Einkafjárfestar gera sig gildandi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. maí 2019 08:00 Eftir fádæma ládeyðu á hlutabréfamarkaðinum síðustu ár, sem birtist meðal annars í minnkandi veltu, lækkandi hlutabréfaverði og almennu áhugaleysi fjárfesta, er markaðurinn aftur kominn á skrið svo eftir er tekið. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur rokið upp um meira en þrjátíu prósent það sem af er ári og hefur aldrei verið hærri, veltan hefur aukist og það sem meira er um vert er að einkafjárfestar eru loks farnir að láta til sín taka í skráðum félögum. Nokkrar stærstu fréttir síðustu mánaða eru af stórfjárfestingum einkafjárfesta í Kauphallarfélögum og má í því sambandi meðal annars nefna fjárfestingar Stoða í Arion banka og Símanum, 365 miðla í Skeljungi og PAR Capital Management í Icelandair Group. Skemmst er svo að minnast kaupa Útgerðarfélags Reykjavíkur á ríflega þriðjungshlut í HB Granda og Samherja á fjórðungshlut í Eimskip í fyrra en þær fjárfestingar eru líkast til þær stærstu af hálfu einkafjárfesta í skráðum félögum frá því að hlutabréfamarkaðurinn var endurreistur í kjölfar hrunsins haustið 2008. Skjótt skipast veður í lofti. Í mörg ár hefur verið kallað eftir því að aðrir fjárfestar en lífeyrissjóðir, sem hafa verið alltumlykjandi á hlutabréfamarkaðinum, geri sig þar meira gildandi. Í flestum félögum hefur skort forystu í hluthafahópnum – virka eigendur með skýra sýn á framtíðina. Eigendur sem veita stjórnendum aðhald og eiga sjálfir undir því að vel takist til í rekstri félaga sinna. Þessi skortur á einkafjárfestum hefur meðal annars sýnt sig í samsetningu stjórna skráðra félaga þar sem aðeins lágt hlutfall – innan við fjórðungur – stjórnarmanna á yfir eins prósents hlut í því félagi sem þeir sitja í stjórn hjá. Því verður ekki neitað að lífeyrissjóðirnir léku lykilhlutverk við endurreisn hlutabréfamarkaðarins og gegna þar enn mikilvægu hlutverki sem eigendur að um fjörutíu prósent af öllum skráðum hlutabréfum í Kauphöllinni. Hins vegar fer það vart á milli mála að sjóðirnir eru ekki vel til þess fallnir að leiða rekstur þeirra félaga sem þeir fjárfesta í, sérstaklega ekki við núverandi aðstæður, þegar kólnun í hagkerfinu kallar á erfiðar en nauðsynlegar breytingar til endurskipulagningar og hagræðingar hjá fyrirtækjum landsins. Öflugur hlutabréfamarkaður byggist á því að jafnvægi sé á milli einkafjárfesta og stofnanafjárfesta þannig að hvorugur hópurinn gnæfi yfir hinn. Lengi hefur skort á að hinir fyrrnefndu láti að sér kveða og því gefa fregnir síðustu vikna og mánaða góð fyrirheit. Vonandi verður framhald þar á. Ekki veitir af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Skoðun Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir fádæma ládeyðu á hlutabréfamarkaðinum síðustu ár, sem birtist meðal annars í minnkandi veltu, lækkandi hlutabréfaverði og almennu áhugaleysi fjárfesta, er markaðurinn aftur kominn á skrið svo eftir er tekið. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur rokið upp um meira en þrjátíu prósent það sem af er ári og hefur aldrei verið hærri, veltan hefur aukist og það sem meira er um vert er að einkafjárfestar eru loks farnir að láta til sín taka í skráðum félögum. Nokkrar stærstu fréttir síðustu mánaða eru af stórfjárfestingum einkafjárfesta í Kauphallarfélögum og má í því sambandi meðal annars nefna fjárfestingar Stoða í Arion banka og Símanum, 365 miðla í Skeljungi og PAR Capital Management í Icelandair Group. Skemmst er svo að minnast kaupa Útgerðarfélags Reykjavíkur á ríflega þriðjungshlut í HB Granda og Samherja á fjórðungshlut í Eimskip í fyrra en þær fjárfestingar eru líkast til þær stærstu af hálfu einkafjárfesta í skráðum félögum frá því að hlutabréfamarkaðurinn var endurreistur í kjölfar hrunsins haustið 2008. Skjótt skipast veður í lofti. Í mörg ár hefur verið kallað eftir því að aðrir fjárfestar en lífeyrissjóðir, sem hafa verið alltumlykjandi á hlutabréfamarkaðinum, geri sig þar meira gildandi. Í flestum félögum hefur skort forystu í hluthafahópnum – virka eigendur með skýra sýn á framtíðina. Eigendur sem veita stjórnendum aðhald og eiga sjálfir undir því að vel takist til í rekstri félaga sinna. Þessi skortur á einkafjárfestum hefur meðal annars sýnt sig í samsetningu stjórna skráðra félaga þar sem aðeins lágt hlutfall – innan við fjórðungur – stjórnarmanna á yfir eins prósents hlut í því félagi sem þeir sitja í stjórn hjá. Því verður ekki neitað að lífeyrissjóðirnir léku lykilhlutverk við endurreisn hlutabréfamarkaðarins og gegna þar enn mikilvægu hlutverki sem eigendur að um fjörutíu prósent af öllum skráðum hlutabréfum í Kauphöllinni. Hins vegar fer það vart á milli mála að sjóðirnir eru ekki vel til þess fallnir að leiða rekstur þeirra félaga sem þeir fjárfesta í, sérstaklega ekki við núverandi aðstæður, þegar kólnun í hagkerfinu kallar á erfiðar en nauðsynlegar breytingar til endurskipulagningar og hagræðingar hjá fyrirtækjum landsins. Öflugur hlutabréfamarkaður byggist á því að jafnvægi sé á milli einkafjárfesta og stofnanafjárfesta þannig að hvorugur hópurinn gnæfi yfir hinn. Lengi hefur skort á að hinir fyrrnefndu láti að sér kveða og því gefa fregnir síðustu vikna og mánaða góð fyrirheit. Vonandi verður framhald þar á. Ekki veitir af.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun