Einokunarsalar Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 09:00 Þegar kemur að kaupum og sölu fyrirtækja er að mörgu að huga og ýmis álitaefni blasa við á fjölbreyttum sérsviðum, mörg hver sem eðli málsins samkvæmt skipta gríðarlega miklu máli fyrir aðila beggja vegna borðsins. Þá er nauðsynlegt að hafa til taks bestu fáanlegu sérfræðinga til að gæta þess að rétt sé staðið að málum. Stjórnvöld vilja nú meina að það séu eingöngu fasteignasalar, þrátt fyrir að álitaefnin sem blasi við geti verið ótengd þeirra sérsviði og sérþekkingu.Afturhvarf til fortíðar Árið 2015 var einkaréttur fasteignasala til sölumeðferðar fyrirtækja afnuminn með þeim rökum að vandséð væri að menntun og reynsla fasteignasala veitti þeim meiri sérfræðiþekkingu til sölu atvinnufyrirtækja. Ekki þótti því rétt að útiloka aðra sérfræðinga, svo sem endurskoðendur og viðskiptafræðinga, frá því að veita milligöngu við sölu fyrirtækja. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að nú hyggjast stjórnvöld hverfa aftur til fyrra fyrirkomulags að hluta. Ný áform leggja til að fasteignasalar öðlist einkarétt á sölu félaga þar sem megineign hins selda félags er fasteign eða fasteignir. Hér virðist horft framhjá því að með breytingunni öðlast fasteignasalar mögulega einkarétt á sölu margra íslenskra fyrirtækja sem standa ekki beinlínis í fasteignarekstri, enda nokkuð algengt að stærsta einstaka eign félaga sé fasteign. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis fyrir 2019 var 1.116 milljarðar króna og til samanburðar voru allir rekstrarfjármunir allra fyrirtækja í viðskiptahagkerfinu metnir á 3.327 milljarða króna árið 2017. Því má varlega áætla að um þriðjungur allra rekstrarfjármuna íslenskra fyrirtækja sé fólginn í fasteignum og í ljósi þess hve hátt hlutfallið er, er ekki hægt að útiloka að einkarétturinn nái til fyrirtækja sem eiga stóran hluta fjármuna sinna bundinn í fasteign en stundi og hafi tekjur fyrst og fremst af annarri starfsemi en rekstri fasteigna. Ekki er hægt að sjá að það hafi orðið einhverjar breytingar frá árinu 2015 sem víkja til hliðar þeim sjónarmiðum sem þá stóðu fyrir afnámi einkaréttarins. Meginrök stjórnvalda fyrir því að endurvekja þennan einkarétt að hluta eru þó þau að verið sé að draga úr áhættu á peningaþvætti, þar sem fasteignasalar eru tilkynningarskyldir aðilar samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.Illa rökstudd fórn Þessar röksemdir standast þó ekki skoðun. Lögmenn, endurskoðendur og fjöldi annarra starfsstétta er einnig tilkynningarskyldur samkvæmt fyrrgreindum lögum. Þetta eru starfsstéttir sem koma að stórum hluta í dag að sölu þeirra fyrirtækja er færa á undir einkaréttinn og ekki þótti rétt að útiloka á grundvelli sérfræðiþekkingar er einkarétturinn var afnuminn. Ekki er því að sjá að lagasetningin myndi hafa í för með sér neina breytingu frá núverandi vernd gegn peningaþvætti, en þrátt fyrir það telja stjórnvöld mögulega fækkun peningaþvættismála vega þyngra en áhrif lagasetningarinnar á samkeppni um sölu félaga. Slík fórn verður að teljast afar illa rökstudd. Ef fyrirhugaðar breytingar þjóna engum samfélagslegum tilgangi, hvaða ályktun má draga aðra en þá að hér sé verið að gæta hagsmuna fámennrar stéttar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Þegar kemur að kaupum og sölu fyrirtækja er að mörgu að huga og ýmis álitaefni blasa við á fjölbreyttum sérsviðum, mörg hver sem eðli málsins samkvæmt skipta gríðarlega miklu máli fyrir aðila beggja vegna borðsins. Þá er nauðsynlegt að hafa til taks bestu fáanlegu sérfræðinga til að gæta þess að rétt sé staðið að málum. Stjórnvöld vilja nú meina að það séu eingöngu fasteignasalar, þrátt fyrir að álitaefnin sem blasi við geti verið ótengd þeirra sérsviði og sérþekkingu.Afturhvarf til fortíðar Árið 2015 var einkaréttur fasteignasala til sölumeðferðar fyrirtækja afnuminn með þeim rökum að vandséð væri að menntun og reynsla fasteignasala veitti þeim meiri sérfræðiþekkingu til sölu atvinnufyrirtækja. Ekki þótti því rétt að útiloka aðra sérfræðinga, svo sem endurskoðendur og viðskiptafræðinga, frá því að veita milligöngu við sölu fyrirtækja. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að nú hyggjast stjórnvöld hverfa aftur til fyrra fyrirkomulags að hluta. Ný áform leggja til að fasteignasalar öðlist einkarétt á sölu félaga þar sem megineign hins selda félags er fasteign eða fasteignir. Hér virðist horft framhjá því að með breytingunni öðlast fasteignasalar mögulega einkarétt á sölu margra íslenskra fyrirtækja sem standa ekki beinlínis í fasteignarekstri, enda nokkuð algengt að stærsta einstaka eign félaga sé fasteign. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis fyrir 2019 var 1.116 milljarðar króna og til samanburðar voru allir rekstrarfjármunir allra fyrirtækja í viðskiptahagkerfinu metnir á 3.327 milljarða króna árið 2017. Því má varlega áætla að um þriðjungur allra rekstrarfjármuna íslenskra fyrirtækja sé fólginn í fasteignum og í ljósi þess hve hátt hlutfallið er, er ekki hægt að útiloka að einkarétturinn nái til fyrirtækja sem eiga stóran hluta fjármuna sinna bundinn í fasteign en stundi og hafi tekjur fyrst og fremst af annarri starfsemi en rekstri fasteigna. Ekki er hægt að sjá að það hafi orðið einhverjar breytingar frá árinu 2015 sem víkja til hliðar þeim sjónarmiðum sem þá stóðu fyrir afnámi einkaréttarins. Meginrök stjórnvalda fyrir því að endurvekja þennan einkarétt að hluta eru þó þau að verið sé að draga úr áhættu á peningaþvætti, þar sem fasteignasalar eru tilkynningarskyldir aðilar samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.Illa rökstudd fórn Þessar röksemdir standast þó ekki skoðun. Lögmenn, endurskoðendur og fjöldi annarra starfsstétta er einnig tilkynningarskyldur samkvæmt fyrrgreindum lögum. Þetta eru starfsstéttir sem koma að stórum hluta í dag að sölu þeirra fyrirtækja er færa á undir einkaréttinn og ekki þótti rétt að útiloka á grundvelli sérfræðiþekkingar er einkarétturinn var afnuminn. Ekki er því að sjá að lagasetningin myndi hafa í för með sér neina breytingu frá núverandi vernd gegn peningaþvætti, en þrátt fyrir það telja stjórnvöld mögulega fækkun peningaþvættismála vega þyngra en áhrif lagasetningarinnar á samkeppni um sölu félaga. Slík fórn verður að teljast afar illa rökstudd. Ef fyrirhugaðar breytingar þjóna engum samfélagslegum tilgangi, hvaða ályktun má draga aðra en þá að hér sé verið að gæta hagsmuna fámennrar stéttar?
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun