Nægir stafræn færni Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 07:00 Samhengi hlutanna er yfirleitt það að rétti fylgir skylda og að hvoru tveggja fylgir ábyrgð. Við erum iðulega minnt á þetta þegar við stöndum frammi fyrir áhugaverðum tækifærum eða áskorunum og sú er líka raunin þegar við tökumst á við stafrænan veruleika sem verður sífellt fyrirferðarmeiri í lífi okkar og starfi. Þarna eru tækifæri sem geta aukið lífsgæði okkar ef rétt er á spilum haldið. Á sama tíma og við erum að takast á við stafræna veruleikann mætum við breyttum aðstæðum á vinnumarkaði. Störf sem við höfum þekkt um árabil hverfa, önnur þróast og ný verða til. Starfsmaður framtíðarinnar þarf að mæta annars konar kröfum um færni en áður. Á lista yfir mikilvægustu færni starfsmanns framtíðarinnar má finna atriði á borð við samskipti, samstarf, tilfinningagreind, sköpun og lausnamiðaða hugsun. Áherslur á listum sem þessum gefa sterkar vísbendingar um að menntun muni felast í þjálfun á færni fremur en miðlun á svörum og utanbókarlærdómi. Kennsluumhverfi þarf að móta með þeim hætti að þessi þjálfun fari fram. Á síðustu árum höfum við séð jákvæða þróun á mörgum sviðum tengt stafrænni tækni og sannarlega hefur hún skapað tækifæri í skólastarfi líkt og annars staðar. Tækifærin felast m.a. í fjarnámi af ýmsu tagi, einstaklingsmiðuðu námi sem þýðir að hver og einn getur unnið á sínum hraða í verkefnum. Fyrirlestrar eru teknir upp svo nemendur sem ekki sækja kennslustundir geti fylgst með á netinu og jafnframt skilað þar í gegn verkefnum. Í mörgum tilfellum leysir þetta vanda og gerir einstaklingum kleift að sækja nám sem þeir ekki hefðu getað sótt með hinum hefðbundna hætti. Það er mikilvægt að við stöldrum við og rýnum með hvaða hætti þessi þróun kallast á við nauðsynlega færni starfsmanns framtíðarinnar. Námsumhverfi framtíðarinnar verður að mótast af fyrirsjáanlegum þörfum á vinnumarkaði og í því verða að skapast aðstæður sem styðja þjálfun á þeirri færni sem nauðsynleg verður. Þar er mikilvægt að horfa til þess að stafræn þróun leiði ekki til þess að nemendur fjarlægist þessar aðstæður eða fái með takmörkuðum hætti að þjálfa félagslega færni og aðra færniþætti sem varla verða, frekar en sund, þjálfaðir með lestri bóka eða spjaldtölva. Lykillinn að árangri í lífi og starfi verður áfram gjöful samskipti, samstarf, sköpun og tilfinningagreind. Á Menntadegi atvinnulífsins sem haldinn verður í Hörpu 14. febrúar verður m.a. fjallað um kennslustofu framtíðarinnar og stöðu okkar í læsi. Rétt nýting á stafrænni tækni í menntakerfinu er sameiginlegt tækifæri okkar allra. Nýtum það vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Samhengi hlutanna er yfirleitt það að rétti fylgir skylda og að hvoru tveggja fylgir ábyrgð. Við erum iðulega minnt á þetta þegar við stöndum frammi fyrir áhugaverðum tækifærum eða áskorunum og sú er líka raunin þegar við tökumst á við stafrænan veruleika sem verður sífellt fyrirferðarmeiri í lífi okkar og starfi. Þarna eru tækifæri sem geta aukið lífsgæði okkar ef rétt er á spilum haldið. Á sama tíma og við erum að takast á við stafræna veruleikann mætum við breyttum aðstæðum á vinnumarkaði. Störf sem við höfum þekkt um árabil hverfa, önnur þróast og ný verða til. Starfsmaður framtíðarinnar þarf að mæta annars konar kröfum um færni en áður. Á lista yfir mikilvægustu færni starfsmanns framtíðarinnar má finna atriði á borð við samskipti, samstarf, tilfinningagreind, sköpun og lausnamiðaða hugsun. Áherslur á listum sem þessum gefa sterkar vísbendingar um að menntun muni felast í þjálfun á færni fremur en miðlun á svörum og utanbókarlærdómi. Kennsluumhverfi þarf að móta með þeim hætti að þessi þjálfun fari fram. Á síðustu árum höfum við séð jákvæða þróun á mörgum sviðum tengt stafrænni tækni og sannarlega hefur hún skapað tækifæri í skólastarfi líkt og annars staðar. Tækifærin felast m.a. í fjarnámi af ýmsu tagi, einstaklingsmiðuðu námi sem þýðir að hver og einn getur unnið á sínum hraða í verkefnum. Fyrirlestrar eru teknir upp svo nemendur sem ekki sækja kennslustundir geti fylgst með á netinu og jafnframt skilað þar í gegn verkefnum. Í mörgum tilfellum leysir þetta vanda og gerir einstaklingum kleift að sækja nám sem þeir ekki hefðu getað sótt með hinum hefðbundna hætti. Það er mikilvægt að við stöldrum við og rýnum með hvaða hætti þessi þróun kallast á við nauðsynlega færni starfsmanns framtíðarinnar. Námsumhverfi framtíðarinnar verður að mótast af fyrirsjáanlegum þörfum á vinnumarkaði og í því verða að skapast aðstæður sem styðja þjálfun á þeirri færni sem nauðsynleg verður. Þar er mikilvægt að horfa til þess að stafræn þróun leiði ekki til þess að nemendur fjarlægist þessar aðstæður eða fái með takmörkuðum hætti að þjálfa félagslega færni og aðra færniþætti sem varla verða, frekar en sund, þjálfaðir með lestri bóka eða spjaldtölva. Lykillinn að árangri í lífi og starfi verður áfram gjöful samskipti, samstarf, sköpun og tilfinningagreind. Á Menntadegi atvinnulífsins sem haldinn verður í Hörpu 14. febrúar verður m.a. fjallað um kennslustofu framtíðarinnar og stöðu okkar í læsi. Rétt nýting á stafrænni tækni í menntakerfinu er sameiginlegt tækifæri okkar allra. Nýtum það vel.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun