Engar fóstursleifar hafa fundist á áður lokaðri læknastofu Dr. Ulrich Klopfer sem lést í þar síðustu viku, samkvæmt upplýsingum frá saksóknara í Indíana-ríki í Bandaríkjunum.
Eftir andlát Klopfer fundust yfir tvö þúsund varðveitt fóstur á heimili hans en hann framkvæmdi þungunarrof á læknastofu sinni í Indíana. Ekkert bendir þó til þess að hann hafi framkvæmt slíkar aðgerðir inni á heimili sínu.
Sjá einnig: Yfir tvö þúsund fóstur fundust á heimili látins læknis
Saksóknarinn Ken Cotter greindi fjölmiðlum frá því að lögregla hafi fundið sjúkraskrár á heimili Klopfer en að engin fóstur hafi þar enn fundist. Leit verði þó haldið áfram og er málið til rannsóknar hjá yfirvöldum.
Læknastofunni sem um ræðir var lokað árið 2015 þar sem hún þótti ekki lengur uppfylla skilyrði ríkisins fyrir áframhaldandi starfsemi.
Engin fóstur finnast á læknastofunni

Tengdar fréttir

Yfir tvö þúsund fóstur fundust á heimili látins læknis
Meira en tvö þúsund varðveitt fóstur fundust á heimili bandarísks læknis í Illinois-ríki í Bandaríkjunum. Læknirinn lést í síðustu viku, en fóstureyðingar voru hans sérsvið.