Opið bréf til dóms- og kirkjumálaráðherra: Er kirkjan hlaðin mistökum? Ómar Torfason skrifar 10. nóvember 2019 08:00 Ágæti ráðherra, Þú hélst sem kirkjumálaráðherra, þ.e. æðsti yfirmaður kirkjunnar að forseta lýðveldisins undanskildum, erindi á nýafstöðnu Kirkjuþingi, þar sem þú lagðir á það áherslu að kirkjan lærði af þeim mistökum sínum að hafa fyrrum daufheyrst við kalli samtímans í þágu mannréttinda, fyrst og fremst samkynheigðra, og skilið kærleikann og umburðarlyndið eftir utan garðs. Þú segir reyndar í lok erindisins að „þannig sýnir kirkjan að hún hefur lært af mistökunum – með því að beita sér í þágu mannréttinda, standa með fólkinu, mennskunni og sýna kærleika í verki.“ Hún á sem sagt sitthvað ólært (af mistökum sínum), þótt hún hafi nú þegar lært mikið. Þjóðkirkjan er kristin, envangelísk-lútersk kirkja, sem kennir sig við þýska siðbótarfrömuðinn Martein Lúther (1483-1546). Hún á sér rætur í trúarumróti þess tíma sem og fyrri tíma. Fylgismenn hennar nefnast prótestantar, sem á íslensku hefur verið útlagt sem mótmælendur, sem er í reynd hjáskot, þar sem grunnhugmyndin er pro = fyrir og testimonium = vitnisburður, þ.e. kirkja sem stendur fyrir því sem rétt er, þ.e. lýðræði og samviskufrelsi. Hún er öllum opin óháð trúarafstöðu. Hún er kristin því að hún grundvallar tilveru sína og tilurð á Jesú Kristi, orðum hans og athöfnum svo sem fram kemur í Nýja-testamentinu. Nánari skilgreinig á Jesúm er að „hann mun frelsa lýð sinn frá syndum hans“ (Matt. 1:21). Kristur er útlagt sem „hinn smurði“, eða Messías, og „sá sem sendur er“. Til nánari útlistunar hafa forvígismenn kirkjunnar frá bernskudögum hennar komið sér saman um trúarjátningu, og eru þær nú fimm talsins, og er þar helst að nefna Ágsborgarjátninguna frá 1530. Jesús Kristur er þungamiðjan, frelsari mannsins, höfundur lífsins og skapari alls. Hann gerir tilkall til guðdómsins sem upphaf allrar tilveru. Hann er Guð (JHWH) Gamla-testamentisins (Jóh. 8:58). Kirkjan, með Jesúm Krist að grunni, stendur frammi fyrir tvíbentum vanda, þ.e. kenningunni um ríkin tvö. Annars vegar er það ríki andans, þar sem Guð leiðir manninn til tímanlegs og um síðir eilífs hjálpræðis, og hins vegar veraldarríkið, sem er handleiðsla Guðs varðandi ytri skipan mannlegu skipulagi til nauðsynjar, sem um leið lýtur skynsemi mannsins og úrræðum hans og stjórnast af ytra valdi. Þetta tvíþætta hlutverk hefur reynst henni miserfitt, og þekkt er að hún hefur átt það til að beita valdi til að verja hina „sönnu“ kenningu ríkis andans á kostnað samviskufrelsisins. Það er hér sem komið er að skilgreiningunni „mistök“, sem þú nefnir svo. Kirkjan hefur í tímans rás tekist á við guðfræðina annars vegar og samfélagsandann hins vegar. Slíkt tekur tíma og getur sú glíma ekki talist til mistaka. Reynslur verða að mistökum þegar endurtekningar þeirra eiga sér stað með neikvæðum afleiðingum fyrir færri eða fleiri. Glíman við hugmyndafræði lútandi að samkynhneigð var á sínum tíma ný reynsla sem kirkjan þurfti svigrúm til að vinna úr, en oft hefur gætt óþolinmæði í hennar garð við úrvinnslu, einkum þegar tveir andstæðir pólar mætast. Þessi togstreita milli ríkis andans og veraldarríkisins kom sterklega fram í hugmyndafræðilegri glímu kirkjunnar við samfélagið varðandi kynhneigð og kynhegðun. Var málefnið guðfræðilegs eðlis, þ.e. ríki andans, eða siðfræðilegs/samfélgaslegs eðlis, þ.e. veraldarríkið? Þann 27. júni 2010 samþykkti kirkjan um síðir hjúskaparlögin sem ná einnig til samkynja para. Þar með vék guðfræðin fyrir samfélagsþrýstingnum; veraldarríkið varð ríki andans yfirsterkara. Jesús Kristur er skapari mannsins, kallaði hann fram á sjónarsviðið á sínum tíma. Ferlið sem slíkt verður hér látið liggja milli hluta, en sköpunin hefur í sér innbyggðan tilgang. Guð er skapari, það er innbyggt og órofa heild í eðli hans og skilgreiningu. Tilvist mannsins hefur þannig í sér fólginn vissan tilgang. Jesús Kristur staðhæfði, að maðurinn hafi verið skapaður sem karl (hebr. ish) og kona (hebr. isha) og saman myndi þá heild sem kallast maður (hebr. adam). Konan var mynduð úr síðu mannsins, allegóría eða ekki, til ítrekunar á því að þau væru jafningjar. Það er því ófrávíkjanlegur guðfræðilegur skilningur Ritningarinnar að ímynd sköpunarinnar byggi á jafnræði og gagnkynhneigð. Þú ert æðsti yfirmaður kirkjunnar hvað veraldarríkið varðar, en hvað ríki andans varðar þá ríkir biskup kirkjunnar þar með vígslubiskupana tvo sér við hlið. Það er þeirra að stýra kirkjunni í stormviðri kenninganna. Þú hefur þar enga skilgreinda aðkomu sem ráðherra. Það að „þjóðkirkjan verði (framtíð (innskot mitt)) að læra af mistökum sínum“ fellur óhjákvæmilega utan þíns ramma, þar sem meint mistök kirkjunnar varða guðfræði og þar með alfarið ríki andans. „Hákoni varð helst að falli, að hlýddi hann eigi tímans kalli“ á sér eflaust marga stoðina í raunveruleikanum, en að sama skapi má segja það sama varðandi staðhæfingu F. W. Nietzsche (1844-1900): „Guðfræðingur hefur samkvæmt skilgreiningu rangt fyrir sér.“Ecclesia semper reformanda (kirkja þess að vera stöðugt siðbætt) er ekki algild kenning.Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Torfason Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæti ráðherra, Þú hélst sem kirkjumálaráðherra, þ.e. æðsti yfirmaður kirkjunnar að forseta lýðveldisins undanskildum, erindi á nýafstöðnu Kirkjuþingi, þar sem þú lagðir á það áherslu að kirkjan lærði af þeim mistökum sínum að hafa fyrrum daufheyrst við kalli samtímans í þágu mannréttinda, fyrst og fremst samkynheigðra, og skilið kærleikann og umburðarlyndið eftir utan garðs. Þú segir reyndar í lok erindisins að „þannig sýnir kirkjan að hún hefur lært af mistökunum – með því að beita sér í þágu mannréttinda, standa með fólkinu, mennskunni og sýna kærleika í verki.“ Hún á sem sagt sitthvað ólært (af mistökum sínum), þótt hún hafi nú þegar lært mikið. Þjóðkirkjan er kristin, envangelísk-lútersk kirkja, sem kennir sig við þýska siðbótarfrömuðinn Martein Lúther (1483-1546). Hún á sér rætur í trúarumróti þess tíma sem og fyrri tíma. Fylgismenn hennar nefnast prótestantar, sem á íslensku hefur verið útlagt sem mótmælendur, sem er í reynd hjáskot, þar sem grunnhugmyndin er pro = fyrir og testimonium = vitnisburður, þ.e. kirkja sem stendur fyrir því sem rétt er, þ.e. lýðræði og samviskufrelsi. Hún er öllum opin óháð trúarafstöðu. Hún er kristin því að hún grundvallar tilveru sína og tilurð á Jesú Kristi, orðum hans og athöfnum svo sem fram kemur í Nýja-testamentinu. Nánari skilgreinig á Jesúm er að „hann mun frelsa lýð sinn frá syndum hans“ (Matt. 1:21). Kristur er útlagt sem „hinn smurði“, eða Messías, og „sá sem sendur er“. Til nánari útlistunar hafa forvígismenn kirkjunnar frá bernskudögum hennar komið sér saman um trúarjátningu, og eru þær nú fimm talsins, og er þar helst að nefna Ágsborgarjátninguna frá 1530. Jesús Kristur er þungamiðjan, frelsari mannsins, höfundur lífsins og skapari alls. Hann gerir tilkall til guðdómsins sem upphaf allrar tilveru. Hann er Guð (JHWH) Gamla-testamentisins (Jóh. 8:58). Kirkjan, með Jesúm Krist að grunni, stendur frammi fyrir tvíbentum vanda, þ.e. kenningunni um ríkin tvö. Annars vegar er það ríki andans, þar sem Guð leiðir manninn til tímanlegs og um síðir eilífs hjálpræðis, og hins vegar veraldarríkið, sem er handleiðsla Guðs varðandi ytri skipan mannlegu skipulagi til nauðsynjar, sem um leið lýtur skynsemi mannsins og úrræðum hans og stjórnast af ytra valdi. Þetta tvíþætta hlutverk hefur reynst henni miserfitt, og þekkt er að hún hefur átt það til að beita valdi til að verja hina „sönnu“ kenningu ríkis andans á kostnað samviskufrelsisins. Það er hér sem komið er að skilgreiningunni „mistök“, sem þú nefnir svo. Kirkjan hefur í tímans rás tekist á við guðfræðina annars vegar og samfélagsandann hins vegar. Slíkt tekur tíma og getur sú glíma ekki talist til mistaka. Reynslur verða að mistökum þegar endurtekningar þeirra eiga sér stað með neikvæðum afleiðingum fyrir færri eða fleiri. Glíman við hugmyndafræði lútandi að samkynhneigð var á sínum tíma ný reynsla sem kirkjan þurfti svigrúm til að vinna úr, en oft hefur gætt óþolinmæði í hennar garð við úrvinnslu, einkum þegar tveir andstæðir pólar mætast. Þessi togstreita milli ríkis andans og veraldarríkisins kom sterklega fram í hugmyndafræðilegri glímu kirkjunnar við samfélagið varðandi kynhneigð og kynhegðun. Var málefnið guðfræðilegs eðlis, þ.e. ríki andans, eða siðfræðilegs/samfélgaslegs eðlis, þ.e. veraldarríkið? Þann 27. júni 2010 samþykkti kirkjan um síðir hjúskaparlögin sem ná einnig til samkynja para. Þar með vék guðfræðin fyrir samfélagsþrýstingnum; veraldarríkið varð ríki andans yfirsterkara. Jesús Kristur er skapari mannsins, kallaði hann fram á sjónarsviðið á sínum tíma. Ferlið sem slíkt verður hér látið liggja milli hluta, en sköpunin hefur í sér innbyggðan tilgang. Guð er skapari, það er innbyggt og órofa heild í eðli hans og skilgreiningu. Tilvist mannsins hefur þannig í sér fólginn vissan tilgang. Jesús Kristur staðhæfði, að maðurinn hafi verið skapaður sem karl (hebr. ish) og kona (hebr. isha) og saman myndi þá heild sem kallast maður (hebr. adam). Konan var mynduð úr síðu mannsins, allegóría eða ekki, til ítrekunar á því að þau væru jafningjar. Það er því ófrávíkjanlegur guðfræðilegur skilningur Ritningarinnar að ímynd sköpunarinnar byggi á jafnræði og gagnkynhneigð. Þú ert æðsti yfirmaður kirkjunnar hvað veraldarríkið varðar, en hvað ríki andans varðar þá ríkir biskup kirkjunnar þar með vígslubiskupana tvo sér við hlið. Það er þeirra að stýra kirkjunni í stormviðri kenninganna. Þú hefur þar enga skilgreinda aðkomu sem ráðherra. Það að „þjóðkirkjan verði (framtíð (innskot mitt)) að læra af mistökum sínum“ fellur óhjákvæmilega utan þíns ramma, þar sem meint mistök kirkjunnar varða guðfræði og þar með alfarið ríki andans. „Hákoni varð helst að falli, að hlýddi hann eigi tímans kalli“ á sér eflaust marga stoðina í raunveruleikanum, en að sama skapi má segja það sama varðandi staðhæfingu F. W. Nietzsche (1844-1900): „Guðfræðingur hefur samkvæmt skilgreiningu rangt fyrir sér.“Ecclesia semper reformanda (kirkja þess að vera stöðugt siðbætt) er ekki algild kenning.Höfundur er sjúkraþjálfari.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun