Losa sig við áreitisvörnina til að fjölga körlum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júní 2019 11:31 Á hverjum degi opnast fyrir spjalltengingu við einn notanda sem hverfur svo á miðnætti. Eina leiðin til að halda spjallinu gangandi eftir miðnætti er ef báðir aðilar hafa valið að framlengja spjallið. skjáskot Aðstandendur íslenska stefnumótaforritsins The One telja að í upphaflegri útgáfu forritsins hafi verið að finna of stóra hindrun fyrir karlmenn. Af þeim sökum hefur verið tekin ákvörðun um að karlmenn þurfi ekki lengur á boðslykli að halda til að nota forritið. The One var ýtt úr vör í síðustu viku. Í forritinu fá notendur úthlutaðri einni manneskju á dag en það eina þeir sem sjá um hinn einstaklinginn er ein mynd, fornafn og fjarlægð frá notandanum. Notendur hafa svo til miðnættis til að spjalla saman og kynnast. Á miðnætti hverfur svo manneskjan að eilífu nema báðir aðilar vilji framlengja spjallið. Mikill kynjahalli hefur verið á forritinu frá fyrsta degi. Konur hafa verið langtum fleiri, þær voru þannig þrefalt fleiri en karlar á forritinu á mánudag, og segja aðstandendur The One að fyrir vikið hafi spjalltengingar oft orðið frekar kómískar. Ástæðan sé meðal annars mikill aldursmunur notenda. Upphaflega þurftu allir karlmenn að fá boðslykil frá konu úr forritinu, en það var gert til að minnka áreiti í garð kvenna að sögn aðstandenda The One. Þessi boðslykill er sagður ein helsta ástæða þess að illa hafi gengið að fjölga körlum á forritinu. Því hafi verið tekin ákvörðun um að fleygja lyklinum.„Þó að fjöldi niðurhala frá karlmönnum hafi aukist töluvert undanfarið þá stendur boðslykillinn enn í vegi fyrir því að stór hluti karlmanna geti byrjað að nota appið. Forsvarsmenn The One hafa því ákveðið að fara aðra leið til að fá konur til að staðfesta karlmenn á appinu, en eftir hvert spjall við nýja notendur sem á sér stað eru konur beðnar um að láta vita hvort nokkuð áreiti hafi átt sér stað,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum The One. Því geta allir sótt forritið t.d. hér að neðan, og byrjað að spjalla, en gerist einhver uppvís að áreiti og það tilkynnt dettur viðkomandi notandi út. „Eftir að hafa fengið töluverða endurgjöf frá notendum, rýnt í tölurnar og ráðfært okkur við fjölda fólks, höfum við ákveðið að fara þessa leið og segja skilið við boðslyklana að sinni. Við teljum þessa aðferð heilnæmari og líklegri til þess að skila tilætluðum árangri án þess að mismuna neinum,” er haft eftir Davíði Erni Símonarsyni, framkvæmdastjóra The One, í tilkynningunni. The One er komið út í App Store og á Google Play og er frítt fyrir alla. Hægt er að nálgast nánari leiðbeiningar á heimasíðu The One. Ástin og lífið Tækni Tengdar fréttir Áherslan ekki á skyndikynni í íslenska appinu The One The One er nýtt íslenskt stefnumóta app þar sem konur ráða því hvaða karlmenn fá aðgang. Makamál hitti stofnendur The One og fengu að heyra meira um appið. 21. júní 2019 12:00 Vantar miklu fleiri karlmenn fyrir einhleypu konurnar Forsvarsmenn nýja stefnumótaforritsins The One hvetja karlmenn til að vera óhræddir við að sækja smáforritið. 24. júní 2019 15:31 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Aðstandendur íslenska stefnumótaforritsins The One telja að í upphaflegri útgáfu forritsins hafi verið að finna of stóra hindrun fyrir karlmenn. Af þeim sökum hefur verið tekin ákvörðun um að karlmenn þurfi ekki lengur á boðslykli að halda til að nota forritið. The One var ýtt úr vör í síðustu viku. Í forritinu fá notendur úthlutaðri einni manneskju á dag en það eina þeir sem sjá um hinn einstaklinginn er ein mynd, fornafn og fjarlægð frá notandanum. Notendur hafa svo til miðnættis til að spjalla saman og kynnast. Á miðnætti hverfur svo manneskjan að eilífu nema báðir aðilar vilji framlengja spjallið. Mikill kynjahalli hefur verið á forritinu frá fyrsta degi. Konur hafa verið langtum fleiri, þær voru þannig þrefalt fleiri en karlar á forritinu á mánudag, og segja aðstandendur The One að fyrir vikið hafi spjalltengingar oft orðið frekar kómískar. Ástæðan sé meðal annars mikill aldursmunur notenda. Upphaflega þurftu allir karlmenn að fá boðslykil frá konu úr forritinu, en það var gert til að minnka áreiti í garð kvenna að sögn aðstandenda The One. Þessi boðslykill er sagður ein helsta ástæða þess að illa hafi gengið að fjölga körlum á forritinu. Því hafi verið tekin ákvörðun um að fleygja lyklinum.„Þó að fjöldi niðurhala frá karlmönnum hafi aukist töluvert undanfarið þá stendur boðslykillinn enn í vegi fyrir því að stór hluti karlmanna geti byrjað að nota appið. Forsvarsmenn The One hafa því ákveðið að fara aðra leið til að fá konur til að staðfesta karlmenn á appinu, en eftir hvert spjall við nýja notendur sem á sér stað eru konur beðnar um að láta vita hvort nokkuð áreiti hafi átt sér stað,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum The One. Því geta allir sótt forritið t.d. hér að neðan, og byrjað að spjalla, en gerist einhver uppvís að áreiti og það tilkynnt dettur viðkomandi notandi út. „Eftir að hafa fengið töluverða endurgjöf frá notendum, rýnt í tölurnar og ráðfært okkur við fjölda fólks, höfum við ákveðið að fara þessa leið og segja skilið við boðslyklana að sinni. Við teljum þessa aðferð heilnæmari og líklegri til þess að skila tilætluðum árangri án þess að mismuna neinum,” er haft eftir Davíði Erni Símonarsyni, framkvæmdastjóra The One, í tilkynningunni. The One er komið út í App Store og á Google Play og er frítt fyrir alla. Hægt er að nálgast nánari leiðbeiningar á heimasíðu The One.
Ástin og lífið Tækni Tengdar fréttir Áherslan ekki á skyndikynni í íslenska appinu The One The One er nýtt íslenskt stefnumóta app þar sem konur ráða því hvaða karlmenn fá aðgang. Makamál hitti stofnendur The One og fengu að heyra meira um appið. 21. júní 2019 12:00 Vantar miklu fleiri karlmenn fyrir einhleypu konurnar Forsvarsmenn nýja stefnumótaforritsins The One hvetja karlmenn til að vera óhræddir við að sækja smáforritið. 24. júní 2019 15:31 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Áherslan ekki á skyndikynni í íslenska appinu The One The One er nýtt íslenskt stefnumóta app þar sem konur ráða því hvaða karlmenn fá aðgang. Makamál hitti stofnendur The One og fengu að heyra meira um appið. 21. júní 2019 12:00
Vantar miklu fleiri karlmenn fyrir einhleypu konurnar Forsvarsmenn nýja stefnumótaforritsins The One hvetja karlmenn til að vera óhræddir við að sækja smáforritið. 24. júní 2019 15:31