Dæmdur fyrir að sauma heróín á hvolpa Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 07:41 Maðurinn ræktaði hundana sjálfur, án tilskilinna leyfa, á búgarði sínum í Medellín. Fíkniefnaeftirlit Bandaríkjanna Kólumbískur dýralæknir var á miðvikudag dæmdur til 72 mánaða fangelsisvistar í Bandaríkjunum fyrir dýraníð og eiturlyfjasmygl. Maðurinn, Andres Lopez Elorez, er sagður hafa saumað poka fulla af heróíní, sem var í vökvaformi, við hvolpa sem flytja átti til Bandaríkjanna. Málið á sér langan aðdraganda. Elorez er talinn hafa byrjað að framkvæma aðgerðirnar á dýralæknastofu sinni í kolumbísku borginni Medellín í september árið 2004. Hundana ræktaði hann sjálfur á búgarði sínum og saumaði á maga þeirra poka fulla af fíkniefninu allt fram í ársbyrjun 2015. Þá höfðu yfirvöld fengið veður af starfsemi hans og réðust í húsleit á búgarðinum. Þar fundu lögreglumenn 17 poka af heróíni, næstum þrjú kíló, og var þegar búið að sauma 10 poka á hvolpa. Þrátt fyrir að lögreglumönnum hafi tekist að losa pokana af öllum hvolpunum eru þrír þeirra sagðir hafa fengið sýkingu í sár sín og látist skömmu síðar. Elorez sjálfum tókst hins vegar að sleppa og hélt til Spánar. Þar fór hann huldu höfði allt fram til 2015 þegar lögreglumenn höfðu loks hendur í hári hans. Þremur árum síðar var samþykkt að framselja hann til Bandaríkjanna þar sem hann var leiddur fyrir dómara í New York. Hann dæmdi Elorez til 72 mánaða fangelsisvistar sem fyrr segir en að henni lokinni verður hann aftur sendur til Kólumbíu. Hér að neðan má sjá umfjöllun bandarísku ABC-sjónvarpsstöðvarinnar í New Orleans um málið. Bandaríkin Dýr Kólumbía Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Kólumbískur dýralæknir var á miðvikudag dæmdur til 72 mánaða fangelsisvistar í Bandaríkjunum fyrir dýraníð og eiturlyfjasmygl. Maðurinn, Andres Lopez Elorez, er sagður hafa saumað poka fulla af heróíní, sem var í vökvaformi, við hvolpa sem flytja átti til Bandaríkjanna. Málið á sér langan aðdraganda. Elorez er talinn hafa byrjað að framkvæma aðgerðirnar á dýralæknastofu sinni í kolumbísku borginni Medellín í september árið 2004. Hundana ræktaði hann sjálfur á búgarði sínum og saumaði á maga þeirra poka fulla af fíkniefninu allt fram í ársbyrjun 2015. Þá höfðu yfirvöld fengið veður af starfsemi hans og réðust í húsleit á búgarðinum. Þar fundu lögreglumenn 17 poka af heróíni, næstum þrjú kíló, og var þegar búið að sauma 10 poka á hvolpa. Þrátt fyrir að lögreglumönnum hafi tekist að losa pokana af öllum hvolpunum eru þrír þeirra sagðir hafa fengið sýkingu í sár sín og látist skömmu síðar. Elorez sjálfum tókst hins vegar að sleppa og hélt til Spánar. Þar fór hann huldu höfði allt fram til 2015 þegar lögreglumenn höfðu loks hendur í hári hans. Þremur árum síðar var samþykkt að framselja hann til Bandaríkjanna þar sem hann var leiddur fyrir dómara í New York. Hann dæmdi Elorez til 72 mánaða fangelsisvistar sem fyrr segir en að henni lokinni verður hann aftur sendur til Kólumbíu. Hér að neðan má sjá umfjöllun bandarísku ABC-sjónvarpsstöðvarinnar í New Orleans um málið.
Bandaríkin Dýr Kólumbía Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira