Bezos stefnir á tunglið fyrir 2024 Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2019 21:39 Jeff Bezos og geimfarið Blue Moon. AP/Patrick Semansky Jeff Bezos, eigandi Amazon og geimfyrirtækisins Blue Origin, hefur sett stefnuna á tunglið og ætlar hann sér að senda mannaða geimflaug þangað fyrir árið 2024. Til stendur að fyrirtækið Blue Origin muni skjóta mönnum út í geim seinna á þessu ári og nú í kvöld tilkynnti Bezos nýtt geimfar sem nota á til að flytja menn til tungslins. Far þetta kallast Blue Moon og Bezos opinberaði það á kynningarfundi í Washington DC. Þar kynnti Bezos einnig róbóta sem mun fylgja geimfarinu til tunglsins.Samkvæmt Techcrunch fór Bezos lítið út í smáatriði á kynningunni og útlistaði hann frekar langtíma markmiðum sínum og fyrirtækisins.Bezos ræddi þá þörf mannkynsins að leita til stjarnanna vegna mannmergðar og velti hann upp þeirri spurningu hvar í ósköpunum billjón manna ættu að búa, sem er hugleiðing sem hann hefur haft uppi áður og snýst um að mannkynið þurfi að leggja stjörnurnar undir sig. Hann sagði þó að það væri ekki hægt í dag vegna þess mikla kostnaðar sem felst í því að skjóta farmi út í geim. Því félli það á hans kynslóð að byggja þau innviði sem þurfi til að gera geimferðir ódýrari og öruggari. Bezos sagði Blue Moon geta borið allt að sex og hálft tonn af farmi til tunglsins og þannig væri hægt að leggja grunninn að fleiri mönnuðum ferðum þangað. Þróun Blue Moon hefur staðið yfir í þrjú ár.Tunglið verði skotpallur út í sólkerfið Svo virðist sem að ríkisstjórn Donald Trump, forseta, búi yfir miklum metnaði fyrir geimförum. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa frá árinu 2017 ætlað að lenda mönnum aftur á tunglinu. Fyrr á þessu ári kallaði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, eftir því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi menn til tunglsins á fimm árum. Nú í sumar verða liðin 50 ár frá því að menn lentu fyrst á tunglinu og var það gert síðast árið 1972.Sjá einnig: Pence vill menn á tunglið innan fimm áraVaraforsetinn sagði koma til greina að skipta út eldflaugum og geimförum NASA fyrir eldflaugar og geimför einkafyrirtækja svo hægt væri að ná þessu markmiði. Í fyrstu stendur til að byggja geimstöð á braut um tunglið og svo seinna meir að lenda þar og þá sérstaklega á suðurpóli tunglsins. Rannsóknir sýna að ís megi finna á báðum pólum tunglsins og þá sérstaklega á suðurpólnum. Ísinn er í gígum þar sem sólin nær ekki að skína en þann ís má nota til að framleiða eldsneyti fyrir geimför. Ísinn væri einnig hægt að nota til að halda við byggð manna.Með því að skjóta geimförum af stað frá tunglinu í stað yfirborðs jarðarinnar væri hægt að spara mikið eldsneyti og í senn gera geimförum kleift að fljúga hraðar. Sérstaklega stendur til að nota tunglið sem stökkpall til Mars. Til að byrja með. Það er þó ljóst að um gífurlega umfangsmikið og kostnaðarsamt verkefni er að ræða. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa áætlað hve mikið það gæti kostað en á fundi þingnefndar sem heldur utan um málefni geimvísinda í Bandaríkjunum, sagði einn af hæst settu starfsmönnum NASA að verið væri að endurskoða niðurstöðuna og því væri ekki hægt að gefa hana upp að svo stöddu.Hér má sjá myndband sem NASA birti fyrr á árinu um mannaðar ferðir til tungslins. Það var birt áður en Pence lýsti því yfir að hann vildi flýta þeirri áætlun. Amazon Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Sjá meira
Jeff Bezos, eigandi Amazon og geimfyrirtækisins Blue Origin, hefur sett stefnuna á tunglið og ætlar hann sér að senda mannaða geimflaug þangað fyrir árið 2024. Til stendur að fyrirtækið Blue Origin muni skjóta mönnum út í geim seinna á þessu ári og nú í kvöld tilkynnti Bezos nýtt geimfar sem nota á til að flytja menn til tungslins. Far þetta kallast Blue Moon og Bezos opinberaði það á kynningarfundi í Washington DC. Þar kynnti Bezos einnig róbóta sem mun fylgja geimfarinu til tunglsins.Samkvæmt Techcrunch fór Bezos lítið út í smáatriði á kynningunni og útlistaði hann frekar langtíma markmiðum sínum og fyrirtækisins.Bezos ræddi þá þörf mannkynsins að leita til stjarnanna vegna mannmergðar og velti hann upp þeirri spurningu hvar í ósköpunum billjón manna ættu að búa, sem er hugleiðing sem hann hefur haft uppi áður og snýst um að mannkynið þurfi að leggja stjörnurnar undir sig. Hann sagði þó að það væri ekki hægt í dag vegna þess mikla kostnaðar sem felst í því að skjóta farmi út í geim. Því félli það á hans kynslóð að byggja þau innviði sem þurfi til að gera geimferðir ódýrari og öruggari. Bezos sagði Blue Moon geta borið allt að sex og hálft tonn af farmi til tunglsins og þannig væri hægt að leggja grunninn að fleiri mönnuðum ferðum þangað. Þróun Blue Moon hefur staðið yfir í þrjú ár.Tunglið verði skotpallur út í sólkerfið Svo virðist sem að ríkisstjórn Donald Trump, forseta, búi yfir miklum metnaði fyrir geimförum. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa frá árinu 2017 ætlað að lenda mönnum aftur á tunglinu. Fyrr á þessu ári kallaði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, eftir því að Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi menn til tunglsins á fimm árum. Nú í sumar verða liðin 50 ár frá því að menn lentu fyrst á tunglinu og var það gert síðast árið 1972.Sjá einnig: Pence vill menn á tunglið innan fimm áraVaraforsetinn sagði koma til greina að skipta út eldflaugum og geimförum NASA fyrir eldflaugar og geimför einkafyrirtækja svo hægt væri að ná þessu markmiði. Í fyrstu stendur til að byggja geimstöð á braut um tunglið og svo seinna meir að lenda þar og þá sérstaklega á suðurpóli tunglsins. Rannsóknir sýna að ís megi finna á báðum pólum tunglsins og þá sérstaklega á suðurpólnum. Ísinn er í gígum þar sem sólin nær ekki að skína en þann ís má nota til að framleiða eldsneyti fyrir geimför. Ísinn væri einnig hægt að nota til að halda við byggð manna.Með því að skjóta geimförum af stað frá tunglinu í stað yfirborðs jarðarinnar væri hægt að spara mikið eldsneyti og í senn gera geimförum kleift að fljúga hraðar. Sérstaklega stendur til að nota tunglið sem stökkpall til Mars. Til að byrja með. Það er þó ljóst að um gífurlega umfangsmikið og kostnaðarsamt verkefni er að ræða. Yfirvöld Bandaríkjanna hafa áætlað hve mikið það gæti kostað en á fundi þingnefndar sem heldur utan um málefni geimvísinda í Bandaríkjunum, sagði einn af hæst settu starfsmönnum NASA að verið væri að endurskoða niðurstöðuna og því væri ekki hægt að gefa hana upp að svo stöddu.Hér má sjá myndband sem NASA birti fyrr á árinu um mannaðar ferðir til tungslins. Það var birt áður en Pence lýsti því yfir að hann vildi flýta þeirri áætlun.
Amazon Bandaríkin Geimurinn Tækni Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Sjá meira