„Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. nóvember 2019 11:55 Þorsteinn Már Baldvinsson, sem vék sem forstjóri Samherja í vikunni, er ennþá stjórnarformaður Framherja í Færeyjum. Vísur/sigurjón Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. Allt sé þó til skoðunar á þessum tímapunkti, að sögn starfandi forstjóra félagsins. Samherji hefur tengst sjávarútvegi í Færeyjum frá árinu 1994 þegar fyrirtækið stofnaði útgerðarfyrirtækið Framherja í félagi við Færeyinga, en Framherji gerir út togarana Akraberg, Høgaberg og Fagraberg frá Fuglafirði. Samherji fer með fjórðungshlut í Framherja, sem er eitt stærsta útgerðarfélag Færeyja. Til að mynda heldur Framherji utan um þriðjung fiskveiðikvóta Færeyinga í Barentshafi, auk þess sem togararnir Fagraberg og Høgaberg „hafa ógrynni annarra fiskveiðileyfa í færeyskri lögsögu,“ eins og það er orðað í frétt færeyskra Kringvarpsins. Það er mat Kringvarpsins að „Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ - Samherji sé í klandri.Útskýring færeysku orðabókarinnar Sprotin á orðinu rasshaft, sem fengið er úr sauðfjárrækt.Miðilinn vekur máls á því að Þorsteinn Már Baldvinsson sé ennþá stjórnarformaður Framherja, þó svo að hann hafi vikið úr starfi forstjóra Samherja í vikunni, meðan rannsókn á viðskiptaháttum félagsins í Namibíu stendur yfir.Allt til skoðunar Björgólfur Jóhannsson, sem tekið hefur við forstjórastöðu Samherja, segir í skilaboðum til fréttastofu að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvort Þorsteinn muni einnig segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja meðan athugun norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein stendur yfir. Aðspurður hvort hann viti til þess að staða Þorsteins í Færeyjum verði rædd segir Björgólfur einfaldlega að á þessum tímapunkti sé allt til skoðunar. Samherji hefur stefnt að því að selja hlut sinn í Framherja, allt frá því að ný fiskveiðilög tóku gildi í Færeyjum í upphafi árs 2018 sem lögðu bann við erlendri eignaraðild í færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum en áður máttu útlendingar fara með þriðjung hlutafjár. Í stjórnarsáttmála Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins sem undirritaður var í sumar er þó kveðið á um að fallið verði frá þessu banni og opna þannig aftur fyrir erlenda fjárfestingu í færeyskum sjávarútvegi. Færeyjar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Harmar að vera dreginn inn í umfjöllun um Samherjaskjölin Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inní umræðu um Samherjaskjölin. 15. nóvember 2019 20:00 Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03 Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort Þorsteinn Már Baldvinsson muni segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja í Færeyjum á meðan rannsókn á starfsháttum Samherja í Namibíu stendur yfir. Allt sé þó til skoðunar á þessum tímapunkti, að sögn starfandi forstjóra félagsins. Samherji hefur tengst sjávarútvegi í Færeyjum frá árinu 1994 þegar fyrirtækið stofnaði útgerðarfyrirtækið Framherja í félagi við Færeyinga, en Framherji gerir út togarana Akraberg, Høgaberg og Fagraberg frá Fuglafirði. Samherji fer með fjórðungshlut í Framherja, sem er eitt stærsta útgerðarfélag Færeyja. Til að mynda heldur Framherji utan um þriðjung fiskveiðikvóta Færeyinga í Barentshafi, auk þess sem togararnir Fagraberg og Høgaberg „hafa ógrynni annarra fiskveiðileyfa í færeyskri lögsögu,“ eins og það er orðað í frétt færeyskra Kringvarpsins. Það er mat Kringvarpsins að „Samherji í Íslandi er komið í rasshaft“ - Samherji sé í klandri.Útskýring færeysku orðabókarinnar Sprotin á orðinu rasshaft, sem fengið er úr sauðfjárrækt.Miðilinn vekur máls á því að Þorsteinn Már Baldvinsson sé ennþá stjórnarformaður Framherja, þó svo að hann hafi vikið úr starfi forstjóra Samherja í vikunni, meðan rannsókn á viðskiptaháttum félagsins í Namibíu stendur yfir.Allt til skoðunar Björgólfur Jóhannsson, sem tekið hefur við forstjórastöðu Samherja, segir í skilaboðum til fréttastofu að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvort Þorsteinn muni einnig segja sig frá stjórnarformennsku í Framherja meðan athugun norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein stendur yfir. Aðspurður hvort hann viti til þess að staða Þorsteins í Færeyjum verði rædd segir Björgólfur einfaldlega að á þessum tímapunkti sé allt til skoðunar. Samherji hefur stefnt að því að selja hlut sinn í Framherja, allt frá því að ný fiskveiðilög tóku gildi í Færeyjum í upphafi árs 2018 sem lögðu bann við erlendri eignaraðild í færeyskum sjávarútvegsfyrirtækjum en áður máttu útlendingar fara með þriðjung hlutafjár. Í stjórnarsáttmála Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins sem undirritaður var í sumar er þó kveðið á um að fallið verði frá þessu banni og opna þannig aftur fyrir erlenda fjárfestingu í færeyskum sjávarútvegi.
Færeyjar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Harmar að vera dreginn inn í umfjöllun um Samherjaskjölin Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inní umræðu um Samherjaskjölin. 15. nóvember 2019 20:00 Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03 Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Harmar að vera dreginn inn í umfjöllun um Samherjaskjölin Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hafnar því að hafa ætlað að beita Grænlendinga blekkingum í tölvupósti sem hann sendi til stjórnenda Samherja í Namibíu. Hann harmar að vera dreginn inní umræðu um Samherjaskjölin. 15. nóvember 2019 20:00
Dalvíkingar segja tvær hliðar vera á Samherjamálinu Dalvíkingar komu saman við höfnina í bænum í gær þegar nýr hafnargarður var vígður og nýtt frystihús Samherja var opnað gestum. 16. nóvember 2019 10:03
Norðmenn fjalla um þátt DNB í Samherjamálinu Samherjamálið hefur vakið mikla athygli í Noregi. Fjölmiðlar í landinu hafa undanfarna daga fjallað um ásakanir um að Samherji hafi greitt mútur í gegnum norska ríkisbankann DNB. 15. nóvember 2019 18:30