Vakúmpakkaða gúrkan Sigríður María Egilsdóttir skrifar 21. mars 2019 17:00 Fyrir stuttu átti ég leið í matvöruverslun og í grænmetisdeildinni stóð ég frammi fyrir vali; hvort ætti ég að kaupa gúrku á „adamsklæðunum” eða gúrku í plastbúning í fánalitunum? Ég greip þessa í landsliðsbúningnum enda kýs ég yfirleitt íslenska framleiðslu. Þegar heim var komið og ég rétt búin að ná lambhagasalatinu úr boxinu og plastinu utan af paprikutvennunni þurfti ég að kljást við vakúmpökkuðu gúrkuna. Þeim samskiptum má helst líkja við handalögmál, en með lausa tönn og brotna nögl stóð ég þó að lokum uppi sem sigurvegari. En af hverju allt þetta plast? Í skýrslu um kolefnisspor grænmetis sem unnin var fyrir Samband Garðyrkjubænda kom m.a. fram: Í fyrsta lagi: Framleiðendur hérlendis vilja að grænmetinu sé pakkað í umbúðir svo unnt sé að tilgreina það sem íslenska afurð. Í öðru lagi: Kolefnisspor íslensks grænmetis er minna en innfluttra afurða, þrátt fyrir plastflíkurnar. Ég skil vel áhyggjur grænmetisbænda. Innlend vara er oftar en ekki dýrari en sú innflutta og ef horft væri á tvær ómerktar og allsberar gúrkur hlið við hlið, myndu sennilega flestir grípa þá ódýrari. Helsta samkeppnisforskotið felst því í upprunalandinu og þjóðarstolti. Áfram Ísland! Seinni punktur skýrslunnar afsakar þó ekki tilgangslausar umbúðir og því er mikilvægt að samtvinna sjónarmið kolefnisjöfnunar og samkeppni. Hvað með að útbúa sérstaka standa í verslunum þar sem íslensku grænmeti, í sínum náttúrulegu umbúðum, má stilla upp? Standa sem eru merktir bak og fyrir sem íslensk framleiðsla og hægt að tína til allskyns íslenskt grænmeti í merkta bréfpoka. Neytendur vilja leggja sitt að mörkum í umhverfismálum. Hér er kjörið tækifæri fyrir íslenska grænmetisbændur að auka samkeppnisforskot sitt, og samtímis afklæða íslensku gúrkuna úr plastspandexinu sem braut á mér nöglina.Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. PS. Hættið að setja tómata í ísskápinn. Þeir eiga heima við stofuhita í skjóli frá sólinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður María Egilsdóttir Umhverfismál Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu átti ég leið í matvöruverslun og í grænmetisdeildinni stóð ég frammi fyrir vali; hvort ætti ég að kaupa gúrku á „adamsklæðunum” eða gúrku í plastbúning í fánalitunum? Ég greip þessa í landsliðsbúningnum enda kýs ég yfirleitt íslenska framleiðslu. Þegar heim var komið og ég rétt búin að ná lambhagasalatinu úr boxinu og plastinu utan af paprikutvennunni þurfti ég að kljást við vakúmpökkuðu gúrkuna. Þeim samskiptum má helst líkja við handalögmál, en með lausa tönn og brotna nögl stóð ég þó að lokum uppi sem sigurvegari. En af hverju allt þetta plast? Í skýrslu um kolefnisspor grænmetis sem unnin var fyrir Samband Garðyrkjubænda kom m.a. fram: Í fyrsta lagi: Framleiðendur hérlendis vilja að grænmetinu sé pakkað í umbúðir svo unnt sé að tilgreina það sem íslenska afurð. Í öðru lagi: Kolefnisspor íslensks grænmetis er minna en innfluttra afurða, þrátt fyrir plastflíkurnar. Ég skil vel áhyggjur grænmetisbænda. Innlend vara er oftar en ekki dýrari en sú innflutta og ef horft væri á tvær ómerktar og allsberar gúrkur hlið við hlið, myndu sennilega flestir grípa þá ódýrari. Helsta samkeppnisforskotið felst því í upprunalandinu og þjóðarstolti. Áfram Ísland! Seinni punktur skýrslunnar afsakar þó ekki tilgangslausar umbúðir og því er mikilvægt að samtvinna sjónarmið kolefnisjöfnunar og samkeppni. Hvað með að útbúa sérstaka standa í verslunum þar sem íslensku grænmeti, í sínum náttúrulegu umbúðum, má stilla upp? Standa sem eru merktir bak og fyrir sem íslensk framleiðsla og hægt að tína til allskyns íslenskt grænmeti í merkta bréfpoka. Neytendur vilja leggja sitt að mörkum í umhverfismálum. Hér er kjörið tækifæri fyrir íslenska grænmetisbændur að auka samkeppnisforskot sitt, og samtímis afklæða íslensku gúrkuna úr plastspandexinu sem braut á mér nöglina.Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. PS. Hættið að setja tómata í ísskápinn. Þeir eiga heima við stofuhita í skjóli frá sólinni.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar