært. Sá efnishluti var þar að öðru leyti óbreyttur. En einnig bætti ég við nýju efni í síðasta hlutanum þar sem ég taldi að ég hefði ekki gert tímanum frá 18. öld nógu góð skil í upphaflegu greininni. Ég tel að með þessari nýju útgáfu greinarinnar hafi öllum kröfum háskólakennarans bandaríska verið tekið sómasamlega. Er það og álit þeirra sem greinina hafa lesið í nýja forminu. En það er óneitanlega undarlegt hver framgangsmátinn í umræddri kröfu var. Hvers vegna hafði umræddur kvörtunaraðili ekki beint samband við mig og hvers vegna mátti ég ekki sjá beiðni hennar? Lára Magnúsardóttir víkur nokkuð að Vísindavefsgreininni frá 2001 en hefur augsýnilega ekki lesið greinina í núverandi formi. Var henni þó bent á þetta en hún hafði það að engu. Í framhaldi af því fer hún að velta fyrir sér ýmsu um mig sem fræðimann og áhugamann um stjórnmál. Allt eru þetta sértækar ályktanir hennar sem eru í meginatriðum rangar, ég þekki mig ekki hvorki sem fræðimann né áhugamann um samfélag okkar í ímyndunarveruleika hennar. Nenni ég því ég ekki að elta ólar við þær í smáatriðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 17. janúar sl. birtist grein eftir Láru Magnúsardóttur sem bar heitið „Um gildar ástæður gyðingaofsókna og Vísindavef Háskóla Íslands“. Þar var til umræðu grein sem ég skrifaði fyrir Vísindavef Háskóla Íslands 2001, eða fyrir tæpum 18 árum. Heiti Vísindavefsgreinarinnar var: „Hvers vegna hafa Gyðingar verið ofsóttir í gegnum aldirnar“ Tilefni þess að grein þessi er til umræðu var beiðni bandarísks háskólakennara um að hún yrði fjarlægð af Vísindavefnum. Beiðnin mun hafa borist seint í desember sl. og ítrekuð nú í janúar. Í öll þessi ár frá birtingu greinarinnar í maí 2001 hefur slík beiðni aldrei borist fyrr. Í ljós kom og að sú sem beiðnina kom með, vildi ekki að ég sæi hana eða rökin fyrir því að hún yrði fjarlægð, sbr. bréf hennar til fjölmiðla íslenskra 11. janúar sl. en þar mótmælti hún að ritstjórn vefsins hafði sýnt mér, höfundinum, beiðnina um að greinin yrði fjarlægð. Ritstjórnin taldi hins vegar skyldu sína að segja mér frá þessari sérstöku beiðni og gerði það með tölvupósti 9. janúar sl. Hins vegar sá ég engin rök fyrir því að greinin yrði fjarlægð á þessu stigi málsins enda voru þau sögð vera trúnaðarmál. Mér brá því að sjá beiðnina. Ég skýrði því frá henni samdægurs með færslu á síðu minni á „facebook“. Þessi færsla vakti mjög mikla athygli, rúmlega 200 manns lýstu skoðun sinni á henni, nær allir fordæmdu á einn veg eða annan þessa beiðni um ritskoðun. Á netinu skýrðu fjölmiðlar frá beiðninni. Þegar hér var komið var ekki lengur fært að þegja um rökin fyrir beiðninni og las ég þau um kvöldið 11. janúar. Ég sá strax að auðvelt yrði að endurskoða greinina til að mæta helstu efnisatriðum í beiðni kröfuhafa og sendi ég viðkomandi tölvupóst þar sem ég skýrði frá fyrirhugaðri efnisendurskoðun. Raunar er fátt eðlilegra en að endurskoða of stuttar 18 ára gamlar greinar! Daginn eftir, 12. janúar, barst mér í tölvupósti svar þar sem viðkomandi háskólakennari vestanhafs lýsti sig ánægðan með þennan framgangsmáta. Ég hóf þá endurritunina sem lauk 14. janúar og sem birtist á Vísindavefnum að morgni 15. janúar. Endurritunin fólst einkum í tvennu. Ég fjarlægði nokkur orð í fyrsta hluta greinarinnar sem auðveldlega mátti misskilja og setti önnur í staðinn, orð sem ekki gátu sært. Sá efnishluti var þar að öðru leyti óbreyttur. En einnig bætti ég við nýju efni í síðasta hlutanum þar sem ég taldi að ég hefði ekki gert tímanum frá 18. öld nógu góð skil í upphaflegu greininni. Ég tel að með þessari nýju útgáfu greinarinnar hafi öllum kröfum háskólakennarans bandaríska verið tekið sómasamlega. Er það og álit þeirra sem greinina hafa lesið í nýja forminu. En það er óneitanlega undarlegt hver framgangsmátinn í umræddri kröfu var. Hvers vegna hafði umræddur kvörtunaraðili ekki beint samband við mig og hvers vegna mátti ég ekki sjá beiðni hennar? Lára Magnúsardóttir víkur nokkuð að Vísindavefsgreininni frá 2001 en hefur augsýnilega ekki lesið greinina í núverandi formi. Var henni þó bent á þetta en hún hafði það að engu. Í framhaldi af því fer hún að velta fyrir sér ýmsu um mig sem fræðimann og áhugamann um stjórnmál. Allt eru þetta sértækar ályktanir hennar sem eru í meginatriðum rangar, ég þekki mig ekki hvorki sem fræðimann né áhugamann um samfélag okkar í ímyndunarveruleika hennar. Nenni ég því ég ekki að elta ólar við þær í smáatriðum.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar