Samtal um snjallsíma Valgerður Sigurðarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 07:00 Það er mikilvægt að við hefjum af alvöru samtalið um góða og slæma notkun snjallsíma á skólatíma í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Hvað vilja nemendur, kennarar og foreldrar? Á borgarstjórnarfundi í dag verður flutt tillaga Sjálfstæðisflokksins um stýringu á notkun snjallsíma í skólum. Lagt er til að skóla- og frístundasviði verði falið að vinna að útfærslu á því hvernig hægt er að stýra notkun snjallsíma á skólatíma. Markmiðið væri að ýta undir betri notkun og koma í veg fyrir truflandi áhrif þegar á kennslu stendur. Reykjavíkurborg væri með því að taka ábyrga afstöðu um notkun snjallsíma barna og ungmenna. Skólastarf verður alltaf undir áhrifum tækniþróunar, sem er gott mál, enda mikilvægt að nýta tækni við kennslu. Það þarf hins vegar að finna hið gullna jafnvægi milli gagnlegrar og truflandi notkunar. Verkefni skólanna er m.a. að auka félagsfærni, námsgetu og þátttöku barna í skólastarfinu, tæknin getur bæði stutt við það en líka dregið úr. Við berum okkur gjarnan saman við önnur lönd og lítum þá oft til Norðurlanda. Þar eru mun strangari reglur varðandi notkun síma á skólatíma en við þekkjum. Símar eru almennt ekki leyfðir í kennslustundum. Flestir skólar nota „símahótel“, þ.e. kassa með hólfum og þangað fara allir símar og kassinn læstur þar til skóladegi lýkur. Það eru um 7 ár síðan byrjað var að nota „hótelin“ og eru áhrifin almennt talin mjög jákvæð á nemendur og kennslu. Við þurfum þó ekki að leita út fyrir landsteinana til þess að sjá góðan árangur af því að takmarka snjallsíma á skólatíma. Varmárskóli hefur t.a.m. ekki leyft snjallsíma og hefur skólabragurinn tekið breytingum til hins betra. Kennarar hafa svigrúm til að tengja notkun snjallsíma við námsefnið og það hefur gefið góða raun. Fleiri skólar og sveitarfélög hér á landi hafa verið að vinna að sambærilegum verkefnum. Mikilvægt er að skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar fái frjálsar hendur til að útfæra reglur varðandi notkun snjallsíma á skólatíma. Útfærslan verður að vera unnin í fullu samráði við skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra. Því er brýnt að hefja samtal á milli allra aðila skólastarfinu öllum til heilla.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að við hefjum af alvöru samtalið um góða og slæma notkun snjallsíma á skólatíma í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Hvað vilja nemendur, kennarar og foreldrar? Á borgarstjórnarfundi í dag verður flutt tillaga Sjálfstæðisflokksins um stýringu á notkun snjallsíma í skólum. Lagt er til að skóla- og frístundasviði verði falið að vinna að útfærslu á því hvernig hægt er að stýra notkun snjallsíma á skólatíma. Markmiðið væri að ýta undir betri notkun og koma í veg fyrir truflandi áhrif þegar á kennslu stendur. Reykjavíkurborg væri með því að taka ábyrga afstöðu um notkun snjallsíma barna og ungmenna. Skólastarf verður alltaf undir áhrifum tækniþróunar, sem er gott mál, enda mikilvægt að nýta tækni við kennslu. Það þarf hins vegar að finna hið gullna jafnvægi milli gagnlegrar og truflandi notkunar. Verkefni skólanna er m.a. að auka félagsfærni, námsgetu og þátttöku barna í skólastarfinu, tæknin getur bæði stutt við það en líka dregið úr. Við berum okkur gjarnan saman við önnur lönd og lítum þá oft til Norðurlanda. Þar eru mun strangari reglur varðandi notkun síma á skólatíma en við þekkjum. Símar eru almennt ekki leyfðir í kennslustundum. Flestir skólar nota „símahótel“, þ.e. kassa með hólfum og þangað fara allir símar og kassinn læstur þar til skóladegi lýkur. Það eru um 7 ár síðan byrjað var að nota „hótelin“ og eru áhrifin almennt talin mjög jákvæð á nemendur og kennslu. Við þurfum þó ekki að leita út fyrir landsteinana til þess að sjá góðan árangur af því að takmarka snjallsíma á skólatíma. Varmárskóli hefur t.a.m. ekki leyft snjallsíma og hefur skólabragurinn tekið breytingum til hins betra. Kennarar hafa svigrúm til að tengja notkun snjallsíma við námsefnið og það hefur gefið góða raun. Fleiri skólar og sveitarfélög hér á landi hafa verið að vinna að sambærilegum verkefnum. Mikilvægt er að skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar fái frjálsar hendur til að útfæra reglur varðandi notkun snjallsíma á skólatíma. Útfærslan verður að vera unnin í fullu samráði við skólastjórnendur, kennara, nemendur og foreldra. Því er brýnt að hefja samtal á milli allra aðila skólastarfinu öllum til heilla.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar