Helga Lind Mar nýr framkvæmdastjóri SHÍ Sylvía Hall skrifar 24. maí 2019 20:55 Helga Lind Mar er nýr framkvæmdastjóri SHÍ. Helga Lind Mar hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Stúdentaráðs Háskóla Íslands og mun hún hefja störf þann 1. júní næstkomandi. Helga Lind, sem er fyrrum formaður Druslugöngunnar, er 31 árs laganemi við Háskóla Íslands og hefur fjölbreytta reynslu af sviðum háskólans en hún hefur bæði stundað nám við Hugvísindasvið og Félagsvísindasvið. Helga Lind hefur viðamikla reynslu af hagsmunabaráttu stúdenta en hún tók fyrst þátt í kosningum til Stúdentaráðs haustið 2012. Hefur hún komið að útgáfu kosningarita, var í alþjóðanefnd Stúdentaráðs í tvö ár og var síðar formaður nefndarinnar. Hún tók þátt í því að stofna Landssamtök íslenskra stúdenta og var kjörin í framkvæmdastjórn samtakanna þar sem hún sat á árunum 2013 til 2016. Þá var hún kjörin Alþjóðaforseti LÍS og kom að stefnumótun fyrir hönd námsmanna í Evrópu. Hún var seinna meir kjörin í framkvæmdastjórn ESU þar sem hún bar ábyrgð á stefnumótun um jafnrétti til náms og jöfnuð í háskólasamfélaginu. Helga er nú varafulltrúi í Háskólaráði og sinnir hlutverki deildarfulltrúa laganema. Kolfinna tekur við stöðu alþjóðafulltrúa og Kristín Nanna verður ritstjóri Stúdentablaðsins Í fréttatilkynningu kemur jafnframt fram að Kolfinna Tómasdóttir, 25 ára laganemi og nemi í Mið-Austurlandafræði við Háskóla Íslands, muni taka við stöðu alþjóðafulltrúa Stúdentaráðs. Kolfinna hefur margra ára reynslu úr alþjóðlegu samstarfi og hefur til að mynda gegnt embætti alþjóðaritara Orators, félags laganema við HÍ. Hún var kjörin forseti Norræna alþjóðaritararáðsins sem sér um samstarf laganemafélaga á Norðurlöndunum og kom að því að endurvekja Íslandsdeild ELSA, samtök evrópskra laganema. Þá mun Kristín Nanna Einarsdóttir taka við starfi ritstjóra Stúdentablaðsins en Kristín Nanna er 23 ára nemi í íslensku við Háskóla Íslands. Á síðastliðnu ári starfaði Kristín Nanna sem blaðamaður hjá Stúdentablaðinu og segir í fréttatilkynningu að hún leggi áherslu á að blaðið sé málgagn allra stúdenta, samið af stúdentum og í þágu þeirra. Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Helga Lind Mar hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Stúdentaráðs Háskóla Íslands og mun hún hefja störf þann 1. júní næstkomandi. Helga Lind, sem er fyrrum formaður Druslugöngunnar, er 31 árs laganemi við Háskóla Íslands og hefur fjölbreytta reynslu af sviðum háskólans en hún hefur bæði stundað nám við Hugvísindasvið og Félagsvísindasvið. Helga Lind hefur viðamikla reynslu af hagsmunabaráttu stúdenta en hún tók fyrst þátt í kosningum til Stúdentaráðs haustið 2012. Hefur hún komið að útgáfu kosningarita, var í alþjóðanefnd Stúdentaráðs í tvö ár og var síðar formaður nefndarinnar. Hún tók þátt í því að stofna Landssamtök íslenskra stúdenta og var kjörin í framkvæmdastjórn samtakanna þar sem hún sat á árunum 2013 til 2016. Þá var hún kjörin Alþjóðaforseti LÍS og kom að stefnumótun fyrir hönd námsmanna í Evrópu. Hún var seinna meir kjörin í framkvæmdastjórn ESU þar sem hún bar ábyrgð á stefnumótun um jafnrétti til náms og jöfnuð í háskólasamfélaginu. Helga er nú varafulltrúi í Háskólaráði og sinnir hlutverki deildarfulltrúa laganema. Kolfinna tekur við stöðu alþjóðafulltrúa og Kristín Nanna verður ritstjóri Stúdentablaðsins Í fréttatilkynningu kemur jafnframt fram að Kolfinna Tómasdóttir, 25 ára laganemi og nemi í Mið-Austurlandafræði við Háskóla Íslands, muni taka við stöðu alþjóðafulltrúa Stúdentaráðs. Kolfinna hefur margra ára reynslu úr alþjóðlegu samstarfi og hefur til að mynda gegnt embætti alþjóðaritara Orators, félags laganema við HÍ. Hún var kjörin forseti Norræna alþjóðaritararáðsins sem sér um samstarf laganemafélaga á Norðurlöndunum og kom að því að endurvekja Íslandsdeild ELSA, samtök evrópskra laganema. Þá mun Kristín Nanna Einarsdóttir taka við starfi ritstjóra Stúdentablaðsins en Kristín Nanna er 23 ára nemi í íslensku við Háskóla Íslands. Á síðastliðnu ári starfaði Kristín Nanna sem blaðamaður hjá Stúdentablaðinu og segir í fréttatilkynningu að hún leggi áherslu á að blaðið sé málgagn allra stúdenta, samið af stúdentum og í þágu þeirra.
Skóla - og menntamál Vistaskipti Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira