Skaðaminnkandi nálgun og húsnæðið fyrst Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 17. október 2019 13:15 Borgarstjórn hefur samþykkt nýja stefnu í þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir. Stefnan byggir á valdeflingu, virðingu og þörfum notenda hverju sinni. Þjónusta borgarinnar skal samkvæmt stefnunni byggja á skaðaminnkandi nálgun og húsnæðið fyrst. Skaðaminnkandi nálgun felur fyrst og fremst í sér að draga úr skaðlegum áhrifum vímuefnaneyslu á notendur vímuefna, fjölskyldna þeirra sem og samfélagið allt. Áherslan er að lágmarka þann skaða sem neyslan veldur. Auk þess er nauðsynlegt að vinna gegn fordómum í samfélaginu með því að viðurkenna mannréttindi allra og tryggja íbúum skilyrðislausan rétt til þjónustu. Húsnæðið fyrst er nálgun í þjónustu við heimilislaust fólk sem telst gagnreynd og er nú notuð víða um heim. Húsnæði telst til grunnþarfa einstaklinga og til mannréttinda. Fyrst þarf að mæta þessarri grunnþörf til að einstaklingurinn sem um ræðir geti unnið áfram við aðrar áskoranir sem viðkomandi glímir við. Því er litið á öruggt heimili sem forsendu til þess að hægt sé að ná árangri í meðferð við vímuefnaneyslu og / eða geðrænum vanda. Skaðaminnkun er bæði notendamiðuð og valdeflandi, sem þýðir að notandinn hefur áhrif á hvar hann vill búa og ákveður hvaða þjónustu hann þiggur. Mikilvægt er að leggja áherslu á auðvelt aðgengi að meðferð og þjónustu til þess að skaðaminnkandi nálgun virki í reynd. Því þarf að bæta meðferðarúrræði og fjölga valkostum fólks sem þarf aðstoð vegna fíknivanda. Skaðaminnkandi nálgun leiðir til meiri lífsgæða notenda þjónustunnar og dregur úr álagi á nærsamfélagið, stofnanir ríkis og sveitarfélaga og kostnaði samfélagsins. Vinstri græn hafa haft á stefnu sinni að efla þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir bæði á vettvangi ríkis og sveitarfélaga og er innleiðing þeirrar stefnu hafin á fullu. Reykjavíkurborg setur nú 1.2 miljarð árlega í málaflokkinn og sinnir honum að mörgu leyti mjög vel en ávallt má gera betur. Á næstunni opnar nýtt sérhæft gistiskýli og heimili fyrir tvígreindar konur í Reykjavík. Frú Ragnheiður hefur veitt jaðarsettum hópum lífsnauðsynlega og mikilvæga þjónustu á grundvelli skaðaminnkunar undanfarin ár. Auk þess undirbýr heilbrigðisráðuneytið opnun neyslurýmis í samvinnu við borgina. Ákall er um samvinnu ólíkra kerfa svo sem félagsþjónustu, heilbrigðiskerfis og dómskerfis, mikilvægt er að hlusta á það ákall. Við höfum sammælst í auknum mæli sem samfélag að aðstoða fólk með fíknvanda og veita þeim aðstoð í stað þess að refsa þeim. Mikilvægt er að veita öllum sjálfssagða heilbrigðisþjónustu. Þegar við hverfum frá refsistefnu er litið á afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu sem heilbrigðismál. Með því að tryggja samvinnu ríkis og sveitarfélaga á þessu sviði, halda áfram að byggja upp þjónustu í anda skaðaminnkandi nálgunar og húsnæðið fyrst getum við skipað okkur í fremstu röð hvað varðar mannréttindi allra, líka þeirra sem oftast verða fyrir fordómum og eru jaðarsettir í samfélaginu. Við þurfum að halda áfram að gera betur og tryggja öllum fordómalausa þjónustu sem byggir á mannvirðingu og réttindum allra. Þar munum við í Vinstri grænum standa vaktina, héreftir sem hingað til.Höfundur er varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Elín Oddný Sigurðardóttir Félagsmál Reykjavík Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórn hefur samþykkt nýja stefnu í þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir. Stefnan byggir á valdeflingu, virðingu og þörfum notenda hverju sinni. Þjónusta borgarinnar skal samkvæmt stefnunni byggja á skaðaminnkandi nálgun og húsnæðið fyrst. Skaðaminnkandi nálgun felur fyrst og fremst í sér að draga úr skaðlegum áhrifum vímuefnaneyslu á notendur vímuefna, fjölskyldna þeirra sem og samfélagið allt. Áherslan er að lágmarka þann skaða sem neyslan veldur. Auk þess er nauðsynlegt að vinna gegn fordómum í samfélaginu með því að viðurkenna mannréttindi allra og tryggja íbúum skilyrðislausan rétt til þjónustu. Húsnæðið fyrst er nálgun í þjónustu við heimilislaust fólk sem telst gagnreynd og er nú notuð víða um heim. Húsnæði telst til grunnþarfa einstaklinga og til mannréttinda. Fyrst þarf að mæta þessarri grunnþörf til að einstaklingurinn sem um ræðir geti unnið áfram við aðrar áskoranir sem viðkomandi glímir við. Því er litið á öruggt heimili sem forsendu til þess að hægt sé að ná árangri í meðferð við vímuefnaneyslu og / eða geðrænum vanda. Skaðaminnkun er bæði notendamiðuð og valdeflandi, sem þýðir að notandinn hefur áhrif á hvar hann vill búa og ákveður hvaða þjónustu hann þiggur. Mikilvægt er að leggja áherslu á auðvelt aðgengi að meðferð og þjónustu til þess að skaðaminnkandi nálgun virki í reynd. Því þarf að bæta meðferðarúrræði og fjölga valkostum fólks sem þarf aðstoð vegna fíknivanda. Skaðaminnkandi nálgun leiðir til meiri lífsgæða notenda þjónustunnar og dregur úr álagi á nærsamfélagið, stofnanir ríkis og sveitarfélaga og kostnaði samfélagsins. Vinstri græn hafa haft á stefnu sinni að efla þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir bæði á vettvangi ríkis og sveitarfélaga og er innleiðing þeirrar stefnu hafin á fullu. Reykjavíkurborg setur nú 1.2 miljarð árlega í málaflokkinn og sinnir honum að mörgu leyti mjög vel en ávallt má gera betur. Á næstunni opnar nýtt sérhæft gistiskýli og heimili fyrir tvígreindar konur í Reykjavík. Frú Ragnheiður hefur veitt jaðarsettum hópum lífsnauðsynlega og mikilvæga þjónustu á grundvelli skaðaminnkunar undanfarin ár. Auk þess undirbýr heilbrigðisráðuneytið opnun neyslurýmis í samvinnu við borgina. Ákall er um samvinnu ólíkra kerfa svo sem félagsþjónustu, heilbrigðiskerfis og dómskerfis, mikilvægt er að hlusta á það ákall. Við höfum sammælst í auknum mæli sem samfélag að aðstoða fólk með fíknvanda og veita þeim aðstoð í stað þess að refsa þeim. Mikilvægt er að veita öllum sjálfssagða heilbrigðisþjónustu. Þegar við hverfum frá refsistefnu er litið á afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu sem heilbrigðismál. Með því að tryggja samvinnu ríkis og sveitarfélaga á þessu sviði, halda áfram að byggja upp þjónustu í anda skaðaminnkandi nálgunar og húsnæðið fyrst getum við skipað okkur í fremstu röð hvað varðar mannréttindi allra, líka þeirra sem oftast verða fyrir fordómum og eru jaðarsettir í samfélaginu. Við þurfum að halda áfram að gera betur og tryggja öllum fordómalausa þjónustu sem byggir á mannvirðingu og réttindum allra. Þar munum við í Vinstri grænum standa vaktina, héreftir sem hingað til.Höfundur er varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun