Áfall Sigríður Snæbjörnsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 08:00 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni er eitt fjölmennasta félag landsins. Ríflega 12.000 greiðandi félagsmenn tilheyra því. Eitt af fjölmörgum hlutverkum Félags eldri borgara (FEB) er að vinna að úrbótum í húsnæðismálum fyrir eldri borgara. Til langs tíma hefur FEB byggt fjölbýlishús fyrir félagsmenn með góðum árangri og hefur það alltaf verið gert á kostnaðarverði og aldrei annað staðið til með þennan hluta starfseminnar. Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að FEB hefur verið að byggja 68 íbúðir í tveimur blokkum við Árskóga 1-3. Þegar komið var að afhendingu íbúðanna um mánaðamótin júlí/ágúst, kom í ljós að tæplega 400 milljóna króna halli var á framkvæmdunum.Hvað fór úrskeiðis? Eftir mikla vinnu bæði stjórnar FEB og aðkeyptra sérfræðinga, kom í ljós að hallinn orsakaðist fyrst og fremst af vantöldum fjármagnskostnaði og lágu þau mistök hjá byggingarnefnd félagsins. Þessi vanreiknaði fjármagnskostnaður fór því miður fram hjá öllum þeim eftirlitsaðilum sem að málinu komu. Þetta er augljóslega mikið áfall fyrir kaupendur íbúðanna og einnig fyrir okkur í stjórn félagsins. Félagið, sem hefur lagt metnað sinn í að skila verkefnum vel af sér, mátti nú horfast í augu við að eitthvað alvarlegt hafði farið úrskeiðis. Þessar vikur sem liðnar eru frá því að hallinn kom í ljós hafa einkennst af látlausri vinnu til að kanna hvernig þetta gat gerst og er henni hvergi lokið. Það er ekki síður mikilvægt að finna leiðir til að lágmarka skaðann fyrir kaupendur íbúðanna.FEB starfar án hagnaðarsjónarmiða Félag eldri borgara starfar án þess að hagnaðarsjónarmið séu í fyrirrúmi og á því í enga sjóði að sækja. Ef ekki tekst að selja íbúðirnar á kostnaðarverði blasir við að félagið fer í greiðslustöðvun og/eða gjaldþrot. Þá munu 12 þúsund félagsmenn líða fyrir þessi mistök fyrir utan þau ómældu óþægindi sem kaupendur hafa nú þegar orðið fyrir. Ákveðið var að freista þess að fá kaupendur til þess að taka þennan halla hlutfallslega á sig þannig að heildarverð allra íbúða næði upp í kostnaðarverð sem kom að sjálfsögðu illa við fólk eftir að hafa gert ráð fyrir lægra verði og er auðvelt að skilja vonbrigðin. Eftir samningaviðræður við framkvæmda- og fjármögnunaraðila tókst að ná samkomulagi um að lækka hallann úr 400 milljónum króna niður í 250 milljónir króna og var verð íbúða þá aftur lækkað sem því nam, eða um tæp 40% frá fyrri hækkun. Nú er því verð íbúðanna komið 5% niður fyrir kostnaðarverð og um 17-20% niður fyrir markaðsvirði sambærilegra íbúða á frjálsum markaði.Verkefni stjórnar Stjórn félagsins tekur þetta mál mjög alvarlega og mun leita allra leiða til að komast að því hvernig þetta gat gerst um leið og félagið vinnur að frekari lausnum til að auðvelda kaupendum að takast á við þessi óvæntu útgjöld. Því miður eru þetta ekki fyrstu mistökin sem eiga sér stað í byggingaframkvæmdum hérlendis og væntanlega ekki þau síðustu heldur. Það er þó bót í máli fyrir kaupendur að íbúðirnar eru seldar undir kostnaðarverði. Niðurstaðan er að félaginu urðu á alvarleg mistök, það er óumdeilanlegt. Margar spurningar hafa vaknað. Hvernig gat þetta gerst og af hverju tók enginn eftir neinu fyrr en að verkinu var að mestu lokið? Útreikningarnir höfðu farið í gegnum hendur margra lærðra aðila á viðurkenndum og virtum stofnunum og félögum. Vonandi mun óháð endurskoðun á málinu leiða í ljós svörin við þessum og fleiri spurningum. Nú hafa flestir kaupendur samþykkt nýtt verð íbúðanna og margir eru þegar fluttir inn. Það er von okkar í stjórn FEB að íbúar Árskóga 1 og 3 muni, þrátt fyrir þessa leiðu uppákomu, njóta þessara góðu íbúða um ókomin ár.Höfundur er varaformaður Félags eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni er eitt fjölmennasta félag landsins. Ríflega 12.000 greiðandi félagsmenn tilheyra því. Eitt af fjölmörgum hlutverkum Félags eldri borgara (FEB) er að vinna að úrbótum í húsnæðismálum fyrir eldri borgara. Til langs tíma hefur FEB byggt fjölbýlishús fyrir félagsmenn með góðum árangri og hefur það alltaf verið gert á kostnaðarverði og aldrei annað staðið til með þennan hluta starfseminnar. Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að FEB hefur verið að byggja 68 íbúðir í tveimur blokkum við Árskóga 1-3. Þegar komið var að afhendingu íbúðanna um mánaðamótin júlí/ágúst, kom í ljós að tæplega 400 milljóna króna halli var á framkvæmdunum.Hvað fór úrskeiðis? Eftir mikla vinnu bæði stjórnar FEB og aðkeyptra sérfræðinga, kom í ljós að hallinn orsakaðist fyrst og fremst af vantöldum fjármagnskostnaði og lágu þau mistök hjá byggingarnefnd félagsins. Þessi vanreiknaði fjármagnskostnaður fór því miður fram hjá öllum þeim eftirlitsaðilum sem að málinu komu. Þetta er augljóslega mikið áfall fyrir kaupendur íbúðanna og einnig fyrir okkur í stjórn félagsins. Félagið, sem hefur lagt metnað sinn í að skila verkefnum vel af sér, mátti nú horfast í augu við að eitthvað alvarlegt hafði farið úrskeiðis. Þessar vikur sem liðnar eru frá því að hallinn kom í ljós hafa einkennst af látlausri vinnu til að kanna hvernig þetta gat gerst og er henni hvergi lokið. Það er ekki síður mikilvægt að finna leiðir til að lágmarka skaðann fyrir kaupendur íbúðanna.FEB starfar án hagnaðarsjónarmiða Félag eldri borgara starfar án þess að hagnaðarsjónarmið séu í fyrirrúmi og á því í enga sjóði að sækja. Ef ekki tekst að selja íbúðirnar á kostnaðarverði blasir við að félagið fer í greiðslustöðvun og/eða gjaldþrot. Þá munu 12 þúsund félagsmenn líða fyrir þessi mistök fyrir utan þau ómældu óþægindi sem kaupendur hafa nú þegar orðið fyrir. Ákveðið var að freista þess að fá kaupendur til þess að taka þennan halla hlutfallslega á sig þannig að heildarverð allra íbúða næði upp í kostnaðarverð sem kom að sjálfsögðu illa við fólk eftir að hafa gert ráð fyrir lægra verði og er auðvelt að skilja vonbrigðin. Eftir samningaviðræður við framkvæmda- og fjármögnunaraðila tókst að ná samkomulagi um að lækka hallann úr 400 milljónum króna niður í 250 milljónir króna og var verð íbúða þá aftur lækkað sem því nam, eða um tæp 40% frá fyrri hækkun. Nú er því verð íbúðanna komið 5% niður fyrir kostnaðarverð og um 17-20% niður fyrir markaðsvirði sambærilegra íbúða á frjálsum markaði.Verkefni stjórnar Stjórn félagsins tekur þetta mál mjög alvarlega og mun leita allra leiða til að komast að því hvernig þetta gat gerst um leið og félagið vinnur að frekari lausnum til að auðvelda kaupendum að takast á við þessi óvæntu útgjöld. Því miður eru þetta ekki fyrstu mistökin sem eiga sér stað í byggingaframkvæmdum hérlendis og væntanlega ekki þau síðustu heldur. Það er þó bót í máli fyrir kaupendur að íbúðirnar eru seldar undir kostnaðarverði. Niðurstaðan er að félaginu urðu á alvarleg mistök, það er óumdeilanlegt. Margar spurningar hafa vaknað. Hvernig gat þetta gerst og af hverju tók enginn eftir neinu fyrr en að verkinu var að mestu lokið? Útreikningarnir höfðu farið í gegnum hendur margra lærðra aðila á viðurkenndum og virtum stofnunum og félögum. Vonandi mun óháð endurskoðun á málinu leiða í ljós svörin við þessum og fleiri spurningum. Nú hafa flestir kaupendur samþykkt nýtt verð íbúðanna og margir eru þegar fluttir inn. Það er von okkar í stjórn FEB að íbúar Árskóga 1 og 3 muni, þrátt fyrir þessa leiðu uppákomu, njóta þessara góðu íbúða um ókomin ár.Höfundur er varaformaður Félags eldri borgara.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun