Dorrit líkir klónun hunda við hjónaband samkynhneigðra Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. október 2019 17:51 Dorrit og Sámur árið 2012. Fréttablaðið/Stefán „Sumum finnst líka hjónaband milli tveggja karla eða tveggja kvenna sé ósiðlegt, sumum finnst það. Við höfum öll mismunandi sjónarmið og ég virði þau öll. En það er ekkert land í heiminum, ekki einu sinni lönd sem kirkjan stjórnar ennþá, þar sem þetta er ólöglegt,“ sagði Dorrit Moussaieff í Síðdegisútvarpinu í dag um gagnrýni á klónun hundsins hennar. Dorrit ræddi þar fæðingu hins nýja Sáms og sagði þar að hún gerði sér grein fyrir því að sumum finnist einræktun ósiðleg, sagðist hún skilja þá afstöðu fullkomlega. Dorrit sagði frá því í viðtalinu að hvolpurinn Sámur, eða Samson, sé enn í Bandaríkjunum og fari þaðan til London í mars. „Ef hann er í London getur hann ferðast um alla Evrópu, hann getur komið með mér. En hann má ekki koma til Íslands, nema að vera mánuð í sóttkví, og ég vil ekki gera það.. En hann verður mjög hamingjusamur í London og það mega allir koma og sjá hann, og hann mun ferðast með mér allt sem ég fer í Evrópu og Ameríku.“ Ætlar að klóna sám aftur Dorrit segir að ef reglum um sóttkví hunda verði breytt á Íslandi geti hún tekið hann með sér hingað. Í viðtalinu sagði Dorrit að þetta hafi verið þriðja sinn sem einræktunin var reynd, en hún mistókst í fyrstu tvö skiptin. Sámur er fyrsti Íslenski hundurinn sem hefur verið klónaður en Dorrit segist þekkja að minnsta kosti sex einstaklinga sem hafi klónað gæludýrin sín. „Ég ætla að eignast annan og ætla að rækta krabbameinsgenið úr honum. Upprunalegi Sámur dó úr mjög sjaldgæfri tegund af krabbameini. Agnes dýralæknir á Íslandi var læknirinn og hún útskýrði fyrir mér að kannski væri hægt að ná þessum genum úr Sámi. Kannski gæti það leitt til þess að hægt væri að ná krabbameinsgenum úr fólki.“ Hún segir kraftaverk hvað læknavísindin hafi þróast á síðustu tuttugu árum. Dorrit hitti hinn Sám, hundinn sem hún átti með Ólafi Ragnari Grímssyni, þegar hann var árs gamall og þekkti hann því ekki sem hvolp. Samt segir hún að hún sjái strax á myndum að þeir séu líkir og meðal annars opni munninn alveg eins. Í viðtalinu kom fram að Dorrit ætli að klóna Sám aftur. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um klónun gæludýra. „Þetta er náttúrulega ekki komið á það stig að fólk geti bara látið klóna hundinn sinn, því að þetta sýnir fram á svo ekki verður um villst, muninn á þeim sem eiga og þeim sem eiga ekki.“ Hann sagði einnig að honum þyki „sætt“ hjá Dorrit að klóna hundinn Sám, hvolpurinn verði eins og eineggja tvíburi hliðraður til í tíma. „Dorrit verður að sætta sig við að þessi Samson hennar kemur ekki til með að vera alveg eins og Sámur.Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Dýr Hinsegin Ólafur Ragnar Grímsson Reykjavík síðdegis Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Sumum finnst líka hjónaband milli tveggja karla eða tveggja kvenna sé ósiðlegt, sumum finnst það. Við höfum öll mismunandi sjónarmið og ég virði þau öll. En það er ekkert land í heiminum, ekki einu sinni lönd sem kirkjan stjórnar ennþá, þar sem þetta er ólöglegt,“ sagði Dorrit Moussaieff í Síðdegisútvarpinu í dag um gagnrýni á klónun hundsins hennar. Dorrit ræddi þar fæðingu hins nýja Sáms og sagði þar að hún gerði sér grein fyrir því að sumum finnist einræktun ósiðleg, sagðist hún skilja þá afstöðu fullkomlega. Dorrit sagði frá því í viðtalinu að hvolpurinn Sámur, eða Samson, sé enn í Bandaríkjunum og fari þaðan til London í mars. „Ef hann er í London getur hann ferðast um alla Evrópu, hann getur komið með mér. En hann má ekki koma til Íslands, nema að vera mánuð í sóttkví, og ég vil ekki gera það.. En hann verður mjög hamingjusamur í London og það mega allir koma og sjá hann, og hann mun ferðast með mér allt sem ég fer í Evrópu og Ameríku.“ Ætlar að klóna sám aftur Dorrit segir að ef reglum um sóttkví hunda verði breytt á Íslandi geti hún tekið hann með sér hingað. Í viðtalinu sagði Dorrit að þetta hafi verið þriðja sinn sem einræktunin var reynd, en hún mistókst í fyrstu tvö skiptin. Sámur er fyrsti Íslenski hundurinn sem hefur verið klónaður en Dorrit segist þekkja að minnsta kosti sex einstaklinga sem hafi klónað gæludýrin sín. „Ég ætla að eignast annan og ætla að rækta krabbameinsgenið úr honum. Upprunalegi Sámur dó úr mjög sjaldgæfri tegund af krabbameini. Agnes dýralæknir á Íslandi var læknirinn og hún útskýrði fyrir mér að kannski væri hægt að ná þessum genum úr Sámi. Kannski gæti það leitt til þess að hægt væri að ná krabbameinsgenum úr fólki.“ Hún segir kraftaverk hvað læknavísindin hafi þróast á síðustu tuttugu árum. Dorrit hitti hinn Sám, hundinn sem hún átti með Ólafi Ragnari Grímssyni, þegar hann var árs gamall og þekkti hann því ekki sem hvolp. Samt segir hún að hún sjái strax á myndum að þeir séu líkir og meðal annars opni munninn alveg eins. Í viðtalinu kom fram að Dorrit ætli að klóna Sám aftur. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um klónun gæludýra. „Þetta er náttúrulega ekki komið á það stig að fólk geti bara látið klóna hundinn sinn, því að þetta sýnir fram á svo ekki verður um villst, muninn á þeim sem eiga og þeim sem eiga ekki.“ Hann sagði einnig að honum þyki „sætt“ hjá Dorrit að klóna hundinn Sám, hvolpurinn verði eins og eineggja tvíburi hliðraður til í tíma. „Dorrit verður að sætta sig við að þessi Samson hennar kemur ekki til með að vera alveg eins og Sámur.Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Dýr Hinsegin Ólafur Ragnar Grímsson Reykjavík síðdegis Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira