Sjúkraliðar gegna lykilstörfum Sandra B. Franks skrifar 12. apríl 2020 16:02 Í síðustu viku kom framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala fram á upplýsingafundi almannavarna vegna COVID-19. Þar var meðal annars rætt um breytingar á starfsemi spítalans, lykilstöður hjúkrunarfræðinga og þjálfun þeirra, mönnun á hjúkrunardeildum og bakvarðarsveit. Það er vissulega brýnt að deila með þjóðinni erfiðri stöðu spítalans og framkvæmd hjúkrunar á þessum tímum. Hjúkrunarfræðingar eru vel að því komnir að mikilvægi starfa þeirra sé rætt. En furðu vekur hvernig ósýnileika sjúkraliða er haldið á lofti. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki í heilbrigðiskerfinu. Um 600 - 700 sjúkraliðar starfa að jafnaði við Landspítala. Auk þeirra hafa 57 sjúkraliðar verið ráðnir til starfa við spítalann úr bakvarðarsveit. Sjúkraliðar standa vaktina og eru í framlínu, klæddir grænu í baráttunni gegn COVID-19. Þeirstofna lífi sínu og heilbrigði í hættu með því að sinna vinnunni sinni, sem teygir sig í langflestum tilvikum mun lengra en starfið segir til um. Þeir fara heim dauðþreyttir á líkama og sál. Þurfa jafnvel að vera í sóttkví frá öðrum fjölskyldumeðlimum og lifa í hálfgerðri einangrun frá samfélaginu. Því aðstæðurnar krefjast þess. Fram hefur komið að hjúkrunarfræðingar á Landspítala fá áfram viðbótargreiðslur vegna vaktaálags. Röksemdir sem gefnar voru fyrir að viðhalda þessum greiðslum eru sérstakar aðstæður sem nú eru uppi. Í mínum huga á að vera óþarft að benda á það augljósa. Að markviss samvinna og samskipti sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga er það sem þarf þegar tryggja á öryggi og gæði hjúkrunarþjónustunnar. Að það eru einmitt þessar starfsstéttir sem eiga það sameiginlegt að vera í miklu návígi við sjúklinga og standa hjúkrunarvaktina saman á þessum fordæmalausu tímum. En hvað gera stjórnendur Landspítala fyrir sjúkraliða? Á Landspítala er starfandi Hjúkrunarráð. Sjúkraliðar hafa um árabil lagt fram beiðni um aðild að ráðinu. Hjúkrunarráð hefur ítrekað hafnað aðkomu sjúkraliða. Það er í raun óskiljanlegt því með samvinnu og samstarfi þessara stétta á þeim vettvangi er gagnkvæmur ávinningur er augljós. Vanþekking hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna á faglegri hæfni sjúkraliða er vel þekkt. Þegar samstarfsfólk skortir innsæi á þekkingu og færni nánustu samstarfsélaga myndast álag, sem síðar getur haft alvarlegar afleiðingnar. Það er alþekkt að mönnun starfsmanna sem vinna við hjúkrun á Íslandi hefur lengi verið ábótavant. Brottfall sjúkraliða sem hafa gild starfsleyfi útgefin af Embætti landlæknis er yfir 50%. Vissulega hefur einhver hópur farið í frekara nám á heilbrigðisvísindasviði eða í aðrar námsgreinar, sem er jákvætt. Aðrir hafa farið annað. Margar ástæður geta legið á baki þess að sjúkraliðar hverfi til annarra starfa. En eitt er víst að síendurtekin ósýnileiki á vinnuframlagi sjúkraliða sem dregin er fram af hálfu stjórnenda Landspítalans og Hjúkrunaráði er ekki rétti hvatinn til að halda þeim í starfi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku kom framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala fram á upplýsingafundi almannavarna vegna COVID-19. Þar var meðal annars rætt um breytingar á starfsemi spítalans, lykilstöður hjúkrunarfræðinga og þjálfun þeirra, mönnun á hjúkrunardeildum og bakvarðarsveit. Það er vissulega brýnt að deila með þjóðinni erfiðri stöðu spítalans og framkvæmd hjúkrunar á þessum tímum. Hjúkrunarfræðingar eru vel að því komnir að mikilvægi starfa þeirra sé rætt. En furðu vekur hvernig ósýnileika sjúkraliða er haldið á lofti. Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki í heilbrigðiskerfinu. Um 600 - 700 sjúkraliðar starfa að jafnaði við Landspítala. Auk þeirra hafa 57 sjúkraliðar verið ráðnir til starfa við spítalann úr bakvarðarsveit. Sjúkraliðar standa vaktina og eru í framlínu, klæddir grænu í baráttunni gegn COVID-19. Þeirstofna lífi sínu og heilbrigði í hættu með því að sinna vinnunni sinni, sem teygir sig í langflestum tilvikum mun lengra en starfið segir til um. Þeir fara heim dauðþreyttir á líkama og sál. Þurfa jafnvel að vera í sóttkví frá öðrum fjölskyldumeðlimum og lifa í hálfgerðri einangrun frá samfélaginu. Því aðstæðurnar krefjast þess. Fram hefur komið að hjúkrunarfræðingar á Landspítala fá áfram viðbótargreiðslur vegna vaktaálags. Röksemdir sem gefnar voru fyrir að viðhalda þessum greiðslum eru sérstakar aðstæður sem nú eru uppi. Í mínum huga á að vera óþarft að benda á það augljósa. Að markviss samvinna og samskipti sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga er það sem þarf þegar tryggja á öryggi og gæði hjúkrunarþjónustunnar. Að það eru einmitt þessar starfsstéttir sem eiga það sameiginlegt að vera í miklu návígi við sjúklinga og standa hjúkrunarvaktina saman á þessum fordæmalausu tímum. En hvað gera stjórnendur Landspítala fyrir sjúkraliða? Á Landspítala er starfandi Hjúkrunarráð. Sjúkraliðar hafa um árabil lagt fram beiðni um aðild að ráðinu. Hjúkrunarráð hefur ítrekað hafnað aðkomu sjúkraliða. Það er í raun óskiljanlegt því með samvinnu og samstarfi þessara stétta á þeim vettvangi er gagnkvæmur ávinningur er augljós. Vanþekking hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna á faglegri hæfni sjúkraliða er vel þekkt. Þegar samstarfsfólk skortir innsæi á þekkingu og færni nánustu samstarfsélaga myndast álag, sem síðar getur haft alvarlegar afleiðingnar. Það er alþekkt að mönnun starfsmanna sem vinna við hjúkrun á Íslandi hefur lengi verið ábótavant. Brottfall sjúkraliða sem hafa gild starfsleyfi útgefin af Embætti landlæknis er yfir 50%. Vissulega hefur einhver hópur farið í frekara nám á heilbrigðisvísindasviði eða í aðrar námsgreinar, sem er jákvætt. Aðrir hafa farið annað. Margar ástæður geta legið á baki þess að sjúkraliðar hverfi til annarra starfa. En eitt er víst að síendurtekin ósýnileiki á vinnuframlagi sjúkraliða sem dregin er fram af hálfu stjórnenda Landspítalans og Hjúkrunaráði er ekki rétti hvatinn til að halda þeim í starfi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar