Ár lotukerfisins Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. febrúar 2019 08:00 Í lotukerfinu er að finna mikilfenglega frásögn,“ sagði Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), í París í síðustu viku þegar hátíðarhöldum í tilefni af 150 ára afmæli lotukerfisins var ýtt úr vör. Hún bætti við: „Markmið þessarar sögu er að hjálpa okkur að skilja innsta eðli allra hluta.“ Árið 2019 er alþjóðlegt ár lotukerfisins. Flest þekkjum við lotukerfið – þessa undarlegu kassaröð sem hékk á vegg í skólastofunni sem stolt yfirlýsing um að hér væru sannarlega vísindi stunduð – en fæst höfum við freistað þess að raunverulega skilja skammstafanirnar, loturnar og gildisrafeindirnar sem mynda grundvöll þessa sögulega afreks mannsandans sem lotukerfi Rússans Dmítrí Mendelejev er. Það er engin skömm að því. En allir, þá sérstaklega þau ungmenni sem nú sitja á skólabekk og virða fyrir sér lotukerfið ýmist af undrun eða fyrirlitningu, ættu að fá tækifæri til fræðast um og upplifa þá einstöku auðmýkt sem lotukerfið framkallar þegar það er skoðað í heild sinni. Því hin ókláraða saga sem Azoulay vísaði til er sannarlega mikilfengleg. Frásögnin, eins og er sögð í lotukerfi samtímans, segir okkur frá því hvernig vetni, helíum og tiltölulega lítið af líþíni mynduðust við þúsund milljarða gráðu hita, örfáum sekúndum eftir Miklahvell; hvernig öll frumefni léttari en járn myndast í kjarnasamruna í hjarta sólstjarna, og dreifast um alheiminn þegar dauðvona stjörnur þeyta ytri lögum sínum út í svartnættið; hvernig öll þyngri frumefni verða til í samruna í sprengistjörnum. Saga þessi er endurskrifuð í sífellu. Efnasamsetning alheimsins – skoðuð á nægilega löngum tímakvarða – er síbreytileg. Um leið er sagan sem lotukerfið segir okkur ekki aðeins saga aðgreiningar og flokkunar. Í lotukerfinu er að finna þá þekkingu sem þarf til að sameina frumefnin, í göfugum jafnt sem skelfilegum tilgangi. Í lotukerfinu finnum við bæði uppskriftina að lífsnauðsynlegum lyfjum og efnavopnum. Í þessari einföldu töflu endurspeglast bæði eiginleiki mannskepnunnar til að láta gott af sér leiða og sá ljótleiki sem oft virðist einkenna tegundina okkar. Breski heimspekingurinn Bertrand Russell komst að þeirri vafasömu niðurstöðu eftir að hafa kynnt sér eiginleika joðs og áhrif efnisins, eða skort þess í líkamanum, á gáfnafar einstaklinga, að ómögulegt væri að aðskilja sálina frá líkamlegum ferlum. Þannig væri andlegt líf mannskepnunnar, heilsa hennar og allur sá harmur sem hún upplifir í raun ekkert nema lotukerfið. Þrátt fyrir djúpstæða þekkingu á frumefnum og efnasamsetningu heimsins, þá er augljóslega margt sem við vitum ekki. Ekki er hægt að ímynda sér heppilegri tímasetningu til að virkja forvitni og kraft þeirra sem nú sitja á skólabekk til að finna þessi svör en einmitt á ári lotukerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Sjá meira
Í lotukerfinu er að finna mikilfenglega frásögn,“ sagði Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), í París í síðustu viku þegar hátíðarhöldum í tilefni af 150 ára afmæli lotukerfisins var ýtt úr vör. Hún bætti við: „Markmið þessarar sögu er að hjálpa okkur að skilja innsta eðli allra hluta.“ Árið 2019 er alþjóðlegt ár lotukerfisins. Flest þekkjum við lotukerfið – þessa undarlegu kassaröð sem hékk á vegg í skólastofunni sem stolt yfirlýsing um að hér væru sannarlega vísindi stunduð – en fæst höfum við freistað þess að raunverulega skilja skammstafanirnar, loturnar og gildisrafeindirnar sem mynda grundvöll þessa sögulega afreks mannsandans sem lotukerfi Rússans Dmítrí Mendelejev er. Það er engin skömm að því. En allir, þá sérstaklega þau ungmenni sem nú sitja á skólabekk og virða fyrir sér lotukerfið ýmist af undrun eða fyrirlitningu, ættu að fá tækifæri til fræðast um og upplifa þá einstöku auðmýkt sem lotukerfið framkallar þegar það er skoðað í heild sinni. Því hin ókláraða saga sem Azoulay vísaði til er sannarlega mikilfengleg. Frásögnin, eins og er sögð í lotukerfi samtímans, segir okkur frá því hvernig vetni, helíum og tiltölulega lítið af líþíni mynduðust við þúsund milljarða gráðu hita, örfáum sekúndum eftir Miklahvell; hvernig öll frumefni léttari en járn myndast í kjarnasamruna í hjarta sólstjarna, og dreifast um alheiminn þegar dauðvona stjörnur þeyta ytri lögum sínum út í svartnættið; hvernig öll þyngri frumefni verða til í samruna í sprengistjörnum. Saga þessi er endurskrifuð í sífellu. Efnasamsetning alheimsins – skoðuð á nægilega löngum tímakvarða – er síbreytileg. Um leið er sagan sem lotukerfið segir okkur ekki aðeins saga aðgreiningar og flokkunar. Í lotukerfinu er að finna þá þekkingu sem þarf til að sameina frumefnin, í göfugum jafnt sem skelfilegum tilgangi. Í lotukerfinu finnum við bæði uppskriftina að lífsnauðsynlegum lyfjum og efnavopnum. Í þessari einföldu töflu endurspeglast bæði eiginleiki mannskepnunnar til að láta gott af sér leiða og sá ljótleiki sem oft virðist einkenna tegundina okkar. Breski heimspekingurinn Bertrand Russell komst að þeirri vafasömu niðurstöðu eftir að hafa kynnt sér eiginleika joðs og áhrif efnisins, eða skort þess í líkamanum, á gáfnafar einstaklinga, að ómögulegt væri að aðskilja sálina frá líkamlegum ferlum. Þannig væri andlegt líf mannskepnunnar, heilsa hennar og allur sá harmur sem hún upplifir í raun ekkert nema lotukerfið. Þrátt fyrir djúpstæða þekkingu á frumefnum og efnasamsetningu heimsins, þá er augljóslega margt sem við vitum ekki. Ekki er hægt að ímynda sér heppilegri tímasetningu til að virkja forvitni og kraft þeirra sem nú sitja á skólabekk til að finna þessi svör en einmitt á ári lotukerfisins.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar