Borgin þarf sjálfstæða skóla Pawel Bartoszek skrifar 19. september 2019 08:00 Fjölmargir sjálfstætt starfandi grunn- og leikskólar eru í Reykjavík og gegna þeir mikilvægu hlutverki í menntakerfi borgarinnar. Um 1000 börn eru í sjálfstætt reknum leikskólum í borginni og um 700 stunda nám í sjálfstætt reknum grunnskólum. Það sem af er kjörtímabilinu höfum við í Viðreisn, og meirihlutinn allur, lagt okkur fram við að stuðla að því að starfsumhverfi sjálfstætt rekinna skóla sé sem best. Við tekið höfum freistast til að tryggja rekstrargrundvöll þeirra og tekið nýjum hugmyndum vel. Við kláruðum samninga við nítján sjálfstætt starfandi leikskóla til þriggja ára. Meðal annars jukum við svokallað faghlutfall sem þýðir að við skólar sem ná að manna stöður sínar með fagmenntuðu starfsfólki, umfram lagaskyldu, njóta þess fjárhagslega betur en áður. Við samþykktum aukið starfsleyfi til leikskólans Mánagarðs sem rekinn er af Félagsstofnun stúdenta. Leikskólinn getur nú tekið við 60 fleiri börnum. Margir sjálfstætt starfandi skólar hafa nú samið um að hefja rekstur ungbarnadeilda, til dæmis Sælukot, Barnaheimilið Ós og Askja. Nýr sjálfstætt starfandi leikskóli, Krílasel, tók til starfa í Seljahverfinu. Skólinn hefur leyfi fyrir 20 börn, að þriggja ára aldri. Stærsta verkefni næstu ára er að brúa bilið, sem sagt að fjölga daggæsluúrræðum að loknu fæðingarorlofi. Sjálfstætt reknir leikskóla munu taka þátt í því verkefni. Gert er ráð fyrir að börnum í sjálfstætt reknum leikskólum muni fjölga að lágmarki um 100-200 á næstu 3-4 árum. Það má ekki gleyma dagforeldrum. Við hækkuðum greiðslur til dagforeldra um 15%, meira en hefur verið gert í fjöldamörg ár. Þá samþykktum 300 þúsund króna stofnstyrki handa þeim sem eru að hefja störf. Ákveðið var að þeir dagforeldrar sem störfuðu einir fengju öryggishnapp. Við sömdum um stóraukið framlag til sjálfstæðra skóla vegna frístundastarfs. Skólarnir fá nú 80% af framlagi Reykjavíkurborgar til borgarrekinna skóla en fengu áður einungis táknræna niðurgreiðslu á gjaldskrá. Barnaskóli Hjallastefnunnar fékk leyfi til kennslu á miðstigi. Kennsla er þegar hafin. Við samþykktum inntökureglur vegna reykvískra barna fyrir Arnarskóla, sem er nýr sjálfstætt starfandi sérskóli, staðsettur í Kópavogi. Foreldrar eiga að hafa val. Sjálfstæðir skólar gegna mikilvægu hlutverki í menntakerfi höfuðborgarinnar. Áfram verður tryggt að þeir geti unnið störf sín af metnaði og alúð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Pawel Bartoszek Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fjölmargir sjálfstætt starfandi grunn- og leikskólar eru í Reykjavík og gegna þeir mikilvægu hlutverki í menntakerfi borgarinnar. Um 1000 börn eru í sjálfstætt reknum leikskólum í borginni og um 700 stunda nám í sjálfstætt reknum grunnskólum. Það sem af er kjörtímabilinu höfum við í Viðreisn, og meirihlutinn allur, lagt okkur fram við að stuðla að því að starfsumhverfi sjálfstætt rekinna skóla sé sem best. Við tekið höfum freistast til að tryggja rekstrargrundvöll þeirra og tekið nýjum hugmyndum vel. Við kláruðum samninga við nítján sjálfstætt starfandi leikskóla til þriggja ára. Meðal annars jukum við svokallað faghlutfall sem þýðir að við skólar sem ná að manna stöður sínar með fagmenntuðu starfsfólki, umfram lagaskyldu, njóta þess fjárhagslega betur en áður. Við samþykktum aukið starfsleyfi til leikskólans Mánagarðs sem rekinn er af Félagsstofnun stúdenta. Leikskólinn getur nú tekið við 60 fleiri börnum. Margir sjálfstætt starfandi skólar hafa nú samið um að hefja rekstur ungbarnadeilda, til dæmis Sælukot, Barnaheimilið Ós og Askja. Nýr sjálfstætt starfandi leikskóli, Krílasel, tók til starfa í Seljahverfinu. Skólinn hefur leyfi fyrir 20 börn, að þriggja ára aldri. Stærsta verkefni næstu ára er að brúa bilið, sem sagt að fjölga daggæsluúrræðum að loknu fæðingarorlofi. Sjálfstætt reknir leikskóla munu taka þátt í því verkefni. Gert er ráð fyrir að börnum í sjálfstætt reknum leikskólum muni fjölga að lágmarki um 100-200 á næstu 3-4 árum. Það má ekki gleyma dagforeldrum. Við hækkuðum greiðslur til dagforeldra um 15%, meira en hefur verið gert í fjöldamörg ár. Þá samþykktum 300 þúsund króna stofnstyrki handa þeim sem eru að hefja störf. Ákveðið var að þeir dagforeldrar sem störfuðu einir fengju öryggishnapp. Við sömdum um stóraukið framlag til sjálfstæðra skóla vegna frístundastarfs. Skólarnir fá nú 80% af framlagi Reykjavíkurborgar til borgarrekinna skóla en fengu áður einungis táknræna niðurgreiðslu á gjaldskrá. Barnaskóli Hjallastefnunnar fékk leyfi til kennslu á miðstigi. Kennsla er þegar hafin. Við samþykktum inntökureglur vegna reykvískra barna fyrir Arnarskóla, sem er nýr sjálfstætt starfandi sérskóli, staðsettur í Kópavogi. Foreldrar eiga að hafa val. Sjálfstæðir skólar gegna mikilvægu hlutverki í menntakerfi höfuðborgarinnar. Áfram verður tryggt að þeir geti unnið störf sín af metnaði og alúð.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun