Frambjóðandi demókrata vill gera vændi löglegt í Queens Sylvía Hall skrifar 15. júní 2019 11:00 Tiffany Cabán nýtur stuðnings framsækinna demókrata. Tiffany Cabán Tiffany Cabán, frambjóðandi Demókrataflokksins til héraðssaksóknara New York ríkis, segir núverandi vændislöggjöf í ríkinu svipta fólk sjálfdæmi sínu og reyna að stjórna því hvað fólk kýs að gera við líkama sinn. Hún hefur gefið það út að hún stefni að því að gera vændi löglegt í Queens-hverfi nái hún kjöri en þetta kemur fram á vef Buzzfeed. Cabán er vinsæl meðal framsækinna demókrata og hefur vakið mikla athygli eftir að þingmaðurinn Alexandria Ocasio-Cortez lýsti yfir stuðningi við hana. Sýn hennar á vændislöggjöf þykir nútímalegri en hefur tíðkast í Bandaríkjunum og fagna margir því að hún sé að opna á umræðuna. „Við glæpavæðum fólk sem býr við óstöðugt ástand vegna kerfislægra vandamála,“ sagði Cabán í viðtali við Buzzfeed nú á dögunum. Hún segir marga neyðast til þess að fara út í þennan geira og lenda í því að vera sakfelld fyrir minniháttar brot sem leiða jafnvel til brottvísunar úr landi. „Við viljum styðja við bakið á fólki í vændi og fólk sem vill starfa við vændi því hagkerfið okkar vinnur svo sannarlega ekki í þágu allra,“ sagði Cabán og bætti við að ef fólk væri að gera þetta í algjörri neyð þyrfti að útvega aðrar leiðir til þess að fólk sæi þetta ekki sem eina kostinn.Kvennasamtökin NOW NYC hafa lýst yfir stuðningi við frambjóðandann Melindu Katz, meðal annars vegna þess að hún er mótfallin hugmyndinni.Vísir/GettyLögleiðing vændis skiptir kvenréttindabaráttunni í tvo hópa Málið virðist skipta fólki í tvo hópa og er fólk annars vegar hlynnt eða algjörlega mótfallið hugmyndinni. Cabán segir málið þó vera bæði feminískt málefni sem snýst um grundvallar mannréttindi og lýðheilsu sem hafi einnig efnahagslegan ávinning. Sonia Ossorio, forseti kvennasamtakanna NOW NYC, segir það mikilvægt að breyta glæpalöggjöf í ríkinu en þetta mál sé á villigötum. „Það er nauðsynlegt að við endurskoðum glæpalöggjöfina en í því felst ekki, og á ekki að felast, að styðja hugmyndina um að lögleiða viðskipti sem eru í eðli sínu ofbeldi sem eru beintengd skipulagðri glæpastarfsemi sem nýta sér neyð okkur viðkvæmasta hóps,“ sagði Ossario. Samtökin hafa lýst yfir stuðningi við Melindu Katz, annan frambjóðanda Demókrataflokksins, sem hefur gefið það út að hún styðji ekki lögleiðingu. Hún vilji frekar fara þá leið að gera kaupendur ábyrga og halda möguleikanum opnum að sækja þá til saka líkt og þekkist á Norðurlöndunum. Cabán gefur lítið fyrir hugmyndir Katz og segir norræna módelið ekki virka. Hún segir það gefa augaleið að það sé ekki hægt að sækja kaupendur til saka án þess að gera þann sem selur einnig að glæpamanni. Þá skapi þetta einnig slæmt umhverfi fyrir þá sem starfa í vændi þar sem yfirvöld myndu herja á fólk í vændi í leit að upplýsingum um kaupendur. Bandaríkin Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Tiffany Cabán, frambjóðandi Demókrataflokksins til héraðssaksóknara New York ríkis, segir núverandi vændislöggjöf í ríkinu svipta fólk sjálfdæmi sínu og reyna að stjórna því hvað fólk kýs að gera við líkama sinn. Hún hefur gefið það út að hún stefni að því að gera vændi löglegt í Queens-hverfi nái hún kjöri en þetta kemur fram á vef Buzzfeed. Cabán er vinsæl meðal framsækinna demókrata og hefur vakið mikla athygli eftir að þingmaðurinn Alexandria Ocasio-Cortez lýsti yfir stuðningi við hana. Sýn hennar á vændislöggjöf þykir nútímalegri en hefur tíðkast í Bandaríkjunum og fagna margir því að hún sé að opna á umræðuna. „Við glæpavæðum fólk sem býr við óstöðugt ástand vegna kerfislægra vandamála,“ sagði Cabán í viðtali við Buzzfeed nú á dögunum. Hún segir marga neyðast til þess að fara út í þennan geira og lenda í því að vera sakfelld fyrir minniháttar brot sem leiða jafnvel til brottvísunar úr landi. „Við viljum styðja við bakið á fólki í vændi og fólk sem vill starfa við vændi því hagkerfið okkar vinnur svo sannarlega ekki í þágu allra,“ sagði Cabán og bætti við að ef fólk væri að gera þetta í algjörri neyð þyrfti að útvega aðrar leiðir til þess að fólk sæi þetta ekki sem eina kostinn.Kvennasamtökin NOW NYC hafa lýst yfir stuðningi við frambjóðandann Melindu Katz, meðal annars vegna þess að hún er mótfallin hugmyndinni.Vísir/GettyLögleiðing vændis skiptir kvenréttindabaráttunni í tvo hópa Málið virðist skipta fólki í tvo hópa og er fólk annars vegar hlynnt eða algjörlega mótfallið hugmyndinni. Cabán segir málið þó vera bæði feminískt málefni sem snýst um grundvallar mannréttindi og lýðheilsu sem hafi einnig efnahagslegan ávinning. Sonia Ossorio, forseti kvennasamtakanna NOW NYC, segir það mikilvægt að breyta glæpalöggjöf í ríkinu en þetta mál sé á villigötum. „Það er nauðsynlegt að við endurskoðum glæpalöggjöfina en í því felst ekki, og á ekki að felast, að styðja hugmyndina um að lögleiða viðskipti sem eru í eðli sínu ofbeldi sem eru beintengd skipulagðri glæpastarfsemi sem nýta sér neyð okkur viðkvæmasta hóps,“ sagði Ossario. Samtökin hafa lýst yfir stuðningi við Melindu Katz, annan frambjóðanda Demókrataflokksins, sem hefur gefið það út að hún styðji ekki lögleiðingu. Hún vilji frekar fara þá leið að gera kaupendur ábyrga og halda möguleikanum opnum að sækja þá til saka líkt og þekkist á Norðurlöndunum. Cabán gefur lítið fyrir hugmyndir Katz og segir norræna módelið ekki virka. Hún segir það gefa augaleið að það sé ekki hægt að sækja kaupendur til saka án þess að gera þann sem selur einnig að glæpamanni. Þá skapi þetta einnig slæmt umhverfi fyrir þá sem starfa í vændi þar sem yfirvöld myndu herja á fólk í vændi í leit að upplýsingum um kaupendur.
Bandaríkin Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira