Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. október 2019 13:15 Sumarhúsa-og landeigendur í Landsveit segja ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village sem tengist malasískum eigendum veita fráveitu vatni ólöglega frá hjóhýsum á jörðinni leyni. Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. Þá hafi fráveituvatni verið veitt þaðan án þess að leyfi sé fyrir því. Loks gerir hópurinn alvarlegar athugasemdir við að ferðaþjónustufyrirtækið hyggist reisa nokkur hundruð manna þorp á jörðinni sem er á vatnsverndarsvæði. Í sumar var kynnt skipulags-og matslýsing vegna aðalskipulagsbreytinga á jörðunum Leyni 2 og 3 í Rangárþingi ytra sem áður hét Stóri klofi. Þannig fyrirhugaði malasískt ferðaþjónustufyrirtæki sem kallast Iceland Igloo Village að byggja upp þorp fyrir nokkur hundruð gesti og þjónustu í kring. Ný skipulags og matslýsing hefur verið gerð fyrir svæðið eftir athugasemdir frá íbúum þar sem gert er ráð fyrir 360 manna byggð. Sumarhúsa-og landeigendur hafa frá upphafi gert athugasemdir við áformin þar sem byggðin sé á vatnsverndarsvæði og fæði vatnsból allrar sveitarinnar og vatnsból Hellu að auki.Ásgeir Kr. Ólafsson talsmaður sumar-og landeigenda í Landssveit segir hópinn hafa miklar áhyggjur af vatnsvernd á svæðinu eftir áform og framgöngu ferðaþjónustu fyrirtæki síðustu mánuði.Ásgeir Kr. Ólafsson talsmaður hópsins segir gert hafi verið athugasemdir vegna matslýsingu til deiliskipulags.Vatnsverndarsvæði í hættu „Þetta er náttúrulega mjög alvarlegt því þarna er verið að setja þéttbýli við friðsæla sveit og það sem er verst að þarna er verið að setja þéttbýli ofan á svæði sem heitir fjarrsvæði vatnsverndar. Vatnið sem rennur þarna undir hrauninu fer undir Minnivallarlækinn og berst í Vatnsból Hellu á 65 dögum,“ segir Ásgeir. Hann óttast að þetta geti verið tímaprengja og telur vatnsvernd eiga að njóta vafans. Málinu hefur verið komið til sveitarstjórnar og verður deiluskipulag kynnt í áframhaldinu. Ásgeir er svartsýnn á áframhaldið. „Vatnsverndin virðist ekki vera í forgangi hjá þessari sveitarstjórn ólíkt fyrri sveitarstjórn sem hafði hana í öndvegi,“ segir hann. Engin byggingar- eða rekstrarleyfi fyrir hjólhýsum Þá segir hann að í sumar hafi verið rekin fimmtán hjólhýsi á svæðinu án tilskilinna leyfa. „Það var byrjaða að grafa fyrir rotþró og lögnum í október í fyrra og við létum byggingafulltrúa vita. Aðveituvatni og fráveituvatni hefur hins vegar verið veitt til og frá þeim í allt sumar en um er að ræða hálsársbyggð. Þegar ég fór þarna um í gær sá ég að það var ennþá verið að gera það,“ segir Ásgeir. Hann segir að í leyfisveitingu hafi komið fram að hjólhýsin væru ekki tengd við fráveitu eða aðveitu enda þurfi byggingarleyfi fyrir slíkt sem sé ekki fyrir hendi. „Þannig að þarna er farið á skjön við lög og lögin brotin vísvitandi,“ segir Ásgeir. „Hjólhýsin eru ekki heldur með rekstrarleyfi þannig að þetta mál er allt í ólestri,“ segir hann að lokum. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. Þá hafi fráveituvatni verið veitt þaðan án þess að leyfi sé fyrir því. Loks gerir hópurinn alvarlegar athugasemdir við að ferðaþjónustufyrirtækið hyggist reisa nokkur hundruð manna þorp á jörðinni sem er á vatnsverndarsvæði. Í sumar var kynnt skipulags-og matslýsing vegna aðalskipulagsbreytinga á jörðunum Leyni 2 og 3 í Rangárþingi ytra sem áður hét Stóri klofi. Þannig fyrirhugaði malasískt ferðaþjónustufyrirtæki sem kallast Iceland Igloo Village að byggja upp þorp fyrir nokkur hundruð gesti og þjónustu í kring. Ný skipulags og matslýsing hefur verið gerð fyrir svæðið eftir athugasemdir frá íbúum þar sem gert er ráð fyrir 360 manna byggð. Sumarhúsa-og landeigendur hafa frá upphafi gert athugasemdir við áformin þar sem byggðin sé á vatnsverndarsvæði og fæði vatnsból allrar sveitarinnar og vatnsból Hellu að auki.Ásgeir Kr. Ólafsson talsmaður sumar-og landeigenda í Landssveit segir hópinn hafa miklar áhyggjur af vatnsvernd á svæðinu eftir áform og framgöngu ferðaþjónustu fyrirtæki síðustu mánuði.Ásgeir Kr. Ólafsson talsmaður hópsins segir gert hafi verið athugasemdir vegna matslýsingu til deiliskipulags.Vatnsverndarsvæði í hættu „Þetta er náttúrulega mjög alvarlegt því þarna er verið að setja þéttbýli við friðsæla sveit og það sem er verst að þarna er verið að setja þéttbýli ofan á svæði sem heitir fjarrsvæði vatnsverndar. Vatnið sem rennur þarna undir hrauninu fer undir Minnivallarlækinn og berst í Vatnsból Hellu á 65 dögum,“ segir Ásgeir. Hann óttast að þetta geti verið tímaprengja og telur vatnsvernd eiga að njóta vafans. Málinu hefur verið komið til sveitarstjórnar og verður deiluskipulag kynnt í áframhaldinu. Ásgeir er svartsýnn á áframhaldið. „Vatnsverndin virðist ekki vera í forgangi hjá þessari sveitarstjórn ólíkt fyrri sveitarstjórn sem hafði hana í öndvegi,“ segir hann. Engin byggingar- eða rekstrarleyfi fyrir hjólhýsum Þá segir hann að í sumar hafi verið rekin fimmtán hjólhýsi á svæðinu án tilskilinna leyfa. „Það var byrjaða að grafa fyrir rotþró og lögnum í október í fyrra og við létum byggingafulltrúa vita. Aðveituvatni og fráveituvatni hefur hins vegar verið veitt til og frá þeim í allt sumar en um er að ræða hálsársbyggð. Þegar ég fór þarna um í gær sá ég að það var ennþá verið að gera það,“ segir Ásgeir. Hann segir að í leyfisveitingu hafi komið fram að hjólhýsin væru ekki tengd við fráveitu eða aðveitu enda þurfi byggingarleyfi fyrir slíkt sem sé ekki fyrir hendi. „Þannig að þarna er farið á skjön við lög og lögin brotin vísvitandi,“ segir Ásgeir. „Hjólhýsin eru ekki heldur með rekstrarleyfi þannig að þetta mál er allt í ólestri,“ segir hann að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira