Landverði við Fjaðrárgljúfur boðnar mútur fyrir aðgang Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2019 14:00 Hanna Jóhansdóttir, landvörður. AP/Egill Bjarnason Ferðamenn bjóða Hönnu Jóhansdóttur, landverði, reglulega mútur og vilja í staðinn fá að fara inn á svæðið við Fjaðrárgljúfur til að virða Bieber-slóðir fyrir sér. Tónlistarmaðurinn Justin Bieber gerði gljúfrið heimsfrægt þegar hann tók upp myndband við lagið I‘ll Show You sem birt var í nóvember 2015. Síðan þá hefur ágangur á svæðið aukist til muna og er farið að sjá verulega á umhverfinu. Því var gripið til þess ráðs að loka svæðinu. Mögulega verður það opnað aftur ef hann helst nægilega þurr. Blaðamaður AP fréttaveitunnar sótti svæðið heim nýverið og ræddi þar við Hönnu og ferðamenn. Þar kemur fram að þrátt fyrir sýnileg skilti um að svæðið sé lokað keyri fjöldi ferðamanna að gljúfrinu og reyni að komast inn á svæðið.Sjá einnig: Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir BieberMargir ferðamenn reyna að tala Hönnu til og fá að fara inn á svæðið og bjóða sumir mútur. Hann segir að í flestum tilfellum sé henni boðinn matur frá heimalandi viðkomandi en nefnir þó að hún hafi nýverið hafnað ókeypis ferð til Dubai, í skiptum fyrir það að hleypa ferðamönnum að Fjaðrárgljúfri. Einnig var rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sem segir erfitt það mikla einföldun að kenna Bieber einum um ástandið. Hann kom Bieber til varnar og sagði að ekki hafi verið búið að koma upp girðingum til að sýna hvað fólk mætti gera og ekki. Guðmundur vill þó biðla til áhrifaríks fólks að íhuga afleiðingar gjörða sinna. Þegar blaðamaður AP var á ferðinni sáu hann og Hanna fótspor í drullunni við Fjaðrárgljúfur og var greinilegt að einhver hefði stolist inn á svæðið um nóttina. Hann þóttist líka fullviss um að fleiri myndu hunsa merkingarnar eftir að hún yfirgæfi svæðið, sem reyndist rétt. Eftir að hún fór beið blaðamaður á svæðinu en hann þurfti ekki að bíða lengi. Á innan við hálftíma voru ferðamenn farnir að stelast inn á svæðið. Þrír ferðamenn frá Rússlandi sögðust hafa komið vegna Justin Timberlake en leiðréttu sig fljótt og sögðu Justin Bieber.Hér að neðan má sjá myndefni AP. Hafið í huga að það er ótextað. Þar að neðan má svo sjá myndband Justin Bieber. Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. 27. mars 2019 19:15 Fjaðrárgljúfri lokað til 1. júní Svæðið umhverfis hið vinsæla Fjaðrárgljúfur verður lokað til 1. júní næstkomandi svo að það geti jafnað sig, eftir mikinn ágang ferðamanna. 12. mars 2019 14:45 Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15 Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. 27. mars 2019 12:50 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Dónatal í desember Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Ferðamenn bjóða Hönnu Jóhansdóttur, landverði, reglulega mútur og vilja í staðinn fá að fara inn á svæðið við Fjaðrárgljúfur til að virða Bieber-slóðir fyrir sér. Tónlistarmaðurinn Justin Bieber gerði gljúfrið heimsfrægt þegar hann tók upp myndband við lagið I‘ll Show You sem birt var í nóvember 2015. Síðan þá hefur ágangur á svæðið aukist til muna og er farið að sjá verulega á umhverfinu. Því var gripið til þess ráðs að loka svæðinu. Mögulega verður það opnað aftur ef hann helst nægilega þurr. Blaðamaður AP fréttaveitunnar sótti svæðið heim nýverið og ræddi þar við Hönnu og ferðamenn. Þar kemur fram að þrátt fyrir sýnileg skilti um að svæðið sé lokað keyri fjöldi ferðamanna að gljúfrinu og reyni að komast inn á svæðið.Sjá einnig: Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir BieberMargir ferðamenn reyna að tala Hönnu til og fá að fara inn á svæðið og bjóða sumir mútur. Hann segir að í flestum tilfellum sé henni boðinn matur frá heimalandi viðkomandi en nefnir þó að hún hafi nýverið hafnað ókeypis ferð til Dubai, í skiptum fyrir það að hleypa ferðamönnum að Fjaðrárgljúfri. Einnig var rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sem segir erfitt það mikla einföldun að kenna Bieber einum um ástandið. Hann kom Bieber til varnar og sagði að ekki hafi verið búið að koma upp girðingum til að sýna hvað fólk mætti gera og ekki. Guðmundur vill þó biðla til áhrifaríks fólks að íhuga afleiðingar gjörða sinna. Þegar blaðamaður AP var á ferðinni sáu hann og Hanna fótspor í drullunni við Fjaðrárgljúfur og var greinilegt að einhver hefði stolist inn á svæðið um nóttina. Hann þóttist líka fullviss um að fleiri myndu hunsa merkingarnar eftir að hún yfirgæfi svæðið, sem reyndist rétt. Eftir að hún fór beið blaðamaður á svæðinu en hann þurfti ekki að bíða lengi. Á innan við hálftíma voru ferðamenn farnir að stelast inn á svæðið. Þrír ferðamenn frá Rússlandi sögðust hafa komið vegna Justin Timberlake en leiðréttu sig fljótt og sögðu Justin Bieber.Hér að neðan má sjá myndefni AP. Hafið í huga að það er ótextað. Þar að neðan má svo sjá myndband Justin Bieber.
Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. 27. mars 2019 19:15 Fjaðrárgljúfri lokað til 1. júní Svæðið umhverfis hið vinsæla Fjaðrárgljúfur verður lokað til 1. júní næstkomandi svo að það geti jafnað sig, eftir mikinn ágang ferðamanna. 12. mars 2019 14:45 Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15 Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. 27. mars 2019 12:50 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Dónatal í desember Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Umhverfisráðherra segir vörn snúið í sókn í uppbyggingu ferðamannastaða Umhverfisráðherra segir hægt að áorka miklu í uppbyggingu innviða við náttúruperlur og aðra ferðamannastaði með þeim þremur og hálfa milljarði sem varið verði í þau verkefni á næstu þremur árum. 27. mars 2019 19:15
Fjaðrárgljúfri lokað til 1. júní Svæðið umhverfis hið vinsæla Fjaðrárgljúfur verður lokað til 1. júní næstkomandi svo að það geti jafnað sig, eftir mikinn ágang ferðamanna. 12. mars 2019 14:45
Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. 6. mars 2019 16:15
Umhverfisráðherra: Náttúruperlurnar verði betur í stakk búnar til að taka á móti ferðamönnum Umhverfisráðherra segir fjármunina fara í uppbyggingu innviða á fjölförnum friðlýstum svæðum. 27. mars 2019 12:50