Aukið aðgengi jafngildir aukinni áfengisneyslu Laufey Tryggvadóttir skrifar 19. júní 2019 07:00 Afleiðingar aukins aðgengis að áfengi hafa verið margrannsakaðar og hafa meðal annars bein áhrif til fjölgunar dauðsfalla af völdum krabbameina. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að draga úr áfengisneyslu til að bæta heilsufar þjóða. Enn fremur hefur stofnunin ítrekað bent á að langáhrifaríkustu aðferðirnar til að minnka áfengisneyslu séu í höndum stjórnvalda; verðstýring, aðgangstakmörkun og auglýsingabann. Því miður hefur fræðsla ekki nærri eins mikil áhrif og þessar takmarkanir. Þegar sala áfengis er gefin frjáls eykst neyslan til muna. Rannsökuð voru áhrif þess ef aflétt yrði ríkiseinokun í Svíþjóð. Í ljós kom að drykkjan myndi aukast um 20% ef einkareknar sérverslanir tækju við sölunni, en um 31% ef það yrðu almennar verslanir. Áfengistengd dauðsföll vegna krabbameina myndu aukast um 18% ef áfengi færi í sérverslanir og um 29% ef það færi í almennar verslanir. Í yfir 30 ár hefur verið þekkt að áfengisneysla eykur líkur á krabbameinum í munnholi, koki, barka, vélinda, lifur, brjóstum og ristli. Ekki skiptir máli hvaða tegundar áfengis er neytt, þ.e. hvort um er að ræða bjór, létt vín eða sterkt, því vínandinn og niðurbrotsefni hans acetaldehýð eru staðfestir krabbameinsvaldar. Þriðjungur jarðarbúa neytir áfengis og árlega má rekja þrjár milljónir dauðsfalla til drykkjunnar. Krabbamein valda stórum hluta þessara dauðsfalla og hjá einstaklingum yfir 50 ára eru þau í efsta sæti dánarorsaka af völdum áfengisneyslu. Í nýlegri fjölþjóðlegri rannsókn sem birtist í Lancet, kom skýrt í ljós að engin heilsubót felst í því að drekka eitt glas á dag, þvert á móti. Þótt neysla undir einu glasi á dag geti lækkað áhættu á blóðþurrð í hjarta og á sykursýki hjá konum þá vegur aukin áhætta á krabbameinum og fleiri sjúkdómum það upp. Enginn lágmarksskammtur af áfengi er góður fyrir heilsuna þegar heildarmyndin er skoðuð og þótt margir kjósi að neyta áfengis í hófi þá er ljóst neyslan mun ekki bæta heilsuna. Miðað við óbreyttar drykkjuvenjur má búast við 83.000 áfengistengdum krabbameinstilfellum næstu 30 árin á Norðurlöndunum – flestum í ristli – og endaþarmi og brjóstum. Áfengisneysla er auðvitað aðeins einn af mörgum áhættuþáttum krabbameina en skýrir til dæmis um 5% brjóstakrabbameina og 3% ristil-og endaþarmskrabbameina á Norðurlöndunum. Velferðarráðuneytið gaf árið 2016 út rit um Lýðheilsustefnu og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi – með sérstakri áherslu á börn og ungmenni að 18 ára aldri. Þar kemur meðal annars fram að meðal virkra aðgerða til að sporna við skaðlegum áhrifum áfengisneyslu er stýring á áfengisneyslu með verði, einkasölu ríkis og háum aldursmörkum til áfengiskaupa. Þetta sé í samræmi við stefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Það má velta fyrir sér orsökum þess að ítrekað komi fram hugmyndir um að auka aðgengi að áfengi og leyfa áfengisauglýsingar. Við ættum einmitt að fagna þeirri góðu umgjörð sem hér er – svipaðri og á hinum Norðurlöndunum nema í Danmörku, þar sem mest er drukkið. Getur verið að undirliggjandi sé þrýstingur frá hagsmunaaðilum á borð við tilteknar verslanir, innflytjendur og jafnvel fjölmiðla sem munu hagnast af sölu áfengisauglýsinga? Enginn vafi er á að lýðheilsa þjóðarinnar verður fórnarlambið ef þessar breytingartillögur ná fram að ganga á Alþingi.Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Laufey Tryggvadóttir Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Afleiðingar aukins aðgengis að áfengi hafa verið margrannsakaðar og hafa meðal annars bein áhrif til fjölgunar dauðsfalla af völdum krabbameina. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að draga úr áfengisneyslu til að bæta heilsufar þjóða. Enn fremur hefur stofnunin ítrekað bent á að langáhrifaríkustu aðferðirnar til að minnka áfengisneyslu séu í höndum stjórnvalda; verðstýring, aðgangstakmörkun og auglýsingabann. Því miður hefur fræðsla ekki nærri eins mikil áhrif og þessar takmarkanir. Þegar sala áfengis er gefin frjáls eykst neyslan til muna. Rannsökuð voru áhrif þess ef aflétt yrði ríkiseinokun í Svíþjóð. Í ljós kom að drykkjan myndi aukast um 20% ef einkareknar sérverslanir tækju við sölunni, en um 31% ef það yrðu almennar verslanir. Áfengistengd dauðsföll vegna krabbameina myndu aukast um 18% ef áfengi færi í sérverslanir og um 29% ef það færi í almennar verslanir. Í yfir 30 ár hefur verið þekkt að áfengisneysla eykur líkur á krabbameinum í munnholi, koki, barka, vélinda, lifur, brjóstum og ristli. Ekki skiptir máli hvaða tegundar áfengis er neytt, þ.e. hvort um er að ræða bjór, létt vín eða sterkt, því vínandinn og niðurbrotsefni hans acetaldehýð eru staðfestir krabbameinsvaldar. Þriðjungur jarðarbúa neytir áfengis og árlega má rekja þrjár milljónir dauðsfalla til drykkjunnar. Krabbamein valda stórum hluta þessara dauðsfalla og hjá einstaklingum yfir 50 ára eru þau í efsta sæti dánarorsaka af völdum áfengisneyslu. Í nýlegri fjölþjóðlegri rannsókn sem birtist í Lancet, kom skýrt í ljós að engin heilsubót felst í því að drekka eitt glas á dag, þvert á móti. Þótt neysla undir einu glasi á dag geti lækkað áhættu á blóðþurrð í hjarta og á sykursýki hjá konum þá vegur aukin áhætta á krabbameinum og fleiri sjúkdómum það upp. Enginn lágmarksskammtur af áfengi er góður fyrir heilsuna þegar heildarmyndin er skoðuð og þótt margir kjósi að neyta áfengis í hófi þá er ljóst neyslan mun ekki bæta heilsuna. Miðað við óbreyttar drykkjuvenjur má búast við 83.000 áfengistengdum krabbameinstilfellum næstu 30 árin á Norðurlöndunum – flestum í ristli – og endaþarmi og brjóstum. Áfengisneysla er auðvitað aðeins einn af mörgum áhættuþáttum krabbameina en skýrir til dæmis um 5% brjóstakrabbameina og 3% ristil-og endaþarmskrabbameina á Norðurlöndunum. Velferðarráðuneytið gaf árið 2016 út rit um Lýðheilsustefnu og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi – með sérstakri áherslu á börn og ungmenni að 18 ára aldri. Þar kemur meðal annars fram að meðal virkra aðgerða til að sporna við skaðlegum áhrifum áfengisneyslu er stýring á áfengisneyslu með verði, einkasölu ríkis og háum aldursmörkum til áfengiskaupa. Þetta sé í samræmi við stefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Það má velta fyrir sér orsökum þess að ítrekað komi fram hugmyndir um að auka aðgengi að áfengi og leyfa áfengisauglýsingar. Við ættum einmitt að fagna þeirri góðu umgjörð sem hér er – svipaðri og á hinum Norðurlöndunum nema í Danmörku, þar sem mest er drukkið. Getur verið að undirliggjandi sé þrýstingur frá hagsmunaaðilum á borð við tilteknar verslanir, innflytjendur og jafnvel fjölmiðla sem munu hagnast af sölu áfengisauglýsinga? Enginn vafi er á að lýðheilsa þjóðarinnar verður fórnarlambið ef þessar breytingartillögur ná fram að ganga á Alþingi.Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun