„Margir milljarðar“ geti sparast með sameiningu banka Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 11:04 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Fréttablaðið/Ernir Hægt væri að ná mikill hagræðingu með því að sameina banka á Íslandi að sögn bankastjóra Íslandsbanka. Sparnaðurinn gæti hlaupið á milljörðum króna. Birna Einarsdóttir var til tals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem farið var um víðan völl. Yfirvofandi breytingar á bankastarfsemi heimsins báru á góma, rétt eins og þau skref sem Íslandsbanki hefur stigið til að auka áherslu á heimabanka, á kostnað hinna hefðbundnu útibúa. Í því samhengi benti Birna á að undanfarin 5 ár hafi heimsóknum fólks í útibú Íslandsbanka fækkað um 40 prósent, auk þess um 60 prósent fólks skipti nú kreditkortagreiðslum í gegnum netið. Hún segir bankann því hafa séð „rosalegar breytingar“ og gerir ekki ráð fyrir öðru en áframhaldi á því á komandi misserum. Er það ekki síst vegna tilkomu nýrrar löggjafar sem auðveldar innreið annars konar bankastarfsemi eins og Vísir hefur áður fjallað um. Þannig muni þörfin fyrir hefðbundna banka breytast mikið.Sjá einnig: Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Aðspurð um hvort ekki sé komið tilefni til að sameina einhverja af íslensku bönkunum segir Birna að það sé alveg vert að kanna þann möguleika, án þess þó að nefna banka í því samhengi. Því geti fylgt mikið hagræði. „Það er alveg ljóst, en auðvitað myndi samkeppnin verða með aðeins öðruvísi hætti ef það yrði,“ segir Birna sem áætlar þó að hún þyrfti ekki að verða minni. „Ef farið yrði í sameiningu tveggja banka þá yrði bara að stilla þessu aðeins öðruvísi upp. Bankarnir tveir sem hugsanlega yrðu sameinaðir yrðu þá að selja eitthvað frá sér til þess að jafna þetta aðeins út.“Helmingur sparist Aðspurð um hvað slík sameining gæti sparað mikla fjármuni í íslenska bankakerfinu segist Birna áætla að það gæti sparað „alla vega helming af kostnaði annars bankans.“ Sú upphæð væri að öllum líkindum „margir milljarðar.“ Þrátt fyrir þennan sparnað segir Birna að engin alvöru umræða eigi sér stað um slíka sameiningu. „Ég held að sé alveg tími til kominn að skoða hvað hægt er að gera til að samkeppnisstaðan myndi ekki skaðast mikið, stilla því svolítið upp,“ segir Birna. „Það er ekkert verkefni sem er í gangi en alveg eitthvað sem að sjálfsögðu ætti að skoða á einhverjum tímapunkti.“ Þessi hugmyndin var viðruð af þingmanni meirihlutans í upphafi árs. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, vildi þá að ríkisstjórnin kannaði möguleikann á sameiningu Landsbankans og Íslandsbanka áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Ríkissjóður á 98 prósent í Landsbankanum og 100 prósent í Íslandsbanka. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lagt til að stjórnvöld hefji undirbúning að sölu bankanna. Spjallið við Birnu má heyra þegar um 1 klukkustund og 51 mínúta er liðin af þættinum hér að neðan. Íslenskir bankar Tækni Tengdar fréttir Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal Þó svo að koma þýska netbankans N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin. 16. nóvember 2018 14:45 Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Hægt væri að ná mikill hagræðingu með því að sameina banka á Íslandi að sögn bankastjóra Íslandsbanka. Sparnaðurinn gæti hlaupið á milljörðum króna. Birna Einarsdóttir var til tals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem farið var um víðan völl. Yfirvofandi breytingar á bankastarfsemi heimsins báru á góma, rétt eins og þau skref sem Íslandsbanki hefur stigið til að auka áherslu á heimabanka, á kostnað hinna hefðbundnu útibúa. Í því samhengi benti Birna á að undanfarin 5 ár hafi heimsóknum fólks í útibú Íslandsbanka fækkað um 40 prósent, auk þess um 60 prósent fólks skipti nú kreditkortagreiðslum í gegnum netið. Hún segir bankann því hafa séð „rosalegar breytingar“ og gerir ekki ráð fyrir öðru en áframhaldi á því á komandi misserum. Er það ekki síst vegna tilkomu nýrrar löggjafar sem auðveldar innreið annars konar bankastarfsemi eins og Vísir hefur áður fjallað um. Þannig muni þörfin fyrir hefðbundna banka breytast mikið.Sjá einnig: Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Aðspurð um hvort ekki sé komið tilefni til að sameina einhverja af íslensku bönkunum segir Birna að það sé alveg vert að kanna þann möguleika, án þess þó að nefna banka í því samhengi. Því geti fylgt mikið hagræði. „Það er alveg ljóst, en auðvitað myndi samkeppnin verða með aðeins öðruvísi hætti ef það yrði,“ segir Birna sem áætlar þó að hún þyrfti ekki að verða minni. „Ef farið yrði í sameiningu tveggja banka þá yrði bara að stilla þessu aðeins öðruvísi upp. Bankarnir tveir sem hugsanlega yrðu sameinaðir yrðu þá að selja eitthvað frá sér til þess að jafna þetta aðeins út.“Helmingur sparist Aðspurð um hvað slík sameining gæti sparað mikla fjármuni í íslenska bankakerfinu segist Birna áætla að það gæti sparað „alla vega helming af kostnaði annars bankans.“ Sú upphæð væri að öllum líkindum „margir milljarðar.“ Þrátt fyrir þennan sparnað segir Birna að engin alvöru umræða eigi sér stað um slíka sameiningu. „Ég held að sé alveg tími til kominn að skoða hvað hægt er að gera til að samkeppnisstaðan myndi ekki skaðast mikið, stilla því svolítið upp,“ segir Birna. „Það er ekkert verkefni sem er í gangi en alveg eitthvað sem að sjálfsögðu ætti að skoða á einhverjum tímapunkti.“ Þessi hugmyndin var viðruð af þingmanni meirihlutans í upphafi árs. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, vildi þá að ríkisstjórnin kannaði möguleikann á sameiningu Landsbankans og Íslandsbanka áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Ríkissjóður á 98 prósent í Landsbankanum og 100 prósent í Íslandsbanka. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lagt til að stjórnvöld hefji undirbúning að sölu bankanna. Spjallið við Birnu má heyra þegar um 1 klukkustund og 51 mínúta er liðin af þættinum hér að neðan.
Íslenskir bankar Tækni Tengdar fréttir Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00 Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal Þó svo að koma þýska netbankans N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin. 16. nóvember 2018 14:45 Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Bankar þurfa að hugsa út fyrir kassann og endurskilgreina sig Fjármálastarfsemi stendur á tímamótum. 1. nóvember 2018 07:00
Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal Þó svo að koma þýska netbankans N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin. 16. nóvember 2018 14:45
Vill láta kanna sameiningu Íslandsbanka og Landsbankans Þingmaður Vinstri grænna vill að ríkisstjórnin kanni það til hlítar hvort hægt sé að sameina Íslandsbanka og Landsbankann áður en teknar verði ákvarðanir um sölu bankanna. Varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir slíkar hugmyndir óráð og hefur efasemdir að það myndi standast samkeppnislög. 11. janúar 2019 21:00