„Það er ekki spurning að áhugi á ferðalögum til Íslands fer minnkandi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2019 14:33 Ferðaþjónustan finnur fyrir áhrifunum af falli WOW air. Fréttablaðið/Anton Brink Er Grænland hið nýja Ísland? Þetta er titill á grein sem birtist í vefútgáfu ferðatímaritsins Afar í gær. Þar er rætt við ferðaþjónustuaðila sem sérhæft hafa sig í Íslandsferðum sem eru í auknum mæli farnir að selja ferðir til Grænlands. Ástæðan? Fréttir af miklum fjölda ferðamanna sem hingað koma til lands og dýrt flugmiðaverð eftir að WOW air fór á hausinn.„Fall Wow air hafði töluvert mikil áhrif á fyrirtækið okkar og viðskiptavini okkar,“ er haft eftir Lea Korinth framkvæmdastjóra hjá Jubel, ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í að skipuleggja ferðir fyrir einstaklinga. Þar á meðal eru svokallaðar óvissuferðir, þar sem viðskiptavinurinn veit ekki hvert hann er að fara fyrr en við brottför. Þar var Ísland afar vinsælt.„Við seldum margar ferðir til Íslands á síðasta ári, margar af þeim voru óvissuferðir þar sem Ísland veldur aldrei vonbrigðum,“ segir Korinth í viðtali við Afar.Fall WOW air hefur hins vegar haft áhrif á sölu á ferðum fyrirtækisins hingað til lands. Segir hún að þau hafi neyðst til að hafa samband við viðskiptavini sem þegar hafi bókað ferð hingað til þess að óska eftir því að þeir hækki umtalsvert þá fjárhæð sem þeir hafi sagst vera reiðubúnir til að eyða í ferðina, þar sem bóka hafi þurft ný flug.„Flugin eru nærri því tvöfalt dýrari en áður samanborið við það þegar WOW air far enn í loftinu,“ er haft eftir Korinth. Frá Nuuk í Grænlandi.getty/Thierry BARBIERGrænland efst á blaði hjá Forbes Í grein Afar er einnig rætt við Barbara Banks, framkvæmdastjóra hjá Wilderness Travel. Segir hún hafa fundið fyrir því að viðskiptavinir hennar hafi í auknum mæli sýnt Íslandi minni áhuga en áður, töluvert fyrir fall WOW air.„Fregnir af fjölgun ferðamanna hefur haft áhrif á áhugann á Íslandsferðum,“ er haft eftir Banks. „Það er ekki spurning að áhugi á ferðalögum til Íslands fer minnkandi.“Þess í stað segist hún finna fyrir auknum áhuga á Grænlandsferðum og að selst hafi upp í áætlaðar ferðir Wilderness Travel til Grænlands á þessu ári. Kobarth segist einnig finna fyrir því að Grænland sé að komast á radarinn hjá ferðalöngum.Þetta má einnig sjá í umfjöllum fjölmiðla en Forbes birti í dag grein þar sem fjallað er um af hverju ferðalangar ættu að sleppa því að fara til Íslands, en fara þess í stað á einn af níu áfangastöðum sem fjallað er um í greininni. Þar er Grænland til dæmis efst á blaði.Grein Afar er þó ekki bara á neikvæðu nótunum fyrir Ísland. Þar er einnig rætt við Diana Ditto, framkvæmdastjóra hjá Collete, sem segist enn finna fyrir miklum áhuga á Íslandi. Svo miklum að fyrirtækið hafi bætt við ferðum hingað til lands. Segir hún að ekkert óeðlilegt sé við það að Ísland finni fyrir minni áhuga ferðamanna en áður.„Ísland hefur verið svo vinsæll áfangastaður í mörg ár að það er bara eðlilegt að tölurnar dali eitthvað,“ segir Ditto að lokum. Ferðamennska á Íslandi Grænland Tengdar fréttir Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46 Nýr framkvæmdastjóri vill fjölga betur borgandi ferðamönnum Sigurjóna Sverrisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. 14. ágúst 2019 08:31 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Er Grænland hið nýja Ísland? Þetta er titill á grein sem birtist í vefútgáfu ferðatímaritsins Afar í gær. Þar er rætt við ferðaþjónustuaðila sem sérhæft hafa sig í Íslandsferðum sem eru í auknum mæli farnir að selja ferðir til Grænlands. Ástæðan? Fréttir af miklum fjölda ferðamanna sem hingað koma til lands og dýrt flugmiðaverð eftir að WOW air fór á hausinn.„Fall Wow air hafði töluvert mikil áhrif á fyrirtækið okkar og viðskiptavini okkar,“ er haft eftir Lea Korinth framkvæmdastjóra hjá Jubel, ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í að skipuleggja ferðir fyrir einstaklinga. Þar á meðal eru svokallaðar óvissuferðir, þar sem viðskiptavinurinn veit ekki hvert hann er að fara fyrr en við brottför. Þar var Ísland afar vinsælt.„Við seldum margar ferðir til Íslands á síðasta ári, margar af þeim voru óvissuferðir þar sem Ísland veldur aldrei vonbrigðum,“ segir Korinth í viðtali við Afar.Fall WOW air hefur hins vegar haft áhrif á sölu á ferðum fyrirtækisins hingað til lands. Segir hún að þau hafi neyðst til að hafa samband við viðskiptavini sem þegar hafi bókað ferð hingað til þess að óska eftir því að þeir hækki umtalsvert þá fjárhæð sem þeir hafi sagst vera reiðubúnir til að eyða í ferðina, þar sem bóka hafi þurft ný flug.„Flugin eru nærri því tvöfalt dýrari en áður samanborið við það þegar WOW air far enn í loftinu,“ er haft eftir Korinth. Frá Nuuk í Grænlandi.getty/Thierry BARBIERGrænland efst á blaði hjá Forbes Í grein Afar er einnig rætt við Barbara Banks, framkvæmdastjóra hjá Wilderness Travel. Segir hún hafa fundið fyrir því að viðskiptavinir hennar hafi í auknum mæli sýnt Íslandi minni áhuga en áður, töluvert fyrir fall WOW air.„Fregnir af fjölgun ferðamanna hefur haft áhrif á áhugann á Íslandsferðum,“ er haft eftir Banks. „Það er ekki spurning að áhugi á ferðalögum til Íslands fer minnkandi.“Þess í stað segist hún finna fyrir auknum áhuga á Grænlandsferðum og að selst hafi upp í áætlaðar ferðir Wilderness Travel til Grænlands á þessu ári. Kobarth segist einnig finna fyrir því að Grænland sé að komast á radarinn hjá ferðalöngum.Þetta má einnig sjá í umfjöllum fjölmiðla en Forbes birti í dag grein þar sem fjallað er um af hverju ferðalangar ættu að sleppa því að fara til Íslands, en fara þess í stað á einn af níu áfangastöðum sem fjallað er um í greininni. Þar er Grænland til dæmis efst á blaði.Grein Afar er þó ekki bara á neikvæðu nótunum fyrir Ísland. Þar er einnig rætt við Diana Ditto, framkvæmdastjóra hjá Collete, sem segist enn finna fyrir miklum áhuga á Íslandi. Svo miklum að fyrirtækið hafi bætt við ferðum hingað til lands. Segir hún að ekkert óeðlilegt sé við það að Ísland finni fyrir minni áhuga ferðamanna en áður.„Ísland hefur verið svo vinsæll áfangastaður í mörg ár að það er bara eðlilegt að tölurnar dali eitthvað,“ segir Ditto að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Grænland Tengdar fréttir Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46 Nýr framkvæmdastjóri vill fjölga betur borgandi ferðamönnum Sigurjóna Sverrisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. 14. ágúst 2019 08:31 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46
Nýr framkvæmdastjóri vill fjölga betur borgandi ferðamönnum Sigurjóna Sverrisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. 14. ágúst 2019 08:31