Rauðir, gulir og grænir útúrsnúningar Dags Vigdís Hauksdóttir skrifar 16. október 2019 14:02 Það er hreint með ólíkindum hvernig Dagur B. Eggertsson er að snúa út úr fyrir kjörnum fulltrúum og blaðamönnum!!! Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Dagur reynir að gera lítið úr samstarfsfélögum sínum með því að blanda inn í umræðuna einhverju sem tengist málinu bara hreint ekki neitt. Umræðan snerist nefnilega um útboð vegna rammasamnings um stýribúnað umferðarljósa. Ekki um liti á umferðarljósum! Borgarstjóri dettur alltaf í sandkassanum! Málið snýst um að borgarstjóri er að fara fram úr sér, enda er hann búinn að sníða rammasamninginn um bættar ljósastýringar með búnaði í huga frá fyrirtækinu sem sér um búnaðinn nú þegar. Við vitum öll hvernig sá búnaður hefur virkað, eða ekki virkað. Öllu alvarlegra er að rammasamningurinn er eingöngu á vegum Reykjavíkurborgar en ekki á vegum allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eins og lagt var upp með í samgöngusamningi sveitarfélaganna. Þarna er borgarstjóri að taka fram fyrir hendurnar á Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Mér leikur forvitni á að vita hvað Rósa Guðbjartsdóttir, formaður SSH, og Vegagerðin segir um þetta mál?Í öllu falli ósiðlegt Með öðrum orðum er meirihlutinn að stýra því hvaða fyrirtæki fær verkefnið - sem er í öllu falli ósiðlegt enda verkefni upp á marga milljarða, en Reykjavíkurborg ber að gæta þess að jafnræðis sé gætt þegar farið er í útboð. Verkefnið er sameiginlegt og Reykjavíkurborg á ekki að standa í þessu einhliða en ég tel að þetta sé brot á samgöngusamningum. Samningsaðilar hljóta að setja spurningarmerki við þessi vinnubrögð, þ.e. sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið. Athygli vekur að þetta er sami meirihluti og hingað til hefur verið á móti bættri ljósastýringu, en meirihlutinn sagði ítrekað með borgarstjóra í forsvari að ljósastýringar í Reykjavík væru í fínu lagi og ekki væri hægt að bæta umferðarflæðið með bættum ljósastýringum. Þetta sagði meirihlutinn á fundum fyrir kosningar, m.a. við kjósendur. Nú virðist sem annað hljóð sé komið í strokkinn hjá þessum viðreista borgarstjóra!!!Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það er hreint með ólíkindum hvernig Dagur B. Eggertsson er að snúa út úr fyrir kjörnum fulltrúum og blaðamönnum!!! Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Dagur reynir að gera lítið úr samstarfsfélögum sínum með því að blanda inn í umræðuna einhverju sem tengist málinu bara hreint ekki neitt. Umræðan snerist nefnilega um útboð vegna rammasamnings um stýribúnað umferðarljósa. Ekki um liti á umferðarljósum! Borgarstjóri dettur alltaf í sandkassanum! Málið snýst um að borgarstjóri er að fara fram úr sér, enda er hann búinn að sníða rammasamninginn um bættar ljósastýringar með búnaði í huga frá fyrirtækinu sem sér um búnaðinn nú þegar. Við vitum öll hvernig sá búnaður hefur virkað, eða ekki virkað. Öllu alvarlegra er að rammasamningurinn er eingöngu á vegum Reykjavíkurborgar en ekki á vegum allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eins og lagt var upp með í samgöngusamningi sveitarfélaganna. Þarna er borgarstjóri að taka fram fyrir hendurnar á Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Mér leikur forvitni á að vita hvað Rósa Guðbjartsdóttir, formaður SSH, og Vegagerðin segir um þetta mál?Í öllu falli ósiðlegt Með öðrum orðum er meirihlutinn að stýra því hvaða fyrirtæki fær verkefnið - sem er í öllu falli ósiðlegt enda verkefni upp á marga milljarða, en Reykjavíkurborg ber að gæta þess að jafnræðis sé gætt þegar farið er í útboð. Verkefnið er sameiginlegt og Reykjavíkurborg á ekki að standa í þessu einhliða en ég tel að þetta sé brot á samgöngusamningum. Samningsaðilar hljóta að setja spurningarmerki við þessi vinnubrögð, þ.e. sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið. Athygli vekur að þetta er sami meirihluti og hingað til hefur verið á móti bættri ljósastýringu, en meirihlutinn sagði ítrekað með borgarstjóra í forsvari að ljósastýringar í Reykjavík væru í fínu lagi og ekki væri hægt að bæta umferðarflæðið með bættum ljósastýringum. Þetta sagði meirihlutinn á fundum fyrir kosningar, m.a. við kjósendur. Nú virðist sem annað hljóð sé komið í strokkinn hjá þessum viðreista borgarstjóra!!!Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar