Sinnuleysi um framhaldsskólastigið Guðjón H. Hauksson skrifar 13. júní 2019 11:15 Ráðherra menntamála fer mikinn þessi misserin og ætlar sér að lyfta grettistaki í sínum málaflokki með metnaðarfullum aðgerðum. Menntastefna til ársins 2030 er í smíðum og hafa molar úr henni birst í plagginu Aðgerðir í menntamálum: Fjölgum kennurum. Margt er gott í áætlun ráðherra, enda höfum við ekki haft faglegri menntamálaráðherra í áraraðir, en það verður að benda á þá staðreynd að nánast algert sinnuleysi ríkir um framhaldsskólastigið og raunar má halda því fram að markvisst sé unnið að því að gera það eins lítilvægt og framast er unnt. Einn liður af mörgum í áætlun ráðherra er frumvarp um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla og er það kynnt þingheimi og þjóð eins og það sé afurð víðtæks samstarfs og samráðs við alla hagsmunaaðila. Þarna er mjög frjálslega farið með staðreyndir málsins og má segja að gagnvart framhaldsskólastiginu fatist ráðherra flugið. Frumvarpið hefur ekki tekið neinum efnislegum breytingum frá því að framhaldsskólakennarar fengu aðild að málinu í nóvember 2018. Engar af alvarlegri athugasemdum framhaldsskólakennara hafa fengið hljómgrunn. Þetta frumvarp felur í sér afslátt af kröfum um þekkingu fagkennara á sérgreinum sínum (á meðan ríkisstjórn boðar til stórsóknar í menntamálum með sérstaka áherslu á vísindi, nýsköpun og þróun). Þetta frumvarp dregur úr faglegu sjálfstæði kennara og háskóla sem mennta kennara. Óljós hæfniviðmið kennara á að færa inn í harðan lagaramma og sérstakt kennararáð skal hlutast til um hverjir fá leyfisbréf. Frumvarpið tekur ekkert tillit til þess að framhaldsskólakennar eru fyrst og fremst sérfræðingar á ákveðnum sviðum sem síðan gerast kennarar. Framhaldsskólakennarar hafa fengið sig fullsadda af því að þurfa sífellt að sæta því hvernig vegið að þessu skólastigi þar sem nemendur fá loks möguleika á að fara á dýptina í ótal viðfangsefnum undir stjórn sérfræðinga. Fyrir fjórum árum voru framhaldsskólar þvingaðir til að innrita nemendur á þriggja ára námsbrautir án umræðu á Alþingi þrátt fyrir að allt hafi bent til þess að nemendur komi ekki nægilega undirbúnir inn í framhaldsskólana úr grunnskólunum (sjá t.d. Stærsta efnahagsmálið – Sóknarfæri í menntun, skýrsla Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands frá 2014 og Úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum, skýrsla unnin á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins sama ár). Lofað var fögrum orðum að stytting framhaldsskólans væri ekki sparnaðaraðgerð enda skyldi fjármagn til framhaldsskólanna haldast óbreytt en nú er boðaður 1,8 milljarða niðurskurður til framhaldsskólanna til ársins 2024. Inn í þetta hörmulega landslag kemur nú frumvarp um margháttaðan afslátt og niðurskurð af kröfum til kennara í skólum landsins og þá sérstaklega í framhaldsskólum. Hvers konar stórsókn er þetta? Hvers konar viðurkenning er þetta á störfum framhaldsskólakennara? Ef mennt er máttur er þá minni menntun ekki minni máttur? Enn og aftur á að breyta umhverfi framhaldsskólastigsins og raunar alls skólakerfisins á Íslandi án þess að almennileg, heildstæð og opin umræða fari fram um það hvert íslensk þjóð vill fara í menntamálum. Kennarar við fjölmarga framhaldsskóla landsins, Skólamálanefnd Félags framhaldsskólakennara og stjórn Félags framhaldsskólakennara skora eindregið á Alþingi að fresta afgreiðslu þessa frumvarps. Við erum svo reiðubúin til þess að ræða alla þætti frumvarpsins á breiðum grundvelli á næstu misserum.Höfundur er framhaldsskólakennari og varaformaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Skóla - og menntamál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ráðherra menntamála fer mikinn þessi misserin og ætlar sér að lyfta grettistaki í sínum málaflokki með metnaðarfullum aðgerðum. Menntastefna til ársins 2030 er í smíðum og hafa molar úr henni birst í plagginu Aðgerðir í menntamálum: Fjölgum kennurum. Margt er gott í áætlun ráðherra, enda höfum við ekki haft faglegri menntamálaráðherra í áraraðir, en það verður að benda á þá staðreynd að nánast algert sinnuleysi ríkir um framhaldsskólastigið og raunar má halda því fram að markvisst sé unnið að því að gera það eins lítilvægt og framast er unnt. Einn liður af mörgum í áætlun ráðherra er frumvarp um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla og er það kynnt þingheimi og þjóð eins og það sé afurð víðtæks samstarfs og samráðs við alla hagsmunaaðila. Þarna er mjög frjálslega farið með staðreyndir málsins og má segja að gagnvart framhaldsskólastiginu fatist ráðherra flugið. Frumvarpið hefur ekki tekið neinum efnislegum breytingum frá því að framhaldsskólakennarar fengu aðild að málinu í nóvember 2018. Engar af alvarlegri athugasemdum framhaldsskólakennara hafa fengið hljómgrunn. Þetta frumvarp felur í sér afslátt af kröfum um þekkingu fagkennara á sérgreinum sínum (á meðan ríkisstjórn boðar til stórsóknar í menntamálum með sérstaka áherslu á vísindi, nýsköpun og þróun). Þetta frumvarp dregur úr faglegu sjálfstæði kennara og háskóla sem mennta kennara. Óljós hæfniviðmið kennara á að færa inn í harðan lagaramma og sérstakt kennararáð skal hlutast til um hverjir fá leyfisbréf. Frumvarpið tekur ekkert tillit til þess að framhaldsskólakennar eru fyrst og fremst sérfræðingar á ákveðnum sviðum sem síðan gerast kennarar. Framhaldsskólakennarar hafa fengið sig fullsadda af því að þurfa sífellt að sæta því hvernig vegið að þessu skólastigi þar sem nemendur fá loks möguleika á að fara á dýptina í ótal viðfangsefnum undir stjórn sérfræðinga. Fyrir fjórum árum voru framhaldsskólar þvingaðir til að innrita nemendur á þriggja ára námsbrautir án umræðu á Alþingi þrátt fyrir að allt hafi bent til þess að nemendur komi ekki nægilega undirbúnir inn í framhaldsskólana úr grunnskólunum (sjá t.d. Stærsta efnahagsmálið – Sóknarfæri í menntun, skýrsla Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands frá 2014 og Úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum, skýrsla unnin á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins sama ár). Lofað var fögrum orðum að stytting framhaldsskólans væri ekki sparnaðaraðgerð enda skyldi fjármagn til framhaldsskólanna haldast óbreytt en nú er boðaður 1,8 milljarða niðurskurður til framhaldsskólanna til ársins 2024. Inn í þetta hörmulega landslag kemur nú frumvarp um margháttaðan afslátt og niðurskurð af kröfum til kennara í skólum landsins og þá sérstaklega í framhaldsskólum. Hvers konar stórsókn er þetta? Hvers konar viðurkenning er þetta á störfum framhaldsskólakennara? Ef mennt er máttur er þá minni menntun ekki minni máttur? Enn og aftur á að breyta umhverfi framhaldsskólastigsins og raunar alls skólakerfisins á Íslandi án þess að almennileg, heildstæð og opin umræða fari fram um það hvert íslensk þjóð vill fara í menntamálum. Kennarar við fjölmarga framhaldsskóla landsins, Skólamálanefnd Félags framhaldsskólakennara og stjórn Félags framhaldsskólakennara skora eindregið á Alþingi að fresta afgreiðslu þessa frumvarps. Við erum svo reiðubúin til þess að ræða alla þætti frumvarpsins á breiðum grundvelli á næstu misserum.Höfundur er framhaldsskólakennari og varaformaður Félags framhaldsskólakennara.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun