Pólitísk dauðafæri Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Þegar Davíð Oddsson tók út innistæðu sem hann átti á bók í Kaupþingi árið 2003 vann hann pólitískan sigur. Almenningi blöskraði kaupréttarsamningar Kaupþings Búnaðarbanka við æðstu stjórnendur og Davíð sagðist ekki geta hugsað sér að vera með fé í banka sem „gæfi landsmönnum langt nef með þessum hætti“. Eftirminnilegur gjörningur sem aflaði honum vinsælda frekar en hitt. Eftirmenn Davíðs hafa ekki komið auga á þessi pólitísku dauðafæri. Besta dæmið um það var þegar kjararáð ákvað að hækka laun ríkisforstjóra með slíkum hætti að landsmönnum blöskraði, hvort sem þeir voru til vinstri eða hægri. Þetta var kjörið tækifæri fyrir Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, til að berja hnefanum í borðið, segja „hingað og ekki lengra“ og ógilda ákvarðanir kjararáðs. Pólitíska áhættan var engin en ávinningurinn gríðarlegur. Svo varð ekki. Launahækkanir ríkisforstjóra kyntu undir ólgu á vinnumarkaðinum og verkalýðshreyfingin fékk vopn í hendurnar fyrir kjaraviðræðurnar sem fram undan voru. Dauðafærið varð að sjálfsmarki. Fjölmiðlar fjalla reglulega um mál þar sem forstjórar ríkisstofnana hegða sér eins og þeir beri enga virðingu fyrir skattfénu sem þær hafa til ráðstöfunar. Nýjasta málið eru rausnarlegir námsstyrkir Seðlabanka Íslands. Fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins fékk átján milljónir í námsstyrk, laun og endurgreiddan kostnað frá bankanum meðan hún var í námsleyfi og sótti MPA-nám í Bandaríkjunum. Framkvæmdastjórinn sneri hins vegar ekki aftur til starfa hjá bankanum að námi loknu. Eftirmálarnir verða líklega engir og því þarf Seðlabankinn einungis að bíða af sér fjölmiðlastorminn. Sama gilti um veglegar jólagjafir ÁTVR til starfsmanna, leigubílagreiðslur vegna framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, sem hafði ekki komið því í verk að taka bílpróf, og kreditkortanotkun yfirstjórnar Landspítalans á veitingastöðum. Embættismenn fara í tilgangslausar ráðstefnuferðir á kostnað skattgreiðenda og fyrrverandi ráðherrar fá milljónagreiðslur fyrir skýrsluskrif sem enginn les. Svona heldur þetta áfram ef enginn er tekinn á teppið. Með því að bregðast hart og opinberlega við tilfellum af þessu tagi sýna ráðherrar að þeim sé ekki sama um fjársóun ríkisstofnana. En það gerist allt of sjaldan. Stjórnmálaflokkurinn sem talar fyrir öflugu atvinnulífi hefur staðið vaktina á meðan laun hjá hinu opinbera rjúka upp úr öllu valdi, ríkisútgjöld vaxa á hverju ári og ríkisstarfsmönnum fjölgar í takt. Það er varla til of mikils mælst að ráðherrar flokksins taki litlu slagina ef þeir hafa nú þegar gefist upp í stóru baráttunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Þegar Davíð Oddsson tók út innistæðu sem hann átti á bók í Kaupþingi árið 2003 vann hann pólitískan sigur. Almenningi blöskraði kaupréttarsamningar Kaupþings Búnaðarbanka við æðstu stjórnendur og Davíð sagðist ekki geta hugsað sér að vera með fé í banka sem „gæfi landsmönnum langt nef með þessum hætti“. Eftirminnilegur gjörningur sem aflaði honum vinsælda frekar en hitt. Eftirmenn Davíðs hafa ekki komið auga á þessi pólitísku dauðafæri. Besta dæmið um það var þegar kjararáð ákvað að hækka laun ríkisforstjóra með slíkum hætti að landsmönnum blöskraði, hvort sem þeir voru til vinstri eða hægri. Þetta var kjörið tækifæri fyrir Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, til að berja hnefanum í borðið, segja „hingað og ekki lengra“ og ógilda ákvarðanir kjararáðs. Pólitíska áhættan var engin en ávinningurinn gríðarlegur. Svo varð ekki. Launahækkanir ríkisforstjóra kyntu undir ólgu á vinnumarkaðinum og verkalýðshreyfingin fékk vopn í hendurnar fyrir kjaraviðræðurnar sem fram undan voru. Dauðafærið varð að sjálfsmarki. Fjölmiðlar fjalla reglulega um mál þar sem forstjórar ríkisstofnana hegða sér eins og þeir beri enga virðingu fyrir skattfénu sem þær hafa til ráðstöfunar. Nýjasta málið eru rausnarlegir námsstyrkir Seðlabanka Íslands. Fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins fékk átján milljónir í námsstyrk, laun og endurgreiddan kostnað frá bankanum meðan hún var í námsleyfi og sótti MPA-nám í Bandaríkjunum. Framkvæmdastjórinn sneri hins vegar ekki aftur til starfa hjá bankanum að námi loknu. Eftirmálarnir verða líklega engir og því þarf Seðlabankinn einungis að bíða af sér fjölmiðlastorminn. Sama gilti um veglegar jólagjafir ÁTVR til starfsmanna, leigubílagreiðslur vegna framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, sem hafði ekki komið því í verk að taka bílpróf, og kreditkortanotkun yfirstjórnar Landspítalans á veitingastöðum. Embættismenn fara í tilgangslausar ráðstefnuferðir á kostnað skattgreiðenda og fyrrverandi ráðherrar fá milljónagreiðslur fyrir skýrsluskrif sem enginn les. Svona heldur þetta áfram ef enginn er tekinn á teppið. Með því að bregðast hart og opinberlega við tilfellum af þessu tagi sýna ráðherrar að þeim sé ekki sama um fjársóun ríkisstofnana. En það gerist allt of sjaldan. Stjórnmálaflokkurinn sem talar fyrir öflugu atvinnulífi hefur staðið vaktina á meðan laun hjá hinu opinbera rjúka upp úr öllu valdi, ríkisútgjöld vaxa á hverju ári og ríkisstarfsmönnum fjölgar í takt. Það er varla til of mikils mælst að ráðherrar flokksins taki litlu slagina ef þeir hafa nú þegar gefist upp í stóru baráttunni.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun