Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. október 2019 19:00 Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village í eigu Eternal Resort hefur mánuðum saman verið með ferðaþjónusturekstur á jörðinni Leyni í Rangarþingi ytra án þess að hafa starfsleyfi. Í fréttum í gær kom fram að lögregla væri með málið á sínu borði. Fyrirtækið hefur tengt fjárveitu og aðveitu við hjólhýsi án leyfis og reist kúluhús á svæðinu án þess að hafa byggingarleyfi fyrir þeim.Mannvirkjastofnun með málið Mannvirkjastofnun barst ábending um málið í vikunni. Í svari frá stofnuninni kemur fram hún hafi sent bréf til byggingafulltrúa Rangárþings ytra og beðið um nánari skýringar, stofnunin sé nú að fara yfir málið og sendi byggingafulltrúa leiðbeiningar. Í fundargerð frá skipulags-og umferðarnefnd Rangárþings ytra í gær kom fram að Eternal Resort hefði einungis verið veitt stöðuleyfi til eins árs fyrir hjólhýsum og heilsárstjöldum. Hvort kúluhúsin flokkist sem heilsárstjöld eður ei er ekki ljóst en í lögum um mannvirki kemur fram að til mannvirkja teljast tímabundnar einingar ætlaðar til svefns eða daglegrar dvalar í fjóra mánuði eða lengur og fyrir þeim þarf því byggingarleyfi.Byggingafulltrúi keypti lóðir sem hafa tvöfaldast að virði Fréttastofu hafa borist ábendingar um að byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hafi keypt þrjár lóðir af sveitarfélaginu á Gaddstöðum í október 2017 fyrir um 2,9 milljónir króna. Hann er fundarritari á fundum skipulags-og umferðarnefndar sveitarfélagsins sem bókaði mánuði áður að lóðir að Gaddstöðum yrðu felldar úr frístundanotkun. Lóðunum hefur nú verið breytt í lóðir fyrir íbúðarhús og hefur virði þeirra meira en tvöfaldast í verðir samkvæmt lóðamati. Fasteignasalan sem sá um sölu lóðanna svaraði fréttastofu því að lóðirnar hefðu verið auglýstar sem sumarhúsalóðir árið 2015 á fasteignasíðum á vefnum. Þessar lóðir seldust flestar á árunum 2017 og 2018 og eru nú uppseldar. Ekki náðist í byggingarfulltrúann við vinnslu fréttarinnar. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. 7. október 2019 19:59 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village í eigu Eternal Resort hefur mánuðum saman verið með ferðaþjónusturekstur á jörðinni Leyni í Rangarþingi ytra án þess að hafa starfsleyfi. Í fréttum í gær kom fram að lögregla væri með málið á sínu borði. Fyrirtækið hefur tengt fjárveitu og aðveitu við hjólhýsi án leyfis og reist kúluhús á svæðinu án þess að hafa byggingarleyfi fyrir þeim.Mannvirkjastofnun með málið Mannvirkjastofnun barst ábending um málið í vikunni. Í svari frá stofnuninni kemur fram hún hafi sent bréf til byggingafulltrúa Rangárþings ytra og beðið um nánari skýringar, stofnunin sé nú að fara yfir málið og sendi byggingafulltrúa leiðbeiningar. Í fundargerð frá skipulags-og umferðarnefnd Rangárþings ytra í gær kom fram að Eternal Resort hefði einungis verið veitt stöðuleyfi til eins árs fyrir hjólhýsum og heilsárstjöldum. Hvort kúluhúsin flokkist sem heilsárstjöld eður ei er ekki ljóst en í lögum um mannvirki kemur fram að til mannvirkja teljast tímabundnar einingar ætlaðar til svefns eða daglegrar dvalar í fjóra mánuði eða lengur og fyrir þeim þarf því byggingarleyfi.Byggingafulltrúi keypti lóðir sem hafa tvöfaldast að virði Fréttastofu hafa borist ábendingar um að byggingarfulltrúi Rangárþings ytra hafi keypt þrjár lóðir af sveitarfélaginu á Gaddstöðum í október 2017 fyrir um 2,9 milljónir króna. Hann er fundarritari á fundum skipulags-og umferðarnefndar sveitarfélagsins sem bókaði mánuði áður að lóðir að Gaddstöðum yrðu felldar úr frístundanotkun. Lóðunum hefur nú verið breytt í lóðir fyrir íbúðarhús og hefur virði þeirra meira en tvöfaldast í verðir samkvæmt lóðamati. Fasteignasalan sem sá um sölu lóðanna svaraði fréttastofu því að lóðirnar hefðu verið auglýstar sem sumarhúsalóðir árið 2015 á fasteignasíðum á vefnum. Þessar lóðir seldust flestar á árunum 2017 og 2018 og eru nú uppseldar. Ekki náðist í byggingarfulltrúann við vinnslu fréttarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. 7. október 2019 19:59 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00
Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. 7. október 2019 19:59
Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00
Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15