Fyrrverandi ráðherra fékk 8,7 milljónir króna fyrir skýrsluskrif Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 19. ágúst 2019 07:00 Ragnheiður Elín Árnadóttir. Fréttablaðið/Ernir Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fékk 8,7 milljónir króna fyrir skýrslu um stefnu norrænna stjórnvalda í ferðamálum. Heildarkostnaður við skýrsluna var um 12,2 milljónir. Þetta kemur fram í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Skýrslan var greidd af norrænu ráðherranefndinni en starfsemi hennar er fjármögnuð með framlögum frá norrænu ríkjunum. Framlag Íslands fyrir árið 2019 er um 204 milljónir króna. Ragnheiður Elín naut aðstoðar Berglindar Hallgrímsdóttur, forstöðumanns hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem fékk 1 milljón fyrir sitt framlag. Ferðuðust þær um Norðurlöndin, hittu sérfræðinga, ráðherra, forstöðumenn stofnana og fleiri sem koma að stefnumótun í ferðamálum. Ferðakostnaðurinn nam 1,3 milljónum en þar af námu fargjöld 587 þúsundum, dagpeningar 172 þúsundum, dvalarkostnaður 417 þúsundum, keyptar máltíðir 59 þúsundum og útgjöld vegna leigubifreiða 71 þúsund krónum. Þá var tæplega 1,2 milljónum varið í ljósmyndir, hönnun og þýðingarvinnu. Helsta niðurstaða skýrslunnar er að Norðurlönd hafi til mikils að vinna með samstarfi í ferðamálum. Meðal annars gæti borgað sig að eiga samstarf á sviði nýsköpunar, stafrænnar þróunar og markaðsmála. Efni skýrslunnar var ætlað að nýtast í vinnu að norrænni ferðamálaáætlun sem kynnt var í júlí. Lagt er til í nýju ferðamálaáætluninni að auka áherslu á stafræna væðingu og þróun svonefndra snjallra áfangastaða, auk þess að auka skilvirkni í samstarfi um tölfræði og greiningar. Áhersla er lögð á mikilvægi aukins samráðs milli áhrifafólks í samfélögum okkar og aðila ferðaþjónustunnar. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fékk 8,7 milljónir króna fyrir skýrslu um stefnu norrænna stjórnvalda í ferðamálum. Heildarkostnaður við skýrsluna var um 12,2 milljónir. Þetta kemur fram í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Skýrslan var greidd af norrænu ráðherranefndinni en starfsemi hennar er fjármögnuð með framlögum frá norrænu ríkjunum. Framlag Íslands fyrir árið 2019 er um 204 milljónir króna. Ragnheiður Elín naut aðstoðar Berglindar Hallgrímsdóttur, forstöðumanns hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem fékk 1 milljón fyrir sitt framlag. Ferðuðust þær um Norðurlöndin, hittu sérfræðinga, ráðherra, forstöðumenn stofnana og fleiri sem koma að stefnumótun í ferðamálum. Ferðakostnaðurinn nam 1,3 milljónum en þar af námu fargjöld 587 þúsundum, dagpeningar 172 þúsundum, dvalarkostnaður 417 þúsundum, keyptar máltíðir 59 þúsundum og útgjöld vegna leigubifreiða 71 þúsund krónum. Þá var tæplega 1,2 milljónum varið í ljósmyndir, hönnun og þýðingarvinnu. Helsta niðurstaða skýrslunnar er að Norðurlönd hafi til mikils að vinna með samstarfi í ferðamálum. Meðal annars gæti borgað sig að eiga samstarf á sviði nýsköpunar, stafrænnar þróunar og markaðsmála. Efni skýrslunnar var ætlað að nýtast í vinnu að norrænni ferðamálaáætlun sem kynnt var í júlí. Lagt er til í nýju ferðamálaáætluninni að auka áherslu á stafræna væðingu og þróun svonefndra snjallra áfangastaða, auk þess að auka skilvirkni í samstarfi um tölfræði og greiningar. Áhersla er lögð á mikilvægi aukins samráðs milli áhrifafólks í samfélögum okkar og aðila ferðaþjónustunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent