Hvers vegna er ekki meiri verðbólga? Björn Berg Gunnarsson skrifar 8. maí 2020 08:00 Mikið ber á umræðu um verðbólgu þessa dagana en minna bólar á henni sjálfri. Þrátt fyrir að krónan okkar hafi fallið um einhver 14% frá áramótum og evran sé litin upp fyrir 160 kallinn virðist vísitala neysluverðs bara renna áfram í hlutlausum. En hvernig getur staðið á þessu? Hlýtur verðlag ekki að hækka þegar krónan veikist? Margir virðast taka því sem gefnu að verðbólgan muni nú rjúka upp úr öllu valdi. Okkur er minnistætt þegar krónan féll með látum í kjölfar fjármálahrunsins og verðbólgan át inn í eignir landsmanna í kjölfarið. En aðstæður eru ekki þær sömu nú og þær voru þá. 12 mánaða verðbólga mældist í apríl 2,2% og er enn undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans þó líkur séu á að hún muni gægjast upp fyrir það fyrir lok ársins. Vissulega hefur innflutningsverð hækkað vegna veikingar krónunnar en nokkuð sterkir kraftar draga verðlag niður á móti. Olíuverð hefur lækkað heilmikið sem og verð annarra hrávara erlendis auk þess sem minni eftirspurn hér á landi, vegna núverandi þrenginga, hvetur fyrirtæki til að hækka síður verð. Það er erfitt að spá fyrir um framhaldið en veigamiklir þættir á borð við íbúðaverð gefa frekar tilefni til að búast við hóflegri verðbólgu en mikilli hækkun neysluverðs. Úr Seðlabankanum berast skýr skilaboð um að verðbólgu verði ekki leyft að fara úr böndunum og beitir bankinn meðal annars digrum gjaldeyrisforða sínum til að styðja við krónuna og hemja verðlag. Krónan hefur vissulega veikst, en ekki meira en aðrir minni gjaldmiðlar hafa gefið eftir gagnvart þeim stóru. Tekjur ferðaþjónustu hafa vitaskuld hrapað en á móti er að draga verulega úr innflutningi og ekki eru Íslendingar að nota kortin sín mikið erlendis þessa dagana. Til þess að verðbólga aukist hér til muna þarf því ýmislegt að breytast. Bölsýnisspárnar um verðbólguna hafa ekki ræst og það lítur ekki út fyrir að svo verði í bráð en það borgar sig þó alltaf að hafa auga með íslensku verðbólgunni, henni er ekki alveg treystandi þó hún hafi hagað sér skikkanlega undanfarin ár. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Björn Berg Gunnarsson Íslenska krónan Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikið ber á umræðu um verðbólgu þessa dagana en minna bólar á henni sjálfri. Þrátt fyrir að krónan okkar hafi fallið um einhver 14% frá áramótum og evran sé litin upp fyrir 160 kallinn virðist vísitala neysluverðs bara renna áfram í hlutlausum. En hvernig getur staðið á þessu? Hlýtur verðlag ekki að hækka þegar krónan veikist? Margir virðast taka því sem gefnu að verðbólgan muni nú rjúka upp úr öllu valdi. Okkur er minnistætt þegar krónan féll með látum í kjölfar fjármálahrunsins og verðbólgan át inn í eignir landsmanna í kjölfarið. En aðstæður eru ekki þær sömu nú og þær voru þá. 12 mánaða verðbólga mældist í apríl 2,2% og er enn undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans þó líkur séu á að hún muni gægjast upp fyrir það fyrir lok ársins. Vissulega hefur innflutningsverð hækkað vegna veikingar krónunnar en nokkuð sterkir kraftar draga verðlag niður á móti. Olíuverð hefur lækkað heilmikið sem og verð annarra hrávara erlendis auk þess sem minni eftirspurn hér á landi, vegna núverandi þrenginga, hvetur fyrirtæki til að hækka síður verð. Það er erfitt að spá fyrir um framhaldið en veigamiklir þættir á borð við íbúðaverð gefa frekar tilefni til að búast við hóflegri verðbólgu en mikilli hækkun neysluverðs. Úr Seðlabankanum berast skýr skilaboð um að verðbólgu verði ekki leyft að fara úr böndunum og beitir bankinn meðal annars digrum gjaldeyrisforða sínum til að styðja við krónuna og hemja verðlag. Krónan hefur vissulega veikst, en ekki meira en aðrir minni gjaldmiðlar hafa gefið eftir gagnvart þeim stóru. Tekjur ferðaþjónustu hafa vitaskuld hrapað en á móti er að draga verulega úr innflutningi og ekki eru Íslendingar að nota kortin sín mikið erlendis þessa dagana. Til þess að verðbólga aukist hér til muna þarf því ýmislegt að breytast. Bölsýnisspárnar um verðbólguna hafa ekki ræst og það lítur ekki út fyrir að svo verði í bráð en það borgar sig þó alltaf að hafa auga með íslensku verðbólgunni, henni er ekki alveg treystandi þó hún hafi hagað sér skikkanlega undanfarin ár. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun