Við erum öll ferðaþjónusta - „Sjálfu-stöng” eða veiðistöng? Ýmir Björgvin Arthúrsson skrifar 8. maí 2020 09:30 Nú er tími til að líta í baksýnisspegilinn, læra af mistökum og vökva það sem vel var gert í ferðaþjónustu. Við höfum tvo skýra kosti: Áhersluna á „góða ferðamanninn“ sem kemur 100% á okkar forsendum eða fjöldaferðamennsku þar sem við breytum okkar siðum, menningu, mat og þjóð til að þóknast fjöldanum. „Góður ferðamaður“ er oft í umræðunni sá sem skilar sem mestu fjármagni til þjóðarbúsins en það er aðeins einn þeirra eiginleika sem prýða „góðan ferðamann“. Til að ferðamaður teljist „góður“ er jafn nauðsynlegt að hann skilji eftir góðar minningar hjá heimamönnum og bindist þeim jafnvel vinaböndum. Þessi góði ferðamaður sem fer sáttur heim til sín, kynnir land og þjóð, fyrir þeim sem við viljum helst fá, hann er okkar besta fjárfesting í framtíðinni. Viljum við að áfangastaðurinn Ísland verði sniðinn af þörfum túrista með sjálfu-stangir eða viljum við kynna, markaðssetja og bjóða velkomna „góða ferðamenn“? „Góðir ferðamenn“ forðast túrista eins og heitan eldinn. Því er ekki í boði að vera áfangastaður „allra“. Í gjörbreyttu landslagi ferðaþjónustu er áhersla á sérstöðu áfangastaða í heiminum, eitt af því sem mestu máli skiptir. Það er eitt helsta verkefnið í samkeppni áfangastaða framtíðarinnar. Það er einlæg ósk undirritaðs að okkur beri gæfa til að verðlauna alla þá „góðu ferðamenn“ sem hingað hafa komið og notið - á okkar forsendum. Hví ekki að virkja þá með okkur til kynningar á Íslandi, landi sem hreykir sér af sjálfbærri ferðaþjónustu til framtíðar, heimamönnum til hagsældar og hamingju ? Hin leiðin – og vart til heilla – er að horfa til fjölda á ný, líkt og gert hefur verið flest öll ár í ferðaþjónustunni og einblína á vöxt og fjármagn. Markmiðið er þá að fylla landið af túristum með sjálfu-stangir og laga okkar siði og venjur að þörfum massa-túristanna – því nóg er jú til af þeim. Hér gæti Ísland til dæmis fyrst allra landa, opnað fyrir umferð risa skemmtiferðaskipa á ný og raðað lundabúðum í öll fámennu og fallegu þorpin okkar hringinn kringum landið, túristum einum til yndisauka. Nýja Ísland - Sjálfu-stöng eða veiðistöng? Á okkar forsendum eða þeirra forsendum? Valdið er ráðamanna. – Guð blessi Ísland! „Viljum við að áfangastaðurinn Í sland ver ði sniðinn af þörfum túrista með sjálfu-stangir eða viljum við kynna, markaðssetja og bjóða velkomna „góð a fer ðamenn”? Höfundur er frumkvöðull og Gourmet Guide. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er tími til að líta í baksýnisspegilinn, læra af mistökum og vökva það sem vel var gert í ferðaþjónustu. Við höfum tvo skýra kosti: Áhersluna á „góða ferðamanninn“ sem kemur 100% á okkar forsendum eða fjöldaferðamennsku þar sem við breytum okkar siðum, menningu, mat og þjóð til að þóknast fjöldanum. „Góður ferðamaður“ er oft í umræðunni sá sem skilar sem mestu fjármagni til þjóðarbúsins en það er aðeins einn þeirra eiginleika sem prýða „góðan ferðamann“. Til að ferðamaður teljist „góður“ er jafn nauðsynlegt að hann skilji eftir góðar minningar hjá heimamönnum og bindist þeim jafnvel vinaböndum. Þessi góði ferðamaður sem fer sáttur heim til sín, kynnir land og þjóð, fyrir þeim sem við viljum helst fá, hann er okkar besta fjárfesting í framtíðinni. Viljum við að áfangastaðurinn Ísland verði sniðinn af þörfum túrista með sjálfu-stangir eða viljum við kynna, markaðssetja og bjóða velkomna „góða ferðamenn“? „Góðir ferðamenn“ forðast túrista eins og heitan eldinn. Því er ekki í boði að vera áfangastaður „allra“. Í gjörbreyttu landslagi ferðaþjónustu er áhersla á sérstöðu áfangastaða í heiminum, eitt af því sem mestu máli skiptir. Það er eitt helsta verkefnið í samkeppni áfangastaða framtíðarinnar. Það er einlæg ósk undirritaðs að okkur beri gæfa til að verðlauna alla þá „góðu ferðamenn“ sem hingað hafa komið og notið - á okkar forsendum. Hví ekki að virkja þá með okkur til kynningar á Íslandi, landi sem hreykir sér af sjálfbærri ferðaþjónustu til framtíðar, heimamönnum til hagsældar og hamingju ? Hin leiðin – og vart til heilla – er að horfa til fjölda á ný, líkt og gert hefur verið flest öll ár í ferðaþjónustunni og einblína á vöxt og fjármagn. Markmiðið er þá að fylla landið af túristum með sjálfu-stangir og laga okkar siði og venjur að þörfum massa-túristanna – því nóg er jú til af þeim. Hér gæti Ísland til dæmis fyrst allra landa, opnað fyrir umferð risa skemmtiferðaskipa á ný og raðað lundabúðum í öll fámennu og fallegu þorpin okkar hringinn kringum landið, túristum einum til yndisauka. Nýja Ísland - Sjálfu-stöng eða veiðistöng? Á okkar forsendum eða þeirra forsendum? Valdið er ráðamanna. – Guð blessi Ísland! „Viljum við að áfangastaðurinn Í sland ver ði sniðinn af þörfum túrista með sjálfu-stangir eða viljum við kynna, markaðssetja og bjóða velkomna „góð a fer ðamenn”? Höfundur er frumkvöðull og Gourmet Guide.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun