Kuldinn bítur ekki á brimbrettakappa við Íslandsstrendur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. maí 2019 10:30 Sé búnaðurinn réttur og félagsskapurinn góður er ekki jafn kalt og ætla mætti að stunda brimbrettaiðkun við Íslandsstrendur. Við fylgdumst með nokkrum brimbrettaköppum stíga sín fyrstu skref í öldunum. Það var ekki mjög sumarlegt á nyrsta enda Tröllaskaga þegar fréttamaður hitti nokkra brimbrettakappa sem voru þar við æfingar. Sjórinn var kaldur, kalt í lofti og það örlaði á snjókomu en það stoppaði ekki brimbrettakappana. Áður en að haldið var út í sjóinn lagði brimbrettakappinn Ingó Ólsen línurnar, kynntu undirstöðuatriðin og hvernig mætti koma í veg fyrir að kuldinn myndi bíta. „Það er búið að komast að því að það er hægt gera þetta á kaldari stöðum. Það er búið að þróa búnaðinn í gegnum árin þannig að þetta er auðveldara. Þetta þarf ekkert að vera kalt ef maður hefur bara réttu rútínuna og búnað,“ segir Ingó.Spáð í öldurnar.Vísir/Tryggvi PállVíða á Íslandi eru góðir staðir til brimbrettaiðkunar en mikilvægt er að sækja sér leiðsögn áður en hoppað er út í öldurnar. „Síðan snýst þetta bara um að eyða tíma í sjónum. Klárlega er gott að fá leiðsögn til að byrja með, kynnast búnaðinum, brettunum og hvað maður þarf að hafa í huga. Síðan þarf maður bara að vera duglegur að fara og djöflast,“ segir Ingó.Er þetta hættulegt?„Þetta þarf ekki að vera hættulegt en þetta getur klárlega verið hættulegt. ísland er ekki mjög byrjendavænn staður en það geta verið mjög fínir dagar. Maður þarf bara að velja þá rétt eins og við gerðum hér í dag.“Ingólfur, til hægri, var brimbrettaköppunum innan handar.Vísir/Tryggvi Páll.Og þau sem mættu voru hæstánægð. „Þetta er geðveikt, algjörlega geðveikt. Ég er að gera þetta í fyrsta skipti og þetta er algjörlega truflað,“ segir Halldór Ingvason.Er þetta ekkert kalt?„Nei, ekki vitund.“ „Maður finnur að í hvert skipti verður þetta meir og meira gaman. Maður lærir meira og meira,“ segir Jónas Stefánsson.Það er æfingin sem skapar meistarann? „Algjörlega, það er bara svoleiðis.“ Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Tengdar fréttir Sjórinn er leikvöllur Skjótt var brugðist við á sunnudaginn þegar tilkynnt var um mann í sjónum við Seltjarnarnes. Útkallið var þó dregið til baka þegar í ljós kom að á ferðinni var brimbrettakappinn Steinarr Lár. 12. mars 2019 07:45 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Sé búnaðurinn réttur og félagsskapurinn góður er ekki jafn kalt og ætla mætti að stunda brimbrettaiðkun við Íslandsstrendur. Við fylgdumst með nokkrum brimbrettaköppum stíga sín fyrstu skref í öldunum. Það var ekki mjög sumarlegt á nyrsta enda Tröllaskaga þegar fréttamaður hitti nokkra brimbrettakappa sem voru þar við æfingar. Sjórinn var kaldur, kalt í lofti og það örlaði á snjókomu en það stoppaði ekki brimbrettakappana. Áður en að haldið var út í sjóinn lagði brimbrettakappinn Ingó Ólsen línurnar, kynntu undirstöðuatriðin og hvernig mætti koma í veg fyrir að kuldinn myndi bíta. „Það er búið að komast að því að það er hægt gera þetta á kaldari stöðum. Það er búið að þróa búnaðinn í gegnum árin þannig að þetta er auðveldara. Þetta þarf ekkert að vera kalt ef maður hefur bara réttu rútínuna og búnað,“ segir Ingó.Spáð í öldurnar.Vísir/Tryggvi PállVíða á Íslandi eru góðir staðir til brimbrettaiðkunar en mikilvægt er að sækja sér leiðsögn áður en hoppað er út í öldurnar. „Síðan snýst þetta bara um að eyða tíma í sjónum. Klárlega er gott að fá leiðsögn til að byrja með, kynnast búnaðinum, brettunum og hvað maður þarf að hafa í huga. Síðan þarf maður bara að vera duglegur að fara og djöflast,“ segir Ingó.Er þetta hættulegt?„Þetta þarf ekki að vera hættulegt en þetta getur klárlega verið hættulegt. ísland er ekki mjög byrjendavænn staður en það geta verið mjög fínir dagar. Maður þarf bara að velja þá rétt eins og við gerðum hér í dag.“Ingólfur, til hægri, var brimbrettaköppunum innan handar.Vísir/Tryggvi Páll.Og þau sem mættu voru hæstánægð. „Þetta er geðveikt, algjörlega geðveikt. Ég er að gera þetta í fyrsta skipti og þetta er algjörlega truflað,“ segir Halldór Ingvason.Er þetta ekkert kalt?„Nei, ekki vitund.“ „Maður finnur að í hvert skipti verður þetta meir og meira gaman. Maður lærir meira og meira,“ segir Jónas Stefánsson.Það er æfingin sem skapar meistarann? „Algjörlega, það er bara svoleiðis.“
Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Tengdar fréttir Sjórinn er leikvöllur Skjótt var brugðist við á sunnudaginn þegar tilkynnt var um mann í sjónum við Seltjarnarnes. Útkallið var þó dregið til baka þegar í ljós kom að á ferðinni var brimbrettakappinn Steinarr Lár. 12. mars 2019 07:45 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Sjórinn er leikvöllur Skjótt var brugðist við á sunnudaginn þegar tilkynnt var um mann í sjónum við Seltjarnarnes. Útkallið var þó dregið til baka þegar í ljós kom að á ferðinni var brimbrettakappinn Steinarr Lár. 12. mars 2019 07:45