Einokunarsalar Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 09:00 Þegar kemur að kaupum og sölu fyrirtækja er að mörgu að huga og ýmis álitaefni blasa við á fjölbreyttum sérsviðum, mörg hver sem eðli málsins samkvæmt skipta gríðarlega miklu máli fyrir aðila beggja vegna borðsins. Þá er nauðsynlegt að hafa til taks bestu fáanlegu sérfræðinga til að gæta þess að rétt sé staðið að málum. Stjórnvöld vilja nú meina að það séu eingöngu fasteignasalar, þrátt fyrir að álitaefnin sem blasi við geti verið ótengd þeirra sérsviði og sérþekkingu.Afturhvarf til fortíðar Árið 2015 var einkaréttur fasteignasala til sölumeðferðar fyrirtækja afnuminn með þeim rökum að vandséð væri að menntun og reynsla fasteignasala veitti þeim meiri sérfræðiþekkingu til sölu atvinnufyrirtækja. Ekki þótti því rétt að útiloka aðra sérfræðinga, svo sem endurskoðendur og viðskiptafræðinga, frá því að veita milligöngu við sölu fyrirtækja. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að nú hyggjast stjórnvöld hverfa aftur til fyrra fyrirkomulags að hluta. Ný áform leggja til að fasteignasalar öðlist einkarétt á sölu félaga þar sem megineign hins selda félags er fasteign eða fasteignir. Hér virðist horft framhjá því að með breytingunni öðlast fasteignasalar mögulega einkarétt á sölu margra íslenskra fyrirtækja sem standa ekki beinlínis í fasteignarekstri, enda nokkuð algengt að stærsta einstaka eign félaga sé fasteign. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis fyrir 2019 var 1.116 milljarðar króna og til samanburðar voru allir rekstrarfjármunir allra fyrirtækja í viðskiptahagkerfinu metnir á 3.327 milljarða króna árið 2017. Því má varlega áætla að um þriðjungur allra rekstrarfjármuna íslenskra fyrirtækja sé fólginn í fasteignum og í ljósi þess hve hátt hlutfallið er, er ekki hægt að útiloka að einkarétturinn nái til fyrirtækja sem eiga stóran hluta fjármuna sinna bundinn í fasteign en stundi og hafi tekjur fyrst og fremst af annarri starfsemi en rekstri fasteigna. Ekki er hægt að sjá að það hafi orðið einhverjar breytingar frá árinu 2015 sem víkja til hliðar þeim sjónarmiðum sem þá stóðu fyrir afnámi einkaréttarins. Meginrök stjórnvalda fyrir því að endurvekja þennan einkarétt að hluta eru þó þau að verið sé að draga úr áhættu á peningaþvætti, þar sem fasteignasalar eru tilkynningarskyldir aðilar samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.Illa rökstudd fórn Þessar röksemdir standast þó ekki skoðun. Lögmenn, endurskoðendur og fjöldi annarra starfsstétta er einnig tilkynningarskyldur samkvæmt fyrrgreindum lögum. Þetta eru starfsstéttir sem koma að stórum hluta í dag að sölu þeirra fyrirtækja er færa á undir einkaréttinn og ekki þótti rétt að útiloka á grundvelli sérfræðiþekkingar er einkarétturinn var afnuminn. Ekki er því að sjá að lagasetningin myndi hafa í för með sér neina breytingu frá núverandi vernd gegn peningaþvætti, en þrátt fyrir það telja stjórnvöld mögulega fækkun peningaþvættismála vega þyngra en áhrif lagasetningarinnar á samkeppni um sölu félaga. Slík fórn verður að teljast afar illa rökstudd. Ef fyrirhugaðar breytingar þjóna engum samfélagslegum tilgangi, hvaða ályktun má draga aðra en þá að hér sé verið að gæta hagsmuna fámennrar stéttar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Þegar kemur að kaupum og sölu fyrirtækja er að mörgu að huga og ýmis álitaefni blasa við á fjölbreyttum sérsviðum, mörg hver sem eðli málsins samkvæmt skipta gríðarlega miklu máli fyrir aðila beggja vegna borðsins. Þá er nauðsynlegt að hafa til taks bestu fáanlegu sérfræðinga til að gæta þess að rétt sé staðið að málum. Stjórnvöld vilja nú meina að það séu eingöngu fasteignasalar, þrátt fyrir að álitaefnin sem blasi við geti verið ótengd þeirra sérsviði og sérþekkingu.Afturhvarf til fortíðar Árið 2015 var einkaréttur fasteignasala til sölumeðferðar fyrirtækja afnuminn með þeim rökum að vandséð væri að menntun og reynsla fasteignasala veitti þeim meiri sérfræðiþekkingu til sölu atvinnufyrirtækja. Ekki þótti því rétt að útiloka aðra sérfræðinga, svo sem endurskoðendur og viðskiptafræðinga, frá því að veita milligöngu við sölu fyrirtækja. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að nú hyggjast stjórnvöld hverfa aftur til fyrra fyrirkomulags að hluta. Ný áform leggja til að fasteignasalar öðlist einkarétt á sölu félaga þar sem megineign hins selda félags er fasteign eða fasteignir. Hér virðist horft framhjá því að með breytingunni öðlast fasteignasalar mögulega einkarétt á sölu margra íslenskra fyrirtækja sem standa ekki beinlínis í fasteignarekstri, enda nokkuð algengt að stærsta einstaka eign félaga sé fasteign. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis fyrir 2019 var 1.116 milljarðar króna og til samanburðar voru allir rekstrarfjármunir allra fyrirtækja í viðskiptahagkerfinu metnir á 3.327 milljarða króna árið 2017. Því má varlega áætla að um þriðjungur allra rekstrarfjármuna íslenskra fyrirtækja sé fólginn í fasteignum og í ljósi þess hve hátt hlutfallið er, er ekki hægt að útiloka að einkarétturinn nái til fyrirtækja sem eiga stóran hluta fjármuna sinna bundinn í fasteign en stundi og hafi tekjur fyrst og fremst af annarri starfsemi en rekstri fasteigna. Ekki er hægt að sjá að það hafi orðið einhverjar breytingar frá árinu 2015 sem víkja til hliðar þeim sjónarmiðum sem þá stóðu fyrir afnámi einkaréttarins. Meginrök stjórnvalda fyrir því að endurvekja þennan einkarétt að hluta eru þó þau að verið sé að draga úr áhættu á peningaþvætti, þar sem fasteignasalar eru tilkynningarskyldir aðilar samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.Illa rökstudd fórn Þessar röksemdir standast þó ekki skoðun. Lögmenn, endurskoðendur og fjöldi annarra starfsstétta er einnig tilkynningarskyldur samkvæmt fyrrgreindum lögum. Þetta eru starfsstéttir sem koma að stórum hluta í dag að sölu þeirra fyrirtækja er færa á undir einkaréttinn og ekki þótti rétt að útiloka á grundvelli sérfræðiþekkingar er einkarétturinn var afnuminn. Ekki er því að sjá að lagasetningin myndi hafa í för með sér neina breytingu frá núverandi vernd gegn peningaþvætti, en þrátt fyrir það telja stjórnvöld mögulega fækkun peningaþvættismála vega þyngra en áhrif lagasetningarinnar á samkeppni um sölu félaga. Slík fórn verður að teljast afar illa rökstudd. Ef fyrirhugaðar breytingar þjóna engum samfélagslegum tilgangi, hvaða ályktun má draga aðra en þá að hér sé verið að gæta hagsmuna fámennrar stéttar?
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun