Reginmisskilningur um EES-samninginn Andrés Pétursson skrifar 7. ágúst 2019 07:00 Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi hefur hafið mikla herferð gegn EES-samningum í fjölmiðlum að undanförnu. Ekki veit ég á hvaða vegferð bæjarstjórinn er eða hvaða tilgangi þessi skrif hans þjóna. Þau þjóna að minnsta kosti ekki atvinnulífinu og almenningi í landinu því fátt hefur veitt almenningi og fyrirtækjum á Íslandi meiri búbót undanfarin 25 ár en þessi samningur. Þó er ljóst að þetta er hluti af skipulagðri herferð andstæðinga samningsins og tengist baráttunni gegn innleiðingu ákveðinna gerða sem tengjast orkulöggjöf EES. Elliði heldur því fram að EES-samningurinn sé ekkert annað en undirbúningur fyrir ESB-aðild. Þetta er reginmisskilningur. Evrópusambandið var í kringum 1990 tilbúið að gera mjög hagstæðan samning við EFTA-löndin til þess að koma í veg fyrir að þau myndu sækja um aðild að ESB. Sambandið taldi sig á þeim tíma ekki vera tilbúið að taka við nýjum aðildarríkjum vegna sameiningar Þýskalands og breytinga í A-Evrópu. Finnland, Svíþjóð og Austurríki ákváðu samt að ganga til liðs viði ESB. Noregur, Lichtenstein og Ísland njóta hins vegar góðs af EES-samningnum og tugþúsundir Íslendinga hafa tekið þátt í samstarfsverkefnum á sviði rannsókna, vísinda, mennta og menningar þökk sé þessu samstarfi. Eins og andstæðingum EES-samningsins er oft tamt að gera þá skautar Elliði fram hjá öllum kostum samningsins og gefur í skyn að við séum nytsamir sakleysingjar sem hið vonda Evrópusamband sé að véla til sín með öllum hugsanlegum ráðum. Staðreyndin er hins vegar sú að við tökum þátt í alþjóðlegu samstarfi á okkur forsendum því hagsmunum okkar er betur borgið á þennan hátt. Látum ekki pólitíska stundarhagsmuni ákveðinna afla í landinu blinda okkur sýn. Nóg er búið að birta af bulli í tengslum við þriðja orkupakkann þótt ekki sé höggvið að rótum EES-samningsins og framtíð hans stefnt í hættu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Utanríkismál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi hefur hafið mikla herferð gegn EES-samningum í fjölmiðlum að undanförnu. Ekki veit ég á hvaða vegferð bæjarstjórinn er eða hvaða tilgangi þessi skrif hans þjóna. Þau þjóna að minnsta kosti ekki atvinnulífinu og almenningi í landinu því fátt hefur veitt almenningi og fyrirtækjum á Íslandi meiri búbót undanfarin 25 ár en þessi samningur. Þó er ljóst að þetta er hluti af skipulagðri herferð andstæðinga samningsins og tengist baráttunni gegn innleiðingu ákveðinna gerða sem tengjast orkulöggjöf EES. Elliði heldur því fram að EES-samningurinn sé ekkert annað en undirbúningur fyrir ESB-aðild. Þetta er reginmisskilningur. Evrópusambandið var í kringum 1990 tilbúið að gera mjög hagstæðan samning við EFTA-löndin til þess að koma í veg fyrir að þau myndu sækja um aðild að ESB. Sambandið taldi sig á þeim tíma ekki vera tilbúið að taka við nýjum aðildarríkjum vegna sameiningar Þýskalands og breytinga í A-Evrópu. Finnland, Svíþjóð og Austurríki ákváðu samt að ganga til liðs viði ESB. Noregur, Lichtenstein og Ísland njóta hins vegar góðs af EES-samningnum og tugþúsundir Íslendinga hafa tekið þátt í samstarfsverkefnum á sviði rannsókna, vísinda, mennta og menningar þökk sé þessu samstarfi. Eins og andstæðingum EES-samningsins er oft tamt að gera þá skautar Elliði fram hjá öllum kostum samningsins og gefur í skyn að við séum nytsamir sakleysingjar sem hið vonda Evrópusamband sé að véla til sín með öllum hugsanlegum ráðum. Staðreyndin er hins vegar sú að við tökum þátt í alþjóðlegu samstarfi á okkur forsendum því hagsmunum okkar er betur borgið á þennan hátt. Látum ekki pólitíska stundarhagsmuni ákveðinna afla í landinu blinda okkur sýn. Nóg er búið að birta af bulli í tengslum við þriðja orkupakkann þótt ekki sé höggvið að rótum EES-samningsins og framtíð hans stefnt í hættu.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun