Sveinn Andri ekki vanhæfur til að skipta búi WOW air Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2019 09:19 Sveinn Andri Sveinsson, annar skiptastjóra WOW air. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Andri Sveinsson þurfi ekki að víkja sem skiptastjóri þrotabús WOW air. Forsvarsmenn Arion banka töldu störf Sveins Andra sem lögmaður Datacell í baráttu við Valitor, dótturfélag Arion banka, gera hann vanhæfan.Sveinn Andri var skipaður sem annar skiptastjóra þrotabús WOW air við gjaldþrot flugfélagsins. Arion banki sætti sig hins vegar ekki við skipan Sveins Andra vegna dómsmáls Datacell gegn Valitor. Valitor var nýlega dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur.Málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar.Vildi bankinn meina að Sveinn Andri hefði svo mikla hagsmuni af niðurstöðu þess máls að jafna mætti til þess að hann væri aðili að því. Því taldi bankinn sig hafa haft réttmæta ástæðu til að draga óhlutdrægni hans sem skiptastjóri í efa Arion banki var viðskiptabanki WOW air.Héraðsdómur hafnaði kröfu bankans í aprílen úrskurðurinn var kærður til Landsréttarsem úrskurðaði í málinu í gær.Í úrskurði Landsréttar segir að þrátt fyrir að Sveinn Andri hafi samið um að þóknun hans í máli Datacell gegn Valitor verði að hluta hagsmunatengd og að sá hlutur gæti numið umtalsverði fjárhæð verði því ekki jafnað við að hann eigi aðild að dómsmálinu.Þá hafi bankinn ekki teflt fram öðrum málsástæðum sem gefi tilefni til þess að draga megi óhlutdrægni Sveins Andra í efa. Þá liggi ekkert fyrir um að Sveinn Andri hafi gerst sekur um athæfi sem geri hann óverðugan nauðsynlegs trausts til þess að gegna embætti skiptastjóra þrotabús WOW air.Var niðurstaða héraðsdóms því staðfest og kröfu Arion banka um að Sveini Andra yrði vikið úr starfi skiptastjóra WOW air hafnað. Dómsmál Íslenskir bankar WOW Air Tengdar fréttir Sveinn Andri situr sem fastast sem skiptastjóri WOW Kröfu Arion banka um að hann víki hafnað. 12. apríl 2019 15:23 Sveinn Andri ætlar ekki að koma nálægt kröfu Arion á hendur WOW Sveinn Andri Sveinsson, einn tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, fullyrti í dómsal í dag að hann myndi ekki koma nálægt kröfu Arion banka í þrotabú flugfélagsins. 10. apríl 2019 15:39 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Andri Sveinsson þurfi ekki að víkja sem skiptastjóri þrotabús WOW air. Forsvarsmenn Arion banka töldu störf Sveins Andra sem lögmaður Datacell í baráttu við Valitor, dótturfélag Arion banka, gera hann vanhæfan.Sveinn Andri var skipaður sem annar skiptastjóra þrotabús WOW air við gjaldþrot flugfélagsins. Arion banki sætti sig hins vegar ekki við skipan Sveins Andra vegna dómsmáls Datacell gegn Valitor. Valitor var nýlega dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur.Málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar.Vildi bankinn meina að Sveinn Andri hefði svo mikla hagsmuni af niðurstöðu þess máls að jafna mætti til þess að hann væri aðili að því. Því taldi bankinn sig hafa haft réttmæta ástæðu til að draga óhlutdrægni hans sem skiptastjóri í efa Arion banki var viðskiptabanki WOW air.Héraðsdómur hafnaði kröfu bankans í aprílen úrskurðurinn var kærður til Landsréttarsem úrskurðaði í málinu í gær.Í úrskurði Landsréttar segir að þrátt fyrir að Sveinn Andri hafi samið um að þóknun hans í máli Datacell gegn Valitor verði að hluta hagsmunatengd og að sá hlutur gæti numið umtalsverði fjárhæð verði því ekki jafnað við að hann eigi aðild að dómsmálinu.Þá hafi bankinn ekki teflt fram öðrum málsástæðum sem gefi tilefni til þess að draga megi óhlutdrægni Sveins Andra í efa. Þá liggi ekkert fyrir um að Sveinn Andri hafi gerst sekur um athæfi sem geri hann óverðugan nauðsynlegs trausts til þess að gegna embætti skiptastjóra þrotabús WOW air.Var niðurstaða héraðsdóms því staðfest og kröfu Arion banka um að Sveini Andra yrði vikið úr starfi skiptastjóra WOW air hafnað.
Dómsmál Íslenskir bankar WOW Air Tengdar fréttir Sveinn Andri situr sem fastast sem skiptastjóri WOW Kröfu Arion banka um að hann víki hafnað. 12. apríl 2019 15:23 Sveinn Andri ætlar ekki að koma nálægt kröfu Arion á hendur WOW Sveinn Andri Sveinsson, einn tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, fullyrti í dómsal í dag að hann myndi ekki koma nálægt kröfu Arion banka í þrotabú flugfélagsins. 10. apríl 2019 15:39 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Sveinn Andri situr sem fastast sem skiptastjóri WOW Kröfu Arion banka um að hann víki hafnað. 12. apríl 2019 15:23
Sveinn Andri ætlar ekki að koma nálægt kröfu Arion á hendur WOW Sveinn Andri Sveinsson, einn tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, fullyrti í dómsal í dag að hann myndi ekki koma nálægt kröfu Arion banka í þrotabú flugfélagsins. 10. apríl 2019 15:39