Misjafnt hversu mikil eftirspurn er eftir háskólamenntuðum Ari Brynjólfsson skrifar 6. mars 2019 08:00 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Mynd/Kristinn Ingvarsson Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að nemendur séu vel upplýstir um þá möguleika sem þeir hafa að loknu námi. HÍ hefur stigið skref til að efla starfsráðgjöf og leitar leiða til að styrkja tengsl milli náms og starfsvettvangs. Fram kom í skýrslu Vinnumálastofnunar fyrir janúarmánuð að atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra hefur aukist verulega á síðustu mánuðum. Jón Atli segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að mikilvægt sé að nemendur séu vel upplýstir um þá möguleika sem þeir hafa að loknu námi. Búið sé að efla starfsráðgjöf Háskólans á undanförnum misserum, meðal annars með tilkomu Tengslatorgs sem er atvinnumiðlun fyrir stúdenta og skipulagðri dagskrá Atvinnudaga HÍ. Eftirspurnin sveiflast eftir tímabilum og fræðasviðum. „Það er misjafnt eftir fræðasviðum og tímabilum hversu mikil eftirspurn er eftir háskólamenntuðu fólki í samfélaginu. Þannig er t.d. mikil eftirspurn eftir háskólamenntuðum kennurum um þessar mundir og við erum að bregðast við því í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið,“ segir Jón Atli. „Við viljum líka undirstrika að háskólanám hefur gildi í sjálfu sér og háskólamenntað fólk skapar oft nýjar atvinnugreinar og þannig eykst eftirspurn eftir háskólamenntuðu fólki. Við sjáum líka að með fjölbreyttara hátæknisamfélagi eykst þverfræðileg samvinna milli ólíkra fræðasviða sem skapar mörg ný tækifæri fyrir háskólafólk.“ Um síðustu helgi kynntu sjö háskólar á Íslandi yfir 500 námsbrautir sem standa nemendum til boða í haust. „Á haustmisseri 2018 voru vinsælustu greinarnar hjá nýnemum í grunnnámi viðskiptafræði, sálfræði, hjúkrunarfræði, lögfræði, tölvunarfræði, lífeindafræði og félagsráðgjöf en í framhaldsnámi opinber stjórnsýsla, lögfræði, uppeldis- og menntunarfræði og læknisfræði.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikilvægt að nemendur séu vel upplýstir um þá möguleika sem þeir hafa að loknu námi. HÍ hefur stigið skref til að efla starfsráðgjöf og leitar leiða til að styrkja tengsl milli náms og starfsvettvangs. Fram kom í skýrslu Vinnumálastofnunar fyrir janúarmánuð að atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra hefur aukist verulega á síðustu mánuðum. Jón Atli segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að mikilvægt sé að nemendur séu vel upplýstir um þá möguleika sem þeir hafa að loknu námi. Búið sé að efla starfsráðgjöf Háskólans á undanförnum misserum, meðal annars með tilkomu Tengslatorgs sem er atvinnumiðlun fyrir stúdenta og skipulagðri dagskrá Atvinnudaga HÍ. Eftirspurnin sveiflast eftir tímabilum og fræðasviðum. „Það er misjafnt eftir fræðasviðum og tímabilum hversu mikil eftirspurn er eftir háskólamenntuðu fólki í samfélaginu. Þannig er t.d. mikil eftirspurn eftir háskólamenntuðum kennurum um þessar mundir og við erum að bregðast við því í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið,“ segir Jón Atli. „Við viljum líka undirstrika að háskólanám hefur gildi í sjálfu sér og háskólamenntað fólk skapar oft nýjar atvinnugreinar og þannig eykst eftirspurn eftir háskólamenntuðu fólki. Við sjáum líka að með fjölbreyttara hátæknisamfélagi eykst þverfræðileg samvinna milli ólíkra fræðasviða sem skapar mörg ný tækifæri fyrir háskólafólk.“ Um síðustu helgi kynntu sjö háskólar á Íslandi yfir 500 námsbrautir sem standa nemendum til boða í haust. „Á haustmisseri 2018 voru vinsælustu greinarnar hjá nýnemum í grunnnámi viðskiptafræði, sálfræði, hjúkrunarfræði, lögfræði, tölvunarfræði, lífeindafræði og félagsráðgjöf en í framhaldsnámi opinber stjórnsýsla, lögfræði, uppeldis- og menntunarfræði og læknisfræði.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira