Fullnaðarsigur Emmessíss í Toppísmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2019 15:38 Emmessís breytti á sínum tíma vöru sinni Toppís í Happís eftir að lögbann var sett á notkun fyrirtækisins á vörumerkinu. Emmessís má nota vörumerkið Toppís og þarf ekki að farga öllum vörum og auglýsingum sem bera vörumerkið. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti dóm úr héraði þess efnis. Kjörís stefndi Emmessís og gerði fyrrnefnda kröfu en hafði ekki erindi sem erfiði fyrir dómstólum. Forsaga málsins er sú að Kjörís selur svokallaðan Lúxus toppís og skráði vörumerkið hjá Einkaleyfastofu árið 1996. Tuttugu árum síðar hóf Emmessís sölu á ís í boxi undir merkinu Toppís. Lagði Sýslumaðurinn í Reykjavík um tíma lögbann á þá framleiðslu að kröfu Kjöríss. Í framhaldinu stefndi Kjörís Emmessís til staðfestingar á lögbanninu. Um leið að Emmessís fengi ekki lengur að nota vörumerkið á einn eða annan hátt. Emmessís lagði fram gagnstefnu og krafðist ógildingar á skráningu vörumerkisins hjá Einkaleyfastofu. Í dómi Landsréttar var vísað til laga um vörumerki þar sem fram kemur að vörumerkið Toppís yrði að hafa verið notað sem vörumerki. Gögn málsins bentu ekki til þess að Kjörís hefði í reynd notað orðið toppís sem vörumerki með skýrum hætti til að aðgreina vörur sínar frá vörum annarra framleiðenda. Féllst rétturinn á með Emmessís að Kjörís hefði ekki notað orðið toppís sem vörumerki eins og tilskilið væri í lögum til að það héldi skráningarhæfi sínu. Var dómurinn því staðfestur og skráning Kjörís á vörumerkinu Toppís hjá vörumerkjaskrá ógilt. Dómsmál Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Emmessís má nota vörumerkið Toppís og þarf ekki að farga öllum vörum og auglýsingum sem bera vörumerkið. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti dóm úr héraði þess efnis. Kjörís stefndi Emmessís og gerði fyrrnefnda kröfu en hafði ekki erindi sem erfiði fyrir dómstólum. Forsaga málsins er sú að Kjörís selur svokallaðan Lúxus toppís og skráði vörumerkið hjá Einkaleyfastofu árið 1996. Tuttugu árum síðar hóf Emmessís sölu á ís í boxi undir merkinu Toppís. Lagði Sýslumaðurinn í Reykjavík um tíma lögbann á þá framleiðslu að kröfu Kjöríss. Í framhaldinu stefndi Kjörís Emmessís til staðfestingar á lögbanninu. Um leið að Emmessís fengi ekki lengur að nota vörumerkið á einn eða annan hátt. Emmessís lagði fram gagnstefnu og krafðist ógildingar á skráningu vörumerkisins hjá Einkaleyfastofu. Í dómi Landsréttar var vísað til laga um vörumerki þar sem fram kemur að vörumerkið Toppís yrði að hafa verið notað sem vörumerki. Gögn málsins bentu ekki til þess að Kjörís hefði í reynd notað orðið toppís sem vörumerki með skýrum hætti til að aðgreina vörur sínar frá vörum annarra framleiðenda. Féllst rétturinn á með Emmessís að Kjörís hefði ekki notað orðið toppís sem vörumerki eins og tilskilið væri í lögum til að það héldi skráningarhæfi sínu. Var dómurinn því staðfestur og skráning Kjörís á vörumerkinu Toppís hjá vörumerkjaskrá ógilt.
Dómsmál Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira