NPA í Reykjavík – sigur fatlaðs fólks Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 20. mars 2019 18:06 Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt nýjar reglur um notendastýrða persónulega þjónustu (NPA) sem marka afar gleðileg tímamót fyrir fatlað fólk. Samþykkt borgarstjórnar um NPA gefur ekki bara fyrirheit um aukna og fjölbreyttari velferðarþjónustu í Reykjavík, heldur felur hún í sér mikilvægan áfangasigur í mannréttindabaráttu fatlaðra – réttinn til sjálfstæðs lífs sem fatlað fólk hefur barist fyrir árum saman. Notendastýrð persónuleg aðstoð byggir á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hugmyndafræðinni um rétt fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs og þess að eiga valkosti til jafns við aðra. Mikilvægur hluti þessa persónulega sjálfstæðis er að hafar raunverulega stjórn, val og möguleika til sjálfstæðs lífs og þær aðstæður mun NPA færa fleiri einstaklingum. Mannréttindi sem okkur flestum finnast vera sjálfsögð.Sjálfsögð mannréttindi Frá árinu 2013 hefur Reykjavík tekið þátt í tilraunaverkefni um NPA sem átti að standa út árið 2014 en það var framlengt ítrekað meðan beðið var laga sem lögfestu þetta þjónustuform. Lög um þjónustu við fólk með langvarnandi stuðningsþarfir tóku loks gildi þann 1. október 2018. Á síðasta kjörtímabili sameinaðist Borgarstjórn um að skora á ríkið að lögbinda þjónustuna og tryggja fjármagn til innleiðingar. Það er því sannarlega gleðilegt að nú sé málið í höfn löglega og við treystum því að ríkið fjármagni sinn hlut af innleiðingu með Reykjavík og öðrum sveitarfélögum landsinssveitarfélögum landsins, þannig að NPA bjóðist í raun um allt land. Mikil sátt hefur ríkt um þessa þjónustu af hálfu NPA notenda í Reykjavík og ljóst að þetta nýja þjónustuform hefur haft mikil og jákvæð áhrif á líf og störf umræddra einstaklinga. Nú eru 19 einstaklingar með samning um NPA í Reykjavik, en vitað er um, allt að 56 Reykvíkinga, sem hafa sótt um þjónustuna eða gætu hugsað sér það. Í framhaldi af samþykkt borgarstjórnar munu umsóknir verða metnar og rætt við alla þessa einstaklinga um viðeigandi lausnir.Stjórn og forsendur til sjálfstæðs lífs Samþykkt borgarstjórnar um NPA byggir ekki síst á reynslunni af tilraunaverkefninu, þróun þess og ábendingum sem bárust frá notendum, hagsmunasamtökum og starfsmönnum á tilrauna- og undirbúningstíma. Frá upphafi hefur verið haft samráð við fulltrúa málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um sjálfstætt líf, auk þess sem mikilvægt samráð hefur einnig verið haft við NPA-miðstöðina, Þroskahjálp, Átak og fleiri. Nú hefst innleiðingartími sem standa á til ársins 2022 og við munum vanda okkur og læra af reynslunni og þróa þjónustuna áfram í samráði við notendur og hagsmunasamtök þeirra. þjónustan er skipulögð á forsendum notandans og er undir verkstýringu og verkstjórn hans eða aðstoðarmanns. Ákveðið var að hafa ekkert aldurstakmark í reglum Reykjavikurborgar þar sem þjónustan hefur sýnt sig geta hentað fötluðu fólki öllum aldurshópum.Samráð og bætt þjónusta Þjonustan mun áfram mótast og þróast af reynslu og mati á því hvernig tekst að koma til móts við þarfir fatlaðs fólks svo það megi lifa sjálfstæðu og virku lífi. Með samþykkt borgarstjórnar um notendastýrða persónulega þjónustu, er stigið stórt skref í réttindabaráttu fatlaðs fólks og ný spennandi vegferð er hafin í uppbyggingu velferðarþjónustu á Íslandi. Ég óska okkur öllum til hamingju!Höfundur er formaður velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt nýjar reglur um notendastýrða persónulega þjónustu (NPA) sem marka afar gleðileg tímamót fyrir fatlað fólk. Samþykkt borgarstjórnar um NPA gefur ekki bara fyrirheit um aukna og fjölbreyttari velferðarþjónustu í Reykjavík, heldur felur hún í sér mikilvægan áfangasigur í mannréttindabaráttu fatlaðra – réttinn til sjálfstæðs lífs sem fatlað fólk hefur barist fyrir árum saman. Notendastýrð persónuleg aðstoð byggir á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hugmyndafræðinni um rétt fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs og þess að eiga valkosti til jafns við aðra. Mikilvægur hluti þessa persónulega sjálfstæðis er að hafar raunverulega stjórn, val og möguleika til sjálfstæðs lífs og þær aðstæður mun NPA færa fleiri einstaklingum. Mannréttindi sem okkur flestum finnast vera sjálfsögð.Sjálfsögð mannréttindi Frá árinu 2013 hefur Reykjavík tekið þátt í tilraunaverkefni um NPA sem átti að standa út árið 2014 en það var framlengt ítrekað meðan beðið var laga sem lögfestu þetta þjónustuform. Lög um þjónustu við fólk með langvarnandi stuðningsþarfir tóku loks gildi þann 1. október 2018. Á síðasta kjörtímabili sameinaðist Borgarstjórn um að skora á ríkið að lögbinda þjónustuna og tryggja fjármagn til innleiðingar. Það er því sannarlega gleðilegt að nú sé málið í höfn löglega og við treystum því að ríkið fjármagni sinn hlut af innleiðingu með Reykjavík og öðrum sveitarfélögum landsinssveitarfélögum landsins, þannig að NPA bjóðist í raun um allt land. Mikil sátt hefur ríkt um þessa þjónustu af hálfu NPA notenda í Reykjavík og ljóst að þetta nýja þjónustuform hefur haft mikil og jákvæð áhrif á líf og störf umræddra einstaklinga. Nú eru 19 einstaklingar með samning um NPA í Reykjavik, en vitað er um, allt að 56 Reykvíkinga, sem hafa sótt um þjónustuna eða gætu hugsað sér það. Í framhaldi af samþykkt borgarstjórnar munu umsóknir verða metnar og rætt við alla þessa einstaklinga um viðeigandi lausnir.Stjórn og forsendur til sjálfstæðs lífs Samþykkt borgarstjórnar um NPA byggir ekki síst á reynslunni af tilraunaverkefninu, þróun þess og ábendingum sem bárust frá notendum, hagsmunasamtökum og starfsmönnum á tilrauna- og undirbúningstíma. Frá upphafi hefur verið haft samráð við fulltrúa málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um sjálfstætt líf, auk þess sem mikilvægt samráð hefur einnig verið haft við NPA-miðstöðina, Þroskahjálp, Átak og fleiri. Nú hefst innleiðingartími sem standa á til ársins 2022 og við munum vanda okkur og læra af reynslunni og þróa þjónustuna áfram í samráði við notendur og hagsmunasamtök þeirra. þjónustan er skipulögð á forsendum notandans og er undir verkstýringu og verkstjórn hans eða aðstoðarmanns. Ákveðið var að hafa ekkert aldurstakmark í reglum Reykjavikurborgar þar sem þjónustan hefur sýnt sig geta hentað fötluðu fólki öllum aldurshópum.Samráð og bætt þjónusta Þjonustan mun áfram mótast og þróast af reynslu og mati á því hvernig tekst að koma til móts við þarfir fatlaðs fólks svo það megi lifa sjálfstæðu og virku lífi. Með samþykkt borgarstjórnar um notendastýrða persónulega þjónustu, er stigið stórt skref í réttindabaráttu fatlaðs fólks og ný spennandi vegferð er hafin í uppbyggingu velferðarþjónustu á Íslandi. Ég óska okkur öllum til hamingju!Höfundur er formaður velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun