„Mildari áhrif“ og minni fækkun ferðamanna en gert var ráð fyrir Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júlí 2019 13:45 Skarphéðinn Berg Steinarrson, ferðamálastjóri. vísir/gva Ferðamálastjóri segir nýjar tölur yfir brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli í júní sýna minni fækkun en gert hafði verið ráð fyrir í spám. Athyglisvert sé að líta til þess að fækkunin sé fyrst og fremst í hópi Bandaríkjamanna en á móti komi að ferðamönnum frá Þýskalandi og Norðurlöndunum fjölgi. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um hundrað níutíu og fimm þúsund í júnímánuði eða um þrjátíu og níu þúsund færri en í júní árið 2018. Fækkun milli ára nemur þannig 16,7 prósentum. Þetta rímar við þróunina undanfarna mánuði en fækkun hefur mælst alla mánuði frá áramótum. Mest var fækkunin í maí, eða 23,6 prósent. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir fækkunina í júní ekki jafnmikla og búist hafði verið við, og því verði áhrifin mildari. „Þessar tölur segja að fækkun brottfararfarþega í júní miðað við júní í fyrra hafi verið tæp sautján prósent. Það er náttúrulega allmikil fækkun. Það er hins vegar minni fækkun en Isavia hafði gert ráð fyrir í nýlegri spá sinni og að því leyti mildari áhrif.“Ýmislegt jákvætt þrátt fyrir hrun í komum Bandaríkjamanna Mest munar um Bandaríkjamenn í tölunum en þeir voru eftir sem áður fjölmennastir í júní, eða 31 prósent brottfara. Þeim fækkaði þó um 35,1 prósent milli ára. Þjóðverjar voru í öðru sæti en brottfarir þeirra voru 17 þúsund talsins eða 6,4% fleiri en í júní árið áður. Í þriðja sæti voru brottfarir Breta, um tíu þúsund talsins og fækkaði þeim um 21,1%. Þar á eftir fylgdu síðan brottfarir Kínverja (4,9% af heild), Pólverja (4,8% af heild), Frakka (4,4% af heild), Kanadamanna (4,3% af heild), Svía (2,9% af heild), Norðmanna (2,5% af heild) og Dana (2,2% af heild). Skarphéðinn segir að ferðamenn af öðrum þjóðernum vegi upp á móti fækkuninni í röðum Bandaríkjamanna. „Fækkunin er fyrst og fremst í fjölda Bandaríkjamanna. Af 39 þúsund farþegum sem fækkar um þá eru um 33 þúsund Bandaríkjamenn. Á móti er aukning í ýmsum af okkar heðfbundnari mörkuðum, eins og Þýskalandi og Norðurlandaþjóðunum. Þannig að það eru ýmsar ágætar vísbendingar í þessu líka.“ Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Skipt um gír eftir hraða uppbyggingu Bláa Lónið fjárfesti fyrir 13 milljarða króna á fimm árum í innviðum án þess að safna skuldum eða auka hlutafé. Grímur Sæmundsen forstjóri segir að nú verði áhersla lögð á almennan rekstur. 3. júlí 2019 09:00 Þriðjungs samdráttur í útleigu með Airbnb á Íslandi Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu. 28. júní 2019 12:45 Hagkvæm leið til að bregðast við fækkun ferðamanna Framboð á flugferðum til Íslands hefur allt að segja um fjölda ferðamanna sem hingað koma. Brotthvarf WOW sýnir þetta með skýrum hætti, sem og fækkun flugferða hjá Easyjet. 27. júní 2019 10:07 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira
Ferðamálastjóri segir nýjar tölur yfir brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli í júní sýna minni fækkun en gert hafði verið ráð fyrir í spám. Athyglisvert sé að líta til þess að fækkunin sé fyrst og fremst í hópi Bandaríkjamanna en á móti komi að ferðamönnum frá Þýskalandi og Norðurlöndunum fjölgi. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um hundrað níutíu og fimm þúsund í júnímánuði eða um þrjátíu og níu þúsund færri en í júní árið 2018. Fækkun milli ára nemur þannig 16,7 prósentum. Þetta rímar við þróunina undanfarna mánuði en fækkun hefur mælst alla mánuði frá áramótum. Mest var fækkunin í maí, eða 23,6 prósent. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir fækkunina í júní ekki jafnmikla og búist hafði verið við, og því verði áhrifin mildari. „Þessar tölur segja að fækkun brottfararfarþega í júní miðað við júní í fyrra hafi verið tæp sautján prósent. Það er náttúrulega allmikil fækkun. Það er hins vegar minni fækkun en Isavia hafði gert ráð fyrir í nýlegri spá sinni og að því leyti mildari áhrif.“Ýmislegt jákvætt þrátt fyrir hrun í komum Bandaríkjamanna Mest munar um Bandaríkjamenn í tölunum en þeir voru eftir sem áður fjölmennastir í júní, eða 31 prósent brottfara. Þeim fækkaði þó um 35,1 prósent milli ára. Þjóðverjar voru í öðru sæti en brottfarir þeirra voru 17 þúsund talsins eða 6,4% fleiri en í júní árið áður. Í þriðja sæti voru brottfarir Breta, um tíu þúsund talsins og fækkaði þeim um 21,1%. Þar á eftir fylgdu síðan brottfarir Kínverja (4,9% af heild), Pólverja (4,8% af heild), Frakka (4,4% af heild), Kanadamanna (4,3% af heild), Svía (2,9% af heild), Norðmanna (2,5% af heild) og Dana (2,2% af heild). Skarphéðinn segir að ferðamenn af öðrum þjóðernum vegi upp á móti fækkuninni í röðum Bandaríkjamanna. „Fækkunin er fyrst og fremst í fjölda Bandaríkjamanna. Af 39 þúsund farþegum sem fækkar um þá eru um 33 þúsund Bandaríkjamenn. Á móti er aukning í ýmsum af okkar heðfbundnari mörkuðum, eins og Þýskalandi og Norðurlandaþjóðunum. Þannig að það eru ýmsar ágætar vísbendingar í þessu líka.“
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Skipt um gír eftir hraða uppbyggingu Bláa Lónið fjárfesti fyrir 13 milljarða króna á fimm árum í innviðum án þess að safna skuldum eða auka hlutafé. Grímur Sæmundsen forstjóri segir að nú verði áhersla lögð á almennan rekstur. 3. júlí 2019 09:00 Þriðjungs samdráttur í útleigu með Airbnb á Íslandi Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu. 28. júní 2019 12:45 Hagkvæm leið til að bregðast við fækkun ferðamanna Framboð á flugferðum til Íslands hefur allt að segja um fjölda ferðamanna sem hingað koma. Brotthvarf WOW sýnir þetta með skýrum hætti, sem og fækkun flugferða hjá Easyjet. 27. júní 2019 10:07 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira
Skipt um gír eftir hraða uppbyggingu Bláa Lónið fjárfesti fyrir 13 milljarða króna á fimm árum í innviðum án þess að safna skuldum eða auka hlutafé. Grímur Sæmundsen forstjóri segir að nú verði áhersla lögð á almennan rekstur. 3. júlí 2019 09:00
Þriðjungs samdráttur í útleigu með Airbnb á Íslandi Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu. 28. júní 2019 12:45
Hagkvæm leið til að bregðast við fækkun ferðamanna Framboð á flugferðum til Íslands hefur allt að segja um fjölda ferðamanna sem hingað koma. Brotthvarf WOW sýnir þetta með skýrum hætti, sem og fækkun flugferða hjá Easyjet. 27. júní 2019 10:07