Tíföldum listamannalaunin Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 13. apríl 2020 09:00 Íslendingar hafa að undanförnu notið fjölmargra streymistónleika tónlistarfólks s.s. Helga Björns, Páls Óskars, Bubba, Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Hljómahallar, Aldrei fór ég suður, streymissýninga leikhúsanna og RÚV ásamt upplestrum, svo eitthvað sé nefnt. Það er ekki síst á erfiðum tímum sem fólk áttar sig á gildi og mikilvægi listarinnar. Án listar erum við nálægt því að uppfylla einungis einföldustu kröfur dýraríkisins. Nú er hins vegar listin í hættu, a.m.k. listafólkið okkar. Nú er búið að banna nær alla viðburði sem stétt listamanna reiðir sig á. Á þetta við leiksýningar, tónleika, árshátíðir, upptökur, bíósýningar og listasýningar en einnig ýmsan rekstur veitingahúsa og annarra staða sem bjóða upp á lifandi list af öllu tagi. Takmarkanir eru jafnvel á jarðarförum og brúðkaupum. Samkvæmt nýjustu fréttum verður bann á viðburðum hugsanlega langt eftir árinu og þar með talið bæjar- og menningarhátíðum sumarsins. Það yrði gífurlegt fjárhagslegt tjón fyrir tugþúsundir landsmanna. Listafólk stendur með okkur, stöndum nú með þeim Listafólk gefur ekki einungis lífinu gildi heldur er þetta stétt sem iðulega gefur vinnu sína þegar mikið liggur við. Við reiðum okkur á þetta ágæta fólk hvort sem það er í gleði eða sorg, við afþreyingu eða upplyftingu andans. Nú þurfa listamenn á okkur að halda. Starfsgrundvöllur þeirra er farinn. Ef listin á að lifa þurfum við hin því að gera eitthvað. Það vill svo til að við höfum nú þegar kerfi listamannalauna. Í ár fá 325 listamenn af 1.544 umsækjendum rúmlega 407.000 kr. á mánuði í listamannalaun, yfirleitt í 3-12 mánuði. Listamannalaun eru fyrir hönnuði, myndlistarfólk, rithöfunda, sviðslistafólk, tónlistarflytjendur og tónskáld. Listamannalaun kosta hið opinbera nú um 650 milljónir kr. Ég legg hér til að við margföldum listamannalaunin með því að láta þau ná til 10 sinnum fleiri listamanna en nú er, eða til um 3.500 listamanna. Sá fjöldi er svipaður fjöldi þeirra sem er nú sjálfstætt starfandi í menningu á Íslandi. Kostar svipað og 1% atvinnuleysi Slíkt myndi kosta um 6,5 milljarð kr. Til að setja þessa tölu í samhengi er gott að hafa í huga að hvert 1%-stig í auknu atvinnuleysi, um 2.000 manns, kostar ríkissjóð 6,5 milljarð kr. eða það sama og kostar að tífalda listamannalaunin. Þessi tillaga mín mun spara hinu opinbera með minna atvinnuleysi, auk þess sem aukin umsvif listamanna skilar miklu fjármunum í ríkissjóð. Einnig væri hægt að hækka listamannalaunin þannig að þau næðu miðgildislaunum í landinu upp í 650 þúsund á mánuði. Að auki yrði til mikil listsköpun öllum hagsbóta og það er ómetanlegt, ekki síst á þessum tímum. Listin og menningin er það sem gerir okkur að Íslendingum. Listafólk hefur staðið með okkur, nú á þessum erfiðum tímum, en líka alltaf áður. Nú skulum við standa með þeim, þegar á reynir. Tíföldum listamannalaunin strax. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Listamannalaun Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa að undanförnu notið fjölmargra streymistónleika tónlistarfólks s.s. Helga Björns, Páls Óskars, Bubba, Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Hljómahallar, Aldrei fór ég suður, streymissýninga leikhúsanna og RÚV ásamt upplestrum, svo eitthvað sé nefnt. Það er ekki síst á erfiðum tímum sem fólk áttar sig á gildi og mikilvægi listarinnar. Án listar erum við nálægt því að uppfylla einungis einföldustu kröfur dýraríkisins. Nú er hins vegar listin í hættu, a.m.k. listafólkið okkar. Nú er búið að banna nær alla viðburði sem stétt listamanna reiðir sig á. Á þetta við leiksýningar, tónleika, árshátíðir, upptökur, bíósýningar og listasýningar en einnig ýmsan rekstur veitingahúsa og annarra staða sem bjóða upp á lifandi list af öllu tagi. Takmarkanir eru jafnvel á jarðarförum og brúðkaupum. Samkvæmt nýjustu fréttum verður bann á viðburðum hugsanlega langt eftir árinu og þar með talið bæjar- og menningarhátíðum sumarsins. Það yrði gífurlegt fjárhagslegt tjón fyrir tugþúsundir landsmanna. Listafólk stendur með okkur, stöndum nú með þeim Listafólk gefur ekki einungis lífinu gildi heldur er þetta stétt sem iðulega gefur vinnu sína þegar mikið liggur við. Við reiðum okkur á þetta ágæta fólk hvort sem það er í gleði eða sorg, við afþreyingu eða upplyftingu andans. Nú þurfa listamenn á okkur að halda. Starfsgrundvöllur þeirra er farinn. Ef listin á að lifa þurfum við hin því að gera eitthvað. Það vill svo til að við höfum nú þegar kerfi listamannalauna. Í ár fá 325 listamenn af 1.544 umsækjendum rúmlega 407.000 kr. á mánuði í listamannalaun, yfirleitt í 3-12 mánuði. Listamannalaun eru fyrir hönnuði, myndlistarfólk, rithöfunda, sviðslistafólk, tónlistarflytjendur og tónskáld. Listamannalaun kosta hið opinbera nú um 650 milljónir kr. Ég legg hér til að við margföldum listamannalaunin með því að láta þau ná til 10 sinnum fleiri listamanna en nú er, eða til um 3.500 listamanna. Sá fjöldi er svipaður fjöldi þeirra sem er nú sjálfstætt starfandi í menningu á Íslandi. Kostar svipað og 1% atvinnuleysi Slíkt myndi kosta um 6,5 milljarð kr. Til að setja þessa tölu í samhengi er gott að hafa í huga að hvert 1%-stig í auknu atvinnuleysi, um 2.000 manns, kostar ríkissjóð 6,5 milljarð kr. eða það sama og kostar að tífalda listamannalaunin. Þessi tillaga mín mun spara hinu opinbera með minna atvinnuleysi, auk þess sem aukin umsvif listamanna skilar miklu fjármunum í ríkissjóð. Einnig væri hægt að hækka listamannalaunin þannig að þau næðu miðgildislaunum í landinu upp í 650 þúsund á mánuði. Að auki yrði til mikil listsköpun öllum hagsbóta og það er ómetanlegt, ekki síst á þessum tímum. Listin og menningin er það sem gerir okkur að Íslendingum. Listafólk hefur staðið með okkur, nú á þessum erfiðum tímum, en líka alltaf áður. Nú skulum við standa með þeim, þegar á reynir. Tíföldum listamannalaunin strax. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun