Veltir fyrir sér hvort hann þurfi að óttast um eigið öryggi eftir að hafa leikið Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2019 13:27 Alec Baldwin leikur Donald Trump í SNL Getty/Rosalind O'Connor Leikarinn Alec Baldwin, sem leikið hefur Donald Trump Bandaríkjaforseta, í grínþættinum Saturday Night Live, veltir því fyrir sér hvort að hlutverkið og gagnrýni Trump geri það að verkum að hann þurfi að óttast um eigið öryggi. Baldwin er reglulegur gestur í þáttunum enda líður varla vika án þess að Trump sé eitt helsta skotmark grínistanna sem standa að baki grínþáttana vinsælu, sem sýndir eru í Bandaríkjunum á laugardagskvöldum. Síðast um helgina sneri Baldwin aftur sem Trump og gerði grín að ræðu forsetans þar sem tilkynnt var að lýst yrði yfir neyðarástandi svo fjármagna mætti hinn umdeilda landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.Sjá einnig:Spyr hvort umfjöllun SNL sé lögleg eftir miskunnarlaust atriði Trump virðist vera sérstaklega viðkvæmur þegar kemur að gríni SNL í sinn garð og eftir þátt síðastliðnar helgi tísi hann um að þátturinn væri ekkert fyndinn. Ótrúlegt væri að sjónvarpsstöðvar kæmust upp með að gera stanslaust grín að Repúblikönum án afleiðinga. Bætti hann síðar við að „hinir hlutdrægu og spilltu fjölmiðlar“ væru óvinir fólksins. Var þetta ekki í fyrsta sinn sem Trump er ósáttur við SNL. Eitthvað virðist Alec Baldwin hafa tekið þetta tíst til sín og í nótt velti hann því fyrir sér, á Twitter, hvort hann þyrfti að óttast um öryggi sitt, eftir að hafa leikið Trump í þáttunum. „Ég velti því fyrir mér hvort að hvatning sitjandi forseta til fylgjenda sinna um að hlutverk mitt í sjónvarpsþætti verði til þess að ég flokkist sem óvinur fólksins geti talist sem ógnun við öryggi mínu og fjölskyldu minnar?“ skrifaði Baldwin.I wonder if a sitting President exhorting his followers that my role in a TV comedy qualifies me as an enemy of the people constitutes a threat to my safety and that of my family? — HABFoundation (@ABFalecbaldwin) February 18, 2019 Bandaríkin Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00 Trump ekki skemmt eftir nýjasta atriði SNL Svo virðist sem að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi ekki skemmt sér yfir nýjasta opnunaratriði bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live sem sýndur var á laugardaginn. 18. febrúar 2019 10:33 Spyr hvort umfjöllun SNL sé lögleg eftir miskunnarlaust atriði Svo virðist sem að síðasti þáttur bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live hafi farið í taugarnar á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 17. desember 2018 10:45 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
Leikarinn Alec Baldwin, sem leikið hefur Donald Trump Bandaríkjaforseta, í grínþættinum Saturday Night Live, veltir því fyrir sér hvort að hlutverkið og gagnrýni Trump geri það að verkum að hann þurfi að óttast um eigið öryggi. Baldwin er reglulegur gestur í þáttunum enda líður varla vika án þess að Trump sé eitt helsta skotmark grínistanna sem standa að baki grínþáttana vinsælu, sem sýndir eru í Bandaríkjunum á laugardagskvöldum. Síðast um helgina sneri Baldwin aftur sem Trump og gerði grín að ræðu forsetans þar sem tilkynnt var að lýst yrði yfir neyðarástandi svo fjármagna mætti hinn umdeilda landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.Sjá einnig:Spyr hvort umfjöllun SNL sé lögleg eftir miskunnarlaust atriði Trump virðist vera sérstaklega viðkvæmur þegar kemur að gríni SNL í sinn garð og eftir þátt síðastliðnar helgi tísi hann um að þátturinn væri ekkert fyndinn. Ótrúlegt væri að sjónvarpsstöðvar kæmust upp með að gera stanslaust grín að Repúblikönum án afleiðinga. Bætti hann síðar við að „hinir hlutdrægu og spilltu fjölmiðlar“ væru óvinir fólksins. Var þetta ekki í fyrsta sinn sem Trump er ósáttur við SNL. Eitthvað virðist Alec Baldwin hafa tekið þetta tíst til sín og í nótt velti hann því fyrir sér, á Twitter, hvort hann þyrfti að óttast um öryggi sitt, eftir að hafa leikið Trump í þáttunum. „Ég velti því fyrir mér hvort að hvatning sitjandi forseta til fylgjenda sinna um að hlutverk mitt í sjónvarpsþætti verði til þess að ég flokkist sem óvinur fólksins geti talist sem ógnun við öryggi mínu og fjölskyldu minnar?“ skrifaði Baldwin.I wonder if a sitting President exhorting his followers that my role in a TV comedy qualifies me as an enemy of the people constitutes a threat to my safety and that of my family? — HABFoundation (@ABFalecbaldwin) February 18, 2019
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00 Trump ekki skemmt eftir nýjasta atriði SNL Svo virðist sem að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi ekki skemmt sér yfir nýjasta opnunaratriði bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live sem sýndur var á laugardaginn. 18. febrúar 2019 10:33 Spyr hvort umfjöllun SNL sé lögleg eftir miskunnarlaust atriði Svo virðist sem að síðasti þáttur bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live hafi farið í taugarnar á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 17. desember 2018 10:45 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00
Trump ekki skemmt eftir nýjasta atriði SNL Svo virðist sem að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi ekki skemmt sér yfir nýjasta opnunaratriði bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live sem sýndur var á laugardaginn. 18. febrúar 2019 10:33
Spyr hvort umfjöllun SNL sé lögleg eftir miskunnarlaust atriði Svo virðist sem að síðasti þáttur bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live hafi farið í taugarnar á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 17. desember 2018 10:45