Hroki, hleypidómar og meðalvegurinn Jón Birgir Eiríksson skrifar 20. nóvember 2019 09:00 Það er áhugavert að fylgjast með viðbrögðum við umfjöllunum á borð við þá er fréttaskýringaþátturinn Kveikur birti í síðustu viku um mútur og skattaundanskot sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja í Namibíu. Óhætt er að segja að þátturinn hafi vakið mikla athygli og að umræðan hafi farið á flug eins og búast mátti við enda þau mál sem þar var fjallað um grafalvarleg í öllu samhengi og háttsemi sem þessi óverjandi, eins og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, orðaði það. Oftast fer lítið fyrir þeim fjölmörgu sem lægst hafa þegar hneykslismál sem þessi koma upp, en þeir háværustu skipa sér gjarnan í tvær fylkingar, með og á móti. Á annarri hliðinni eru þeir sem verja Samherja með kjafti og klóm; benda á að ekkert sé enn sannað um brot fyrirtækisins og að umfjöllun Kveiks hafi verið óvönduð. Jafnvel hefur því verið fleygt fram að ekki sé hægt að eiga í viðskiptum í Afríku án þess að mútur komi við sögu og af þeim sökum séu mútugreiðslurnar forsvaranlegar. Þá hefur Samherji sjálfur gripið til harkalegra varna í málinu, reynt að ata uppljóstrara þáttarins aur og boðar að fleira muni síðar koma fram á sjónarsviðið sem varpi öðru ljósi á málið. Á hinni hliðinni hefur verið kallað eftir því, meðal annars úr hópi kjörinna fulltrúa, að eignir Samherja verði kyrrsettar og að fjárveitingar verði auknar til héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra sem fara með rannsókn málsins, án þess að nokkur hafi óskað eftir slíku. Þá hefur málið með ótrúlegum hætti verið tengt umræðu um kvótakerfið hér á landi, kjör á vinnumarkaði, stjórnarskrárbreytingar og hægri/vinstri stjórnmál yfir höfuð. Þrátt fyrir að gögnin sem fjallað var um í Kveik og telja tugi þúsunda hafi verið afskaplega sannfærandi, er það réttur hvers og eins að niðurstaða um sekt eða sýknu verði fengin á réttum stöðum, þ.e.a.s. fyrir þar til bærum ríkisstofnunum og dómstólum. Samherji á rétt á að bera hönd yfir höfuð sér eins og hvert annað fyrirtæki, þótt fyrirsvarsmenn Samherja hafi ekki nýtt tækifærið þegar fréttamenn Kveiks gáfu þeim kost á því. Ekki er þar með sagt að umfjöllun Kveiks hafi enga þýðingu fyrr en málið verður til lykta leitt á þeim vettvangi enda eru siðferði Samherja í viðskiptum sínum og almenningsálitið, aðrir angar málsins en sá lagalegi. Það liggur í augum uppi að umfjöllunarefni Kveiks var af alvarlegri toganum og sagan sem þar var sögð er niðurlægjandi fyrir Ísland, ekki síst í ljósi sögu þróunarstarfs Íslands í Namibíu. Samfélagsleg umræða um málið þarf að fara fram og Samherji þarf að fá að verja sig. Leiða þarf málið til lykta af skynsemi og í samræmi við lög og reglur. Það mun Samherji tæpast gera sjálfur með innri rannsókn á eigin kostnað eða stjórnmálamenn sem slá ódýrar pólitískar keilur með því tengja málið við fjarstæðukennd hugðarefni sín. Þar að auki er hvort tveggja til þess fallið að drepa málinu á dreif á þessum tímapunkti og beina athygli að öðru. Engin ástæða er til að hreiðra um sig í skotgröfum. Betra er að telja upp að tíu, hugsa hlutina til enda og nálgast málið með skynsemina að vopni.Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Samherjaskjölin Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að fylgjast með viðbrögðum við umfjöllunum á borð við þá er fréttaskýringaþátturinn Kveikur birti í síðustu viku um mútur og skattaundanskot sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja í Namibíu. Óhætt er að segja að þátturinn hafi vakið mikla athygli og að umræðan hafi farið á flug eins og búast mátti við enda þau mál sem þar var fjallað um grafalvarleg í öllu samhengi og háttsemi sem þessi óverjandi, eins og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, orðaði það. Oftast fer lítið fyrir þeim fjölmörgu sem lægst hafa þegar hneykslismál sem þessi koma upp, en þeir háværustu skipa sér gjarnan í tvær fylkingar, með og á móti. Á annarri hliðinni eru þeir sem verja Samherja með kjafti og klóm; benda á að ekkert sé enn sannað um brot fyrirtækisins og að umfjöllun Kveiks hafi verið óvönduð. Jafnvel hefur því verið fleygt fram að ekki sé hægt að eiga í viðskiptum í Afríku án þess að mútur komi við sögu og af þeim sökum séu mútugreiðslurnar forsvaranlegar. Þá hefur Samherji sjálfur gripið til harkalegra varna í málinu, reynt að ata uppljóstrara þáttarins aur og boðar að fleira muni síðar koma fram á sjónarsviðið sem varpi öðru ljósi á málið. Á hinni hliðinni hefur verið kallað eftir því, meðal annars úr hópi kjörinna fulltrúa, að eignir Samherja verði kyrrsettar og að fjárveitingar verði auknar til héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra sem fara með rannsókn málsins, án þess að nokkur hafi óskað eftir slíku. Þá hefur málið með ótrúlegum hætti verið tengt umræðu um kvótakerfið hér á landi, kjör á vinnumarkaði, stjórnarskrárbreytingar og hægri/vinstri stjórnmál yfir höfuð. Þrátt fyrir að gögnin sem fjallað var um í Kveik og telja tugi þúsunda hafi verið afskaplega sannfærandi, er það réttur hvers og eins að niðurstaða um sekt eða sýknu verði fengin á réttum stöðum, þ.e.a.s. fyrir þar til bærum ríkisstofnunum og dómstólum. Samherji á rétt á að bera hönd yfir höfuð sér eins og hvert annað fyrirtæki, þótt fyrirsvarsmenn Samherja hafi ekki nýtt tækifærið þegar fréttamenn Kveiks gáfu þeim kost á því. Ekki er þar með sagt að umfjöllun Kveiks hafi enga þýðingu fyrr en málið verður til lykta leitt á þeim vettvangi enda eru siðferði Samherja í viðskiptum sínum og almenningsálitið, aðrir angar málsins en sá lagalegi. Það liggur í augum uppi að umfjöllunarefni Kveiks var af alvarlegri toganum og sagan sem þar var sögð er niðurlægjandi fyrir Ísland, ekki síst í ljósi sögu þróunarstarfs Íslands í Namibíu. Samfélagsleg umræða um málið þarf að fara fram og Samherji þarf að fá að verja sig. Leiða þarf málið til lykta af skynsemi og í samræmi við lög og reglur. Það mun Samherji tæpast gera sjálfur með innri rannsókn á eigin kostnað eða stjórnmálamenn sem slá ódýrar pólitískar keilur með því tengja málið við fjarstæðukennd hugðarefni sín. Þar að auki er hvort tveggja til þess fallið að drepa málinu á dreif á þessum tímapunkti og beina athygli að öðru. Engin ástæða er til að hreiðra um sig í skotgröfum. Betra er að telja upp að tíu, hugsa hlutina til enda og nálgast málið með skynsemina að vopni.Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun