Rétt forgangsröðun Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 27. nóvember 2019 08:30 Í gær lauk umræðu um fjárlög næsta árs. Útgjöld ríkissjóðs verða um eitt þúsund milljarðar á næsta ári. En síðan þessi ríkisstjórn tók við hafa innviðir samfélagsins verið styrktir með því að bæti við þá fjármagni. Hlutverk stjórnvalda er að gefa öllum jöfn tækifæri og bæta lífskjör landsmanna. Fyrir stuttu birtust niðurstöður úr lífskjararannsókn Hagstofunnar. Þar kemur skýrt fram að sú stefna stjórnvalda að efla félagslega húsnæðiskerfið er rétt forgangsröðun. Þar kemur fram að fimmta hvert heimili á leigumarkaði er undir lágtekjumörkum en staða þeirra sem búa í eigin húsnæði er töluvert betri. Það er því ljóst að það er rétt forgangsröðun að auka framlög til stofnstyrkja í almenna íbúðakerfinu, samhliða því að bæta stöðu leigjenda gagnvart leigusölum. Aðgerðir þessarar ríkisstjórnar frá 2017 hafa og munu auka ráðstöfunartekjur þessa hóps. Ef tekið er dæmi af hjónum með 2 börn, annað undir 7 ára og 360 þúsund í tekjur hvort um sig þá munu ráðstöfunartekjur þeirra árið 2021 hafa aukist um 480 þús. krónur á ári miðað við óbreytt kerfi frá árinu 2017 ef teknar eru saman umbætur á barnabótakerfinu og skattkerfisbreytingar. Skattkerfisbreytingarnar eru hluti af Lífskjarasamningunum og koma að nýju á fót þriggja þrepa skattkerfi, með nýju grunnþrepi sem dregur úr skattbyrði tekjulægsta hópsins og eykur með því ráðstöfunartekjur hans.Lenging fæðingarorlofs Þetta er þó ekki það eina sem mun bæta stöðu barnafjölskyldna í landinu, en fyrsta umræða um lengingu fæðingarorlofs fór fram á Alþingi í gær. Til stendur að lengja fæðingarorlofið í tíu mánuði á næsta ári og í 12 mánuði árið 2021. Að brúa bilið milli loka fæðingarorlofs og leikskóla er eitt af því sem mestu máli skiptir til að bæta kjör ungra barnafjölskyldna. Að auki er það mikilvægt skref til að draga úr launamun kynjanna. Alltaf er þó verk að vinna þegar kemur að því hvernig við rekum samfélagið okkar. Þar ætlum við Vinstri græn að halda ódeig áfram.Höfundur er þingkona Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Fæðingarorlof Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í gær lauk umræðu um fjárlög næsta árs. Útgjöld ríkissjóðs verða um eitt þúsund milljarðar á næsta ári. En síðan þessi ríkisstjórn tók við hafa innviðir samfélagsins verið styrktir með því að bæti við þá fjármagni. Hlutverk stjórnvalda er að gefa öllum jöfn tækifæri og bæta lífskjör landsmanna. Fyrir stuttu birtust niðurstöður úr lífskjararannsókn Hagstofunnar. Þar kemur skýrt fram að sú stefna stjórnvalda að efla félagslega húsnæðiskerfið er rétt forgangsröðun. Þar kemur fram að fimmta hvert heimili á leigumarkaði er undir lágtekjumörkum en staða þeirra sem búa í eigin húsnæði er töluvert betri. Það er því ljóst að það er rétt forgangsröðun að auka framlög til stofnstyrkja í almenna íbúðakerfinu, samhliða því að bæta stöðu leigjenda gagnvart leigusölum. Aðgerðir þessarar ríkisstjórnar frá 2017 hafa og munu auka ráðstöfunartekjur þessa hóps. Ef tekið er dæmi af hjónum með 2 börn, annað undir 7 ára og 360 þúsund í tekjur hvort um sig þá munu ráðstöfunartekjur þeirra árið 2021 hafa aukist um 480 þús. krónur á ári miðað við óbreytt kerfi frá árinu 2017 ef teknar eru saman umbætur á barnabótakerfinu og skattkerfisbreytingar. Skattkerfisbreytingarnar eru hluti af Lífskjarasamningunum og koma að nýju á fót þriggja þrepa skattkerfi, með nýju grunnþrepi sem dregur úr skattbyrði tekjulægsta hópsins og eykur með því ráðstöfunartekjur hans.Lenging fæðingarorlofs Þetta er þó ekki það eina sem mun bæta stöðu barnafjölskyldna í landinu, en fyrsta umræða um lengingu fæðingarorlofs fór fram á Alþingi í gær. Til stendur að lengja fæðingarorlofið í tíu mánuði á næsta ári og í 12 mánuði árið 2021. Að brúa bilið milli loka fæðingarorlofs og leikskóla er eitt af því sem mestu máli skiptir til að bæta kjör ungra barnafjölskyldna. Að auki er það mikilvægt skref til að draga úr launamun kynjanna. Alltaf er þó verk að vinna þegar kemur að því hvernig við rekum samfélagið okkar. Þar ætlum við Vinstri græn að halda ódeig áfram.Höfundur er þingkona Vinstri grænna.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun